Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 69
HVER AF HINUM BESTU ER ÉG?
með kænsku hagrætt höfiindamafhi sínu og markaðssett sig á nýstárleg-
an hátt og ákváðu því að svara í sömu mynt.
Hinar mörgu falsanir á Don Juan sem gefnar vom út á þessum áram
sköpuðu sams konar vandamál fyrir Murray og Byron. Hér ætla ég að
einskorða mig við útgáfu róttæka bókaútgefandans Williams Hone á
þriðju kviðu Donjuan (1819).37 Ljóðið byrjar á ávarpi til Thomasar Dav-
ison, prentara Don Juan, en eins og áður sagði hafði hann einn verið
skrifaður fyrir útgáfu Murrays og Byrons. Hone færir sér í nyt nafnleysi
skálds og útgefanda og ávarpar „Prentarann sem auglýsir laumulega út-
gáfu á 3. hluta Ijóðs mins“. Avarpið er á þessa leið:
Don’t think you can bamboozle folks -
Whatever merit hes in it,
You know, your Canto’s all a hoax
So don’t be advertizing it.
But should you call - which Heaven forbid!
My Juan a nonentity,
He’ll come as Blackwood’s Welchman did,
To prove his own identity.38
Höfundurinn, hinn nafnlausi Hone-Byron, hótar að upplýsa höfundar-
nafn sitt, sem Byron, í þeim tilgangi að sýna fram á að hin nafnlausa út-
gáfa Murrays og Byrons sé í raun fölsun.
Ljóð Hone-Byrons hefst á umræðu um þær einkennilegu kringum-
stæður sem einkenna útgáfuna á Don Juan. Þar sem Murray vill greini-
lega ekki gangast við ljóðinu, þrátt fýrir að allir viti að hann er útgefand-
inn, hefur Hone-Byron ákveðið að senda það útgefanda sem þorir að
taka ábyrgð á því, þ.e. til Williams Hone:
Miss Haidee and Don Juan pleaded well;
At least my publisher of late so tells me,
Although the world he does not chuse to tell,
Yet, every body knows ‘tis he who sells me:
To sing what furthermore the pair befel,
(As he declines my book and thus compels me,
37 William Hone, Don Juan. Canto the Third. London: Ludgate Hill, 1819.
38 William Hone, Don Juan. Canto the Third, bls. 1.