Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 127
HÖFUNDARRÉTTUR OG AFDRIF FALSAÐRA MYNDLISTARVERKA
sem fasteignir, bifreiðar og annað lausafé. Höfundur á samkvæmt 1. mgr.
1. gr. höfundalaga eignarrétt að verki sínu. I því felst að hann hefur
einkarétt tdl að gera eintak af verkinu í óbreyttri og breyttri mynd og til
að birta verkið opinberlega, samkvæmt 3. gr. laganna. Um sæmdarrétt
höfondar, þ.e. rétt ril að nafns hans sé getið í tengslum við birtingu verks-
ins og rétt til þess að höfundarheiðurs hans sé gætt í tengslum við birt-
ingu er kveðið á í 4. gr. laganna.
Hlutverk höfundarréttar er semsé að veita vernd réttindum höfundar
yfir verki sínu en myndlistarverk eru ein tegund verka er höfundalögin
taka til. A grundvelh réttarins til eintakagerðar og birtingar hafa höfund-
ar myndlistarverka tekjur af verkum sínum þegar myndir af þeim birtast
í bókum, tímaritum, eru notuð í margmiðlunarefni, á Netinu o.s.frv. I
lögum er auk þessara réttinda mælt fyrir um tiltekin réttindi, svokallað
fylgiréttargjald, til handa höfundum myndlistarverka. Núgildandi reglur
um þetta gjald kveða á um að við endursölu á listaverkum í atvinnuskyni
ogvið sölu þeirra á hstmunauppboðum skuli greiða 10% fylgiréttargjald
er renni til höfunda.3 Samkvæmt 43. gr. laganna helst höfundarréttur í
gildi uns liðin eru 70 ár frá næstu áramótum efrir lát höfundar. Höfund-
arréttindi erfast og því fara erfmgjar eða aðrir rétthafar með þau efrir lát
höfundar. Höfundalög mæla fyrir um viðurlög við brotum á höfundar-
rétti, brot gegn tilteknum ákvæðum laganna varða bótaskyldu, refsingu
og upptöku eintaka af ólögmætum verkum (56., 54. og 55. gr.).
Meginrök þau er hggja að baki höfundarréttindum lúta að því að
vemda skuli þá sköpun er höfundur leggur í verkið. Jafnffamt em í lög-
unum ákvæði til hagsbóta fyrir almenning, með öðram orðum notendur
verkanna. Þau ákvæði heimila tiltekin not verkanna, ýmis gjaldfrjálst eða
gegn gjaldi, án þess að samþykki höfundar þurfi til að koma.
Hagsmunir handhafa höfundarréttar er tengjast fólsun listaverka
Höfundarréttur vemdar sjálfstætt ffamlag höfundar eða sjálfstæða and-
lega sköpun. Vemdin tekur til útfærslu hugmyndar en ekki hugmyndar-
innar sjálffar. Höfundarréttur tekur til tiltekins listaverks. iMikilvægt er
að greina á milh annars vegar höfundarréttarins sjálfs og hins vegar ein-
taks af verkinu. Höfundarréttindin verða til um leið og verkið hefur orð-
3 25. gr. b höfundalaga og 6. mgr. 23. gr. laga nr. 36/1987 um listmunauppboð.
I25