Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 22

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 22
Verður moðurlífið úr sögunnif HIN STÓRA STUND: dropar sem innihalda sáðfrumur látnir falla niður til eggsins í glasinu. Glasabörn, tœknifrjóvgun, leigumœður, blöndun dýra og manna, lagfæringar á erfðavísum — ogfleira erýmist nú þegar framkvæmanlegt eða verður framkvæmanlegt. Þessufylgjaýmis lögfræðileg og siðræn vandamál, sem varla nokkurt ríki erfarið að taka á enn sem komið er. Hér verður umræða um þessi mál rakin, svo og hvað búast megi við af hinni nýju tækni, genatækninnisem ýmsir vísindaskáldsagnahöfundar hafa lýst ógnvænlega, sumir þannig aðfóstur verði alin utan móðurkviðar og kvenkynið þar með rúið aðalhlutverki sínu á þessari jörð. Eftir Au&i | bók sinni Brave New World Styrkársdóttur I (Fagra, nýjaveröld) lýsirrit- höfundurinn Aldous Huxley hrollvekjandi framtíð: kynhvötin og getnaður eru orðin algjörlega aðskilin, getnaður á sér ekki lengurstað í móðurkviði, heldur eru fóstur alin utan móðurlífs í sérstökum gagnsæjum glösum, þar sem unnt er að fylgjast grannt með hverju um sig. Gölluð fóstur eru strax tekin úr glösunum og tækninni beitt til hins ítrasta til að börn „fæðist" sem þjóna þjóðfélaginu sem best. Þessi hrollvekja tengist ekki lengur óskilgreindri framtíð held- ur er hún nú í seilingarfjarlægð. Tæknifrjóvgun og glasabörn eru nú orðin svo hversdagslegur við- burður, að ekki þykir lengur ný- næmi að þeim á síðum dag- blaða. Þessi tækni hefur haldið innreið sína á íslandi, því á síð- ustu árum hafa rúmlega 50 tæknifrjóvganir verið gerðar hér á landi á íslenskum konum með gjafasæði frá danska sæðis- bankanum. Líklegt er talið að tæknifrjóvgunum fari fækkandi vegna A/'ds-sjúkdómsins, bæði hér á landi sem annars staðar. Glasabörn fæðast hins vegar ekki enn sem komið er hér- lendis. Það má hins vegar búast við þvi að fram komi kröfur um „glasabarnaframleiðslu" hér á landi í náinni framtíð, þar sem tæknifrjóvgunum mun sýnilega fara mjög fækkandi. En hver er þessi tækni, hvaða kosti hefur \3m 50 hörn hafafœðst hér á landi með tæknifrjóvgun en þeim fœðingum munfækka vegna Aids-sjúkdómsins. 22 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.