Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 4

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 4
Frá ritstjóra Bandaríski félagsfræðingurinn C.Wright Mills segir í bók sinni The Sociological Imagination að í brjósti nú- tímamannsins og -konunnar sé sterkust sú tilfinning að þau séu í klemmu. Þeim finnist þau ekki geta yfirstigið erfiðleika sína, hafi ekki stjórn á eigin lífi. Mills bætir við, að þessi tilfinning sé fyllilega réttmæt. Við lifum á miklum breytinga- tímum þar sem nýjasta tíska er úrelt á morgun, gildi sem feður okkar og mæður héldu í heiðri sýnast hjómið eitt - og gjöreyðingarstyrjöld er sífellt yfirvofandi. Sagan sjálf gerist svo hratt að við höfum lítil tök á því að fylgjast með gangi mála. Er nokkur furða, spyr Mills, þótt venjulegt fólk standi agndofa frammi fyrir heimi sem það þekkir ekki dag frá degi eða skilji ekki þýðingu eigin aldar fyrir fram- rás sögunnar? Er nokkur furða þótt fólk snúi sér að sínu - og verði siðferðilega ónæmt fyrir umheiminum? Er nokkur furða þótt því finnist það vera i klemmu? Nýlátinn er maður sem barðist gegn þessari þróun í mannheimi. Maður sem ávallt var reiðubúinn að fara fremstur í fylkingu þeirra sem vildu bæta heiminn, bæði siðferðilega og efnahagslega, maður sem ódeigur bauð örlögum sínum byrginn. Olofs Palme verður ávallt minnst fyrir hugrekki - og fyrir að vísa okkur hinum veginn. í grein um Svíþjóð í skugga Palme, greinir Ingólfur V. Gísla- son frá því hvernig sænska samfélagið hefur þróast á umHðnum árum undir for- ystu jafnaðarmanna og Olofs Palme, og hvernig hið óhugnanlega morð muni hugsanlega breyta gangi mála innan- lands en ekki síður á sviði alþjóðamála. Sænskir jafnaðarmenn hafa ótrauðir bar- ist fyrir betra samfélagi og þar hafa þeir lagt áherslu á vald verkalýðsfélaga og rétt verkafólks. Þeir hafa sett lög um samráð atvinnurekenda og verkafólks sem kveða m.a. á um að óheimilt sé að breyta vinnufyrirkomulagi á vinnustað án þess að ráðgast við verkalýðsfélögin. Hefðum við haft slík lög hér á landi hefði fólkið úr Bæjarútgerðinni ekki verið flutt yfir í (sbjörninn án þess að þeim væri a.m.k. sýnd sú lágmarkskurteisi að spyrja um óskir þess áður. í blaðinu er rætt við tvær verkakonur úr BÚR sem hættu störfum vegna óánægju með þennan flutning, en kannski umfram allt vegna óánægju með framkomu ráða- manna í garð verkafólks. Hvorki líf einstaklingsins né saga þjóð- anna verða skilin án þess að skilja hvort tveggja, segir C.Wright Mills í ofan- nefndri bók sinni. Sú öld sem við lifum hefur oft verið nefnd upplýsingaöldin. Víst er að okkur skortir ekki upplýsingar; þær dynja á okk- ur látlaust úr tímaritum, blöðum, bókum, sjónvarpi og útvarpi. Oft samhengis- lausar og slitnar úr tengslum við þann veruleika sem við lifum í. Hlutverk blaða- manna, útgefenda, fræðimanna, lista- manna og vísindamanna á að vera það eitt að miðla upplýsingum til fólks á þann hátt, að samtíminn verði greinilegri - ( samhengi við líf annarra þjóða og í sam- hengi við fortíð og framtíð, segir C.Wright Mills. Þetta er höfuðmarkmið ÞJÓÐLÍFS . .. TÍMARITIÐ ÞJÓDLÍF. 2. tbl. 2. árg. Maí 1986. Prentsmiðjan Oddi hf. Forsiíumynd: Gunnar ús Ólafsson, Svanur Kristjánsson, VilhjálmurÁrna- dóttir, Andrea Jónsdóttir, Tómas R. Einarsson. Utgefandi: Fólagsútgáfan ht., Laugavegi 18A, Elísson. son. Orku- og Iðnaðarmál: Finnbogi Jónsson. Bókmenntir: Árni Sigurjónsson, Þorvaldur Krist- pósthólf 1752, 121 Reykjavik, sími 62 18 80. TlMARITIÐ ÞJÓ0LÍF kemur út sex sinnum á ári. Húsnæðismál: Guðni Jóhannesson, Ingi Valur Jó- insson. Lelkhús: Hlín Agnarsdóttir. Framkvamdastjórl: Olafur Olalsson. Ritstjórl: Áskriftarverð fyrir hálft ár: 490,- kr. Veró i lausa- hannesson. Llffræðl, llttæknl: Jakob Kristinsson, Ráðunautarnir bera enga ábyrgð á efni og fram- Auður Styrkársdóttir. Auglýslngastjóri: Áslaug Jó- sölu: 198.- kr. Úlfar Antonsson. Eðllsfræðl, etnlstækni: Hans Kr. setningu nema sérstaklega sé til þeirra vitnað eða hannesdóttir. Hðnnun og útllt: Björn Br. Björns- SÉRFRÆÐILEGIR RÁÐUNAUTAR: Efnahagsmál, Guðmundsson. Jarðfræði: Sigurður Steinþórsson. þeir skrifi undir nafni. son. Ljósmyndlr: Einar Garibaldi. Fllmuvinna: stjórnmál, sagnfræði, slðlræði: Birgir Árnason, Læknisfræðl, hellbrigðlsmál: Helgi Kristbjarnar- Prentmyndastofan hf. Prentun og bókband: Gísli Gunnarsson, Helgi Skúli Kjartansson, Magn- son, Helgi Valdimarsson. Tónllst: Aagot Oskars- með jjölda stórravmninga HAPPDRÆTTI Dvalarheimilis aldraöra sjómanna

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.