Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 107
FÖLSUÐ FRÆÐI
saman. Þannig hefur umræða um svik og falsanir stundum beinst að
ákveðinni tegund ffæði- og vísindamanna, ekki bara að þeim sem gerast
sekir um falsanir í hversdagslegum skilningi þess orðs, heldur einnig að
þeim sem álimir eru ala með sér röng eða óviðurkvæmileg viðhorf um
sannleiksleit í vísindum.
Það er ekkert nýtt að tilteknir fræðimenn séu úthrópaðir sem loddar-
ar eða gerviffæðimenn eða tiltekin fræðasvið sögð fals. Af einstökum
málum af því tagi sem hvað mesta athygli hefur hlotið á síðustu árum er
svindl eðlisfræðingsins Alans Sokal við New York háskóla en hann skrif-
aði bullgrein sem hann sagði vera í póstmóderniskum stíl og sendi tíma-
ritinu Social Text til birtingar. Ritstjórar tímaritsins, en það birtir greinar
á sviði menningarffæði í víðum skilningi, bitu á agnið. Grein Sokals virt-
ist gefa tilefhi til að ætla að hægt væri að beita ýmsum greiningarhugtök-
um menningarffæðinnar á skammtaeðlisfræði með góðum árangri. En
effir að greinin hafði verið birt leysti Sokal frá skjóðunni og gerði stólpa-
grín að því fólki sem kom nálægt útgáfunni og þeim fræðum sem tíma-
ritið sinnir. Þannig sneri hann dæminu við: Falsaðar niðurstöður hans og
botnlaus tilbúningur í kringum þær, sýndu fram á, að hans álitd, að ekki
bara ritstjórar tímaritsins Social Text, heldur allir sem stunda menningar-
ffæði í póstmódernískum anda, væru loddarar og svindlarar.4
Effir að svindlið hafði gert Sokal frægan hélt hann áffam að skrifa um
og fletta ofan af þeim sem hann taldi blekkingameistara í fræðum og vís-
indum, en þá er auðvitað fýrst og ffemst átt við þá fræðimenn sem hall-
ir eru tmdir póstmódernisma. Sérstaklega er Sokal uppsigað við franska
bókmenntamenn og heimspekinga og bók hans Fashionable Nonsense sem
hann skrifaði með frönskum kollega sínum Jean Bricmont er hörð árás á
tal slíkra menntamarma um vísindi.51 bókinni fara þeir félagar í saumana
á ýmsum staðhæfingum nokkurra franskra höfunda um vísindi og sýna
4 Hægt er að lesa grein Sokals og armað efhi sem deilan um greinina gat af sér á vef-
síðu hans: http://www.physics.nyu.edu/faculty/sokal (sótt 30. desember 2004).
Grein Sokals hét „Transgressing the Boundaries: 'Iowards a Transformative
Hermeneutics of Quantum Gravity" og birtist í Social Text nr. 46/47, vor/sumar
1996, bls. 217-252.
5 Bókin kom fyrst út í Frakklandi 1997 og er titill ffönsku útgáfunnar Impostures Intell-
ectuelles (Edititions Odiles Jacob). Ensk útgáfa kom út ári síðar hjá Profile Books í
Bretlandi en hér er vísað til bandarísku útgáfunnar: Alan Sokal og Jean Bricmont.
Fashitmable Nonsense. Postmodem Intellectuals’s Abuse of Science. New York: Picador,
1998. Sjá einnig grein Skúla Sigurðssonar um skyld efhi á http://www.raunvis.hi.is/
"sksi/erosion.html (sótt 30. desember 2004).
io5