Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 10
ákvarðanir sem varða einstaka starfs- menn, svo sem um breytingar á starfs- skilyrðum, flutning innan fyrirtækis eða brottrekstur. Einnig er vinnukaupandi skyldur að veita verkalýðsfélaginu upp- lýsingar um þróun fyrirtækisins, fram- leiðni og almenna starfsemi. Eftir sem áður er það svo, að ákvarðanavaldið liggur endanlega hjá atvinnurekandan- um, þannig að hér er um það að ræða að verkalýðsfélögin fá aukna mögu- leika til að hafa áhrif á ákvaðanatök- una. Raunar fá þau á þennan hátt einn- ig aukna möguleika á því að bregðast skjótt við, telji þau gengið á rétt félags- manna. Róttækir gagnrýnendur MBL halda því fram, að höfuðhlutverk laganna sé að gera verkalýðsfélögin „ábyrgari" gagnvart fyrirtækjunum og þannig vinni þau í raun gegn hagsmunum verka- lýðsins. Vafalaust er nokkuð til í þessu, en raunar felst það í eðli umbótastefn- unnar að ekki verða snögg skipti, held- ur eru hinir ýmsu þættir samfélagsins smám saman ofnir á nýjan hátt í von um að eðlisbreyting verði á endanum. Mér sýnist MBL bjóða upp á mjög víða möguleika og geta menn sjálfir dundað sér við að íhuga, hvort ekki hefði ýmis- legt verið öðru vísi á íslandi hefðu svip- uð lög verið í gildi (Isbjörninn, brott- rekstur stúlkunnar úr Verslunarskólan- um o.fl.). En frelsi snýst einnig um möguleika manna til að hafa áhrif á umhverfið og stefnumótun samfélagsins. Kosningar eru einn slíkur möguleiki og þar hafa Svíar einir þjóða (að því er ég best veit) stytt kjörtímabilið í þrjú ár, þannig að kjósendum gefst oftar tækifæri til að segja álit sitt á stjórnarstefnunni. Þá hafa þegnar annarra ríkja kosningarétt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum hafi þeir dvalið í Svíþjóð næstu þrjú árin á undan kosningum. Jafnaðarmenn hafa og varpað fram til umræðu þeirri hugmynd, að þetta verði einnig látið gilda um þingkosningar. Hatrömm and- staða borgaraflokkanna hefur þó svæft það mál í bili. Að þessari hugmynd skuli þó vera varpað fram og hún rædd í alvöru, þykir mér sýna vel hversu opið samfélagið er fyrir breytingartillögum og hversu því fer fjarri að menn líti á gildandi leikreglur sem óumbreytan- legar. Annað dæmi hér um er sú umræða er varð um launþegasjóðina svoköll- uðu. Þegarsú hugmynd kom fyrst fram var um að ræða áætlun um mjög víð- tækt efnahagslegt lýðræði. Sú útgáfa, er á endanum fór gegnum þingið, var mjög þynnt og mun alls ekki ná fram því efnahagslega lýðræði sem um var tal- að. Trúlega munu launþegasjóðirnirþó eitthvað grafa undan sænskum kapítal- isma, en það á enn eftir að koma í Ijós. Meginatriði þessa máls er þó það, að á vegum sænska alþýðusambandsins og langstærsta stjórnmálaflokksins er varpað fram hugmynd að gjörbreyttri efnahagsgerð samfélagsins; kapítal- ismanum er varpað fyrir róða. Og þessi hugmynd er tekin til umræðu. Mér er til efs að margar þjóðir V-Evrópu geti stát- að af slíku. í nýlegri bók, þar sem m.a. er gerður samanburður á stéttum og stéttarvit- und í Svíþjóð og Bandaríkjunum, leggur höfundur áherslu á hversu mikilvægt það sé fyrir stéttarvitund sænskra verkamanna að opinberlega séu rædd- ir aðrir möguleikar á dreifingu auðs og valda en þeir sem kapítalisminn skapar (Wright, Erik Olin: Classes. London 1985).Sú umræða hefur í för með sér að samfélagið verður opnara fyrir nýj- um möguleikum. Þannig er unnið gegn þeirri sljóvgun meðvitundarinnar, sem fylgir því að uppbygging tilverunnar er tekin sem gefin. Drottnun borgaralegra hugmynda er meðvitað andæft. Sænskum jafnaðarmönnum hefur þannig tekist að halda hálfopnu hliðinu í hugum fólks að annarri samfélags- gerð. Áður var minnst á kosningar í sam- bandi við möguleika manna til áhrifa á ákvarðanatöku. En fleira kemur þar