Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 26

Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 26
AIþingi er ekki bara pólitísk- ur vígvöllur, eins og margir halda, heldur er þettafyrst og fremst löggjafarstofnun sem d að taka tillit til velferðar allra þjóðfélagsþegna. Guörún Helgadóttir alþingismaður gætu óskað tæknifrjóvgunar, en það geta þær ekki nú, sem mér finnst heldur grimmilegt. Það sem ég hef áhuga á í sambandi við þessi mál er að löggjafarstofnun þjóðarinnar fylgist með tækniþróuninni á þessum sviðum og ákveði hvernig við henni skuli bregðast í stað þess að hlutirnir bara gerist, eins og nú er á mörgum sviðum. Alþingi er ekki bara pólitískur vígvöllur, eins og margir halda, heldur er þetta fyrst og fremst löggjafarstofnun sem á að taka tillit til velferðar allra þjóðfélags- þegna," sagði Guðrún ennfrem- ur. EINS OG áður sagði er réttar- staða barna sem tilkomin eru með tæknifrjóvgun víðast hvar óljós, einkum hvað varðar rétt þeirra til að vita um uppruna sinn og hugsanleg véfengingarmál. Þetta gildir einnig um glasabörn- in. Nýlega voru sett lög í Svíþjóð sem kveða á um að nafnleynd skuli ekki haldin vegna sæðis- gjafa, þannig að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun munu síðar meir geta haft upp á líf- fræðilegum föður sínum. Mörg Evrópulönd velta nú fyrir sér lög- gjöf á þessu sviði, en óvíst er hvort löggjöf verður samræmd eða sín lögin gildi (hverju landi. Einnig verður erfið í meðförum lagasetning varðandi gena- tæknina sem nú hillir undir, þ.e. hvort og þá hvernig megi hugs- anlega breyta, og væntanlega bæta, genasamsetningu fósturs, en innan líffræði og læknisfræði eru þau mál ofarlega á baugi. Evrópuráðið lét þá samþykkt út ganga til allra aðildarlanda sinna árið 1983 að réttur sérhvers ein- staklings til að erfa genasam- setningu, sem ekki yrði breytt, væri jafn mikilvægur og réttur hans til frelsis, lýðræðis og per- sónuöryggis. Samþykktir Evr- ópuráðsins eru hins vegar ekki bindandi, heldur eru þær leið- beiningar til handa aðildarríkjun- um. Víða hafa menn áhyggjur vegna þessara mála, einkum vegna hinna óljósu réttarreglna - og vegna efasemda um sið- gæði vísindamanna á sviði genatækninnar. í framangreindri grein um glasabörnin lét þýska tímaritið Spiegel í Ijós áhyggjur vegna siðferðis læknanna, sem stunda „framleiðslu" á glasa- börnunum. Blaðið hefur eftirfar- andi ummæli eftir einum af frum- kvöðlum barnaframleiðslunnar, Robert Edwards: „Siðferðið verður að laga sig að vísindun- um, en ekki öfugt." Robert Edwards og Patrick Steptoe tókst að „framleiða" fyrsta glasa- barnið í heiminum, Louise Brown. Þeir reka Bourn Hall sjúkrahúsið í Cambridgeshire, en þangað streyma konur hvað