Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 202
JACQUES DERRIDA
þessa Kfs heldur á hærra sviði. Öll hfsfyrirbæri sem þjóna tdl-
gangi, sem og tilgangur þeirra yfirleitt, eru þegar allt kemur til
alls ekki í þágu lífsins heldur í þágu tjáningarinnar á innsta eðli
þess, þau þjóna þeim tilgangi að sýna (Darstellung) þýðingu
þess. A sama hátt þjónar þýðingin að endingu þeim tilgangi að
tjá nánustu tengsl tungumálanna.
Þýðingin leitast samkvæmt þessu ekki við að segja þetta eða hitt, flytja
eitthvert ákveðið innihald, að miðla ákveðinni merkingarhleðslu heldur
að endur-marka venslin milli tungumálanna, að sýna sinn eigin rnögu-
leika. Og þetta, sem gildir um bókmenntatexta eða helgitexta, skilgrein-
ir kannski sjálft frumeðli hins bókmenntalega og hins helga, við hina
sameiginlegu rót þeirra. Eg sagði endur-marka venslin milli tungumál-
anna til að koma nafni á hið framandlega í „tjáningu“ („að tjá nánasta
samband tungumálanna“) sem er hvorki einföld „framsetning“ né held-
ur einfaldlega eitthvað annað. Með hætti sem er einungis merktur vænt-
ingu, boðun, næstum því spádómi, gæðir þýðingin þessi ákveðnu vensl
nœrveru, vensl sem aldrei eru nærverandi í þessari framsetningu. Manni
verður hugsað til þess hvernig Kant skilgreinir stundum tengslin við hið
upphafna: ófullnægjandi ffamsetning á því sem engu að síður kemur
fram. Hér heldur orðræða Benjamins áfram gegnum útúrdúra:
Henni [þýðingunni] er ómögulegt að opinbera þetta leynda
samband sjálf, ómögulegt að endurgera það (herstellen) en hún
getur sýnt það (darstellen) með því að raungera það í vísi þess
eða viðleitni. Og þessi sýning á táknmiði (Darstellung eines Be-
deutenden) í gegnum viðleitni, gegnum vísinn að endurgerð
þess er býsna sérstakur sýningarháttur, sem vart á sinn líka á
því sviði sem ekki tekur til lífs tungumálanna. En þar þekkjast
í hliðstæðum og táknum aðrar tegundir vísana (.Hindeutung) en
hin viðleitna raungerving, þ.e. framfyrirgrípandi og fyrirboð-
andi (vorgreifende, andeutende) raungerving. En þetta samband
sem við hugsum okkur, þetta nánasta samband tungumálanna,
er samband alveg sérstakrar samleimi. Hún felst í því að tungu-
málin eru ekki framandi hvert öðru, heldur a priori og burtséð
frá öllum sögulegum tengslum eru þau hvert öðru skyld í því
sem þau vilja segja.
Oll ráðgátan um þennan skyldleika dregst hér saman. Hvað er átt við
200