til. Hér má geta rannsóknar þar sem vel- ferð í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð var borin saman (Allart, Erik: Att ha, att álska, att vara. Lund 1975). Athugunin beindist m.a. að dreifingu stjórnmálabjarga í þessum löndum, en bjargirvoru skilgreindar sem m.a. þátt- taka í fundum og blaðaskrif. Þá var spurt hvaða möguleika fólk teldi sig hafa til eigin ákvarðana í málum, sem snertu líf þess. Niðurstöður athugunar- innar voru í stuttu máli þær, að í Svíþjóð væru stjórnmálabjargir almennari en í hinum löndunum, og jafnframt voru þar flestir sem töldu sig hafa mikla mögu- leika til áhrifa. Eðlilega er full ástæða til að taka könnunum sem þessari með varúð. En hvorki hún né annað það sem hér hefur verið rakið gefur nokkurt tilefni til að ætla annað en að Svíar almennt telji sig hafa og hafi meiri möguleika til pólitískra áhrifa en gengur og gerist í Evrópu. Að lokum skal hér vikið að atriði, sem miklum deilum hefur valdið víða um heim. Ber ríkisstjórnum að hafa það sem sitt fremsta markmið að halda uppi fullri atvinnu - eða eru önnur markmið æðri, svo sem barátta við verðbólgu? Svar sænskra jafnaðarmanna er þekkt. Þeir telja atvinnu og atvinnuöryggi slíkt grundvallaratriði, að það hafi algeran forgang, svo vitnað sé í fleyg orð. Og Svíum hefur tekist, ásamt nokkrum öðr- um vestrænum þjóðum, að halda at- vinnuleysi sæmilega í skefjum. í nýlegri samanburðarrannsókn á orsökum atvinnuleysis í hinum kapítal- íska heimi bendir höfundur með þunga á, að atvinnuleysi sé engin (ill) nauðsyn (Therborn, Göran: Nationernas ofárd. Malmö 1985). Þvert á móti sé unnt að halda því í skefjum með meðvituðum stjórnarathöfnum. Slík pólitík er ekki bundin viðjafnaðarmenn, en hefurtvö mismunandi leiðarljós. Annars vegar reynir sterk verkalýðshreyfing að halda uppi fullri atvinnu á grundvelli stéttar- hagsmuna sinna, en hins vegar stefnir borgarastétt vissra landa að sama marki vegna áhuga á félagslegum stöðugleika. Fyrri ástæðan er sú sem í Svíþjóð hefur borið uppi þá stjórn á atvinnulífinu sem nauðsynleg er, eigi að tryggja fulla atvinnu. Og þótt borg- araflokkarnir hafi verið við völd hluta af þessu tímabili hefurstyrkur verkalýðs- hreyfingarinnar, bæði faglegurog ekki hvað síst stjórnmálalegur, gert það að verkum að ekki hefur verið vikið af brautinni. Hafi fólk séð hvernig atvinnu- leysið leikurfórnarlömb sín, t.d. í Dan- mörku eða Englandi, þarf ákaflega ein- kennilegan hugsunarhátt til að afneita mikilvægi atvinnuöryggis. Erfitt er að taka afstöðu til mikilvægis hinnar alþjóðlegu samstöðu sem enda er í ríkum mæli tengd nafni Olofs Palme. Hann var óneitanlega mjög áberandi á alþjóðavettvangi. Hann var meðlimur í Brandt-nefndinni svoköll- uðu, The Independent Commission on International Development Issues, sem hafði það markmið að reyna að finna leiðir til að minnka bilið milli ríkra þjóða og fátækra. Þá var hann formaður ann- arrar alþjóðlegrar nefndar, sem við hann hefur verið kennd, en hún heitir The Independent Commission on Dis- armament and Security Issues. Sú nefnd vann að afvopnunarmálum og lagði fram skýrslu um það efni á af- vopnunarfundi allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna íjúní 1982. Palme var varaformaður Alþjóða- sambands jafnaðarmanna og 1980 fól aðalritari S.Þ. honum að reyna að miðla málum í stríðinu milli írana og íraka. Hann var þekktur fyrir að vera ófeiminn við að fordæma ofbeldisverk hvar sem þau áttu sér stað. Ef til vill var Svíum hefur tekist, ásamt nokkrum öðrum vest- rænum ríkjum, að halda atvinnuleysi sæmilega í skefjum. Trúlega munu launþegasjóðirnir þó eitthvað grafa undan sænskum kapítalisma, en það á enn eftir að koma í Ijós. 10 ÞJÓÐLlF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.