Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 19

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 19
Frá Bandaríkjunum kemur þessi Ifna og er ýmsu blandað saman. Það var t.d. ekki til siðs á miðjum sjöunda áratugnum að unglings- stúlkur gengju um með hanska. En fjölbreytnin ofar öliu! Fatatíska kvenþjóðarinnar í sumar mun einkennast áfram af Tikilli litadýrð og verðurýmsum sferkum litum blandað saman. Línur verða kvenlegar og föt að- skorin, pils og kjólar fyrir ofan kné. OP-ART tískan mun setja svip á fatamarkaðinn, einkum meðal hinna yngri, en sú tíska sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn. Hún einkenndist af svarta og hvíta litnum, skraut- legum sólgleraugum, plastarm- böndum, minipilsum, hvítum varalit og augnskuggum og fleiru og fleiru sem konur á fertugs- aldri geta hæglega rifjað upp. Þá var Bítla-æðið í algleymingi og sumir minna á það með því að prenta myndir af þeim félögum á fatnað sinn. Stóru tískuhúsin í París hafa einnig tekið þessa tísku upp á arma sína og útfært hana á öllu hóflegri hátt en aðrir hönnuðir. Við spáum þessari tísku velgengni í sumar! ÞJÓÐLÍF19

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.