Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 190
JACQUES DF.RRIDA
þýðingu á sérnafhinu yfir í nafnorðsjafngildi þess án þess að þurfa á öðru
orði að halda. Hér er eins og um tvö orð væri að ræða, tvö einshljóðandi
orð þar sem annað hefur gildi sérnafhs og hitt gildi almenns nafnorðs: á
milli þeirra þýðing sem hægt er að meta á mjög mismunandi hátt. Er hún
af því tagi sem Jakobson kallar þýðingu innan tungumálsins eða umorð-
un (rewording)? Eg held ekki: rewording á við um umbreytitengsl milli
nafhorða og venjulegra setninga. Ritgerðin [í] On translation (1959)
greinir þýðingar í þrennt. Þýðing innan tungumálsins'3 túlkar máltákn
með öðrum táknum sama máls. Forsenda þessa er auðvitað sú að við sé-
um fær um, að öllu athuguðu, að ákvarða nákvæmlega málheild og sér-
einkenni tiltekinnar tungu, segja til um skilmörk hennar. Því næst kem-
ur það sem Jakobson kallar svo snoturlega „eiginlega“ þýðingu, þýðingu
milli tungumála sem túlkar tákn eins tungumáls með hjálp af öðru tungu-
máli, sem kallar á sömu forsendur og þýðing innan tungumáls. Að síð-
ustu væri þýðing milli táknkerfa eða umhverfing sem túlkar, tdl dæmis,
tákn tungumáls með hjálp af táknum öðrum en máltáknum. Fyrir báðar
þær tegundir þýðinga sem samkvæmt þessu eru ekki „eiginleg“ þýðing
teflir Jakobson ffam skilgreiningarjafhgildi og öðru orði. Þá fýrstu þýðir
hann, ef svo mætti segja, með öðru orði: þýðing innan tungumálsins eða
umorðun, orðalagsbreyting. Þá þriðju sömuleiðis: þýðing milli táknkerfa
eða umhverfmg. I báðum þessum tilfellum er þýðingin á „þýðing“ skil-
greiningarleg túlkun. Þegar kemur að „eiginlegri" þýðingu, þýðingu í
hefðbundinni merkingu orðsins, þ.e. eftirbabelskri þýðingu milli mngu-
mála þýðir Jakobson hins vegar ekki, hann notar sama orðið aftur:
„þýðing milli tungumála eða eiginleg þýðing“. Hann gerir ráð fyrir að
ekki sé nauðsyn á því að þýða, allir skilja hvað þetta þýðir vegna þess að
allir hafa reynslu af því, ætlast er til að allir viti hvað tungumál er, sam-
band einnar tungu við aðra, og ekki síst hvað séreinkenni tungumáls er
eða það sem í raun og veru gefur því sérstöðu. Ef til er skýleysa [ff. trans-
parence\ sem Babel hefur ekki grafið undan þá er það einmitt þetta,
reynslan af marglireymi tungumálanna og „eiginleg“ merking orðsins
„þýðing“. Sé tekið mið af þessu orði í merkingunni „eiginleg“ þýðing
3 Sjá Roman Jakobson, „On Linguistic Aspects of Translation“ (On Translation, ritstj.
Reuben A Brower, Oxford University Press, New York 1966) bls. 233 (sbr. ísl. þýð.,
„Um málvísindalegar hliðar þýðinga", hér í þessu hefti, bls. 174). Isl. þýð. á hugtök-
um Jakobsons er sótt í Tvímœli eftir Astráð Eysteinsson, Háskólaútgáfan, Reykjavík,
1996, bls. 27.
188