Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 24

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 24
Eiga glasabörn eda börn sem til eru komin meb tœknifrjóvg- un a.m.k. ekki siðferðilegan rétt d því að vita um uppruna sinn ? hún í för með sér, hvernig er henni beitt og hvernig er sú sýn sem vísindamenn hafa um fram- tíðina í þessum efnum? En kannski er nærtækast að byrja á því að athuga hvernig þessi tækni er. KONAN LIGGUR meðvitund- arlaus á skurðarborðinu. Hvítur dúkur hylur andlit hennar. Kviður konunnar hefur verið blásinn upp með koldíoxíði þannig að hann líkist einna helst stórri blöðru. Þrjár rifur hafa verið skornar á kviðinn, ein við lífbeinið, önnur við naflann og sú þriðja í nám- unda við lífbeinið. Þessa konu langar til að eignast barn og læknaliðið í kringum hana ætlar að reyna að uppfylla óskir hennar. Lítilli töng er ýtt gegnum rifuna við lífbeinið og með henni er gripið utan um annan eggjastokk konunnar. Smásjá er komið fyrir í rifunni við naflann og með henni má greina þarmana, móð- urlífið, eggjastokkana og eggja- leiðarana. Einnig sjást samgrón- ingar því þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan gengur undir slíka aðgerð. Lítilli pumpu með nál á endan- um er nú komið fyrir gegnum þriðju rifuna og með henni eru egg soguð upp, fimm til átta að tölu. Þau eru örlitlir, rauðir klumpar sem mannsaugað vart greinir. Þau eru sett í lítið, sótt- hreinsað ílát. Þetta fyrsta ílát sem hýsir eggin er á stærð við fingurbjörg. Hér á að búa til mannveru - og hún ergetin við aðstæður sem einna helst minna á skáldsögu Huxleys. Lífið kviknar við skært Ijós til- raunastofunnar, en síðar verður það fært inn í dimma hlýju móð- urkviðarins. En til þess að mannvera vaxi upp af egginu þarf auðvitað að frjóvga það - sæði karlmanns verður að sameinast því. Sæðis- frumurnar, sem settar eru í glas- ið með egginu, þurfa að vera ótal margar, vel hreyfanlegar og sem ferskastar. En hægt er að geyma sæði endalaust við - 190°C. Því er unnt að uppfylla skilyrði um ferskleika án þess að tilvonandi faðir sé nærri í hvert sinn sem slík aðgerð er gerð. Venjulega er föðurnum gert að mæta á læknastöðina mán- uði áður en aðgerðin skal fram- kvæmd. Honum er vísað inn í lítið herbergi þar sem hann verð- ur að fróa sér þar til sáðlos á sér stað. Mörgum manninum reynist þetta erfitt og því er þeim „hjálp- að“ með því að láta þá lesa klámblöð. Oftar en ekki er andlit eiginmannsins rautt sem blóð þegar hann yfirgefur herbergið, annað hvort af skömm eða áreynslu, nema hvort tveggja sé. Sæði mannsins er sett í þeyti- vindu og það þvegið vandlega. Að því búnu er það sett í gervi- næringarvökva og athugað hvort hreyfanleiki frumanna er í lagi. Mikið magn sáðfruma þarf til að frjóvgun takist - ekki duga færri frumur en I00.000 pr. millimetra. Hið sama magn þarf til að getn- aður takist við „venjulegar" að- stæður. TÆKNIN SAMEINAR það sem vill ekki sameinast í lífinu sjálfu, einhverra ástæðna vegna. (glasinu er hægt að búa til einbura, fjölbura, hægt er að fresta tilbúningi lífsins eins lengi og viðkomandi sýnist og það er einnig hægt að binda enda á það. Unnt er að blanda saman sæði úr mörgum karlmönnum og frjóvga þannig eitt egg, en einnig er unnt að frjóvga mörg egg með sæði eins karlmanns. Og það hefur löngum verið svo að maðurinn hefur hrint í framkvæmd því sem mögulegt er að framkvæma, segir í þýska tímaritinu Spiegei nýlega þar sem þessi mál voru til umræðu. „Konur eru ódýrasti útungunarkassinn ! “ ísindamennirnir Patrick Steptoe og Robert Edwards „framleiddu" fyrsta glasabarn heimsins árið 1978. Af þeim 2.000 glasabörnum sem nú eru til, hafa 700 komið frá stöð þeirra f Bourn Hall í Cambridgeshire í Englandi. Til þeirra streyma barnlaus hjón hvaðanæva úr heiminum til þess að fá úrlausn síns máls: ráð gegn barnleysi. Sum hjónanna koma aftur og aft- ur, því mjög erfitt er að fá frjóvg- aö egg til að festast við leg- vegginn og afföllin eru því mikil. Kostnaður sumra hjónanna get- ur hlaupið á þúsundum dollara. Klínikk þeirra Edwards og Steptoes er nokkurs konar al- heimsmiðstöð glasabarnafram- leiðenda. Starfsemi sína hófu þeir af brýnni þörf; ófrjósemi fer vaxandi í hinum vestræna heimi samhliða því að hvítum börnum til ættleiðingar fækkar. Steptoe lýsir upphafinu þannig að hann hafi alls ekki getað sætt sig við að geta ekki hjálpað konum til að eignast barn, aðeins vegna lítils- háttar stíflu í eggjaleiðurum. Síð- an hefur mikið vatn runnið til sjávar. Steptoe var nýlega spurður að því hvort stutt væri í það að glasabörn yrðu framleidd algjör- lega utan móðurkviðar, Ifkt og í sögu Aldous Huxley. Hann svar- aði því til að svo yrði sennilega aldrei. Ástæðan? „Konur eru og verða ódýrasti útungunarkassi sem völ er á!“ svaraði hann. Raunar mun miklum erfið- leikum bundið að ala fóstur al- gerlega utan móðurkviðar, og kostnaður kemur þar lítt við sögu. Legkakan er það sérhæfð að erfitt mun reynast að líkja eftir henni. Hún hleypir aðeins sumum efnum gegnum sig, öðr- um alls ekki, og menn vita lítið um ástæður þessa eða hvernig hún fer að þessu. Þar til sú vitn- eskja liggur fyrir munu fóstur þurfa móðurkviðinn, eins og ver- ið hefur um aldir. Þeir félagar Edwards og Steptoe segja að skammt sé að bíða þess tíma að þeir geti ákvarðað kyn glasabarna. Önn- ur tækni eigi hins vegar langt í land. Patrick Steptoe og Richards Edwards í Bourn Hall, en þeir „fram- leiða" langflest glasaböm heimsins. 24 þjóðlIf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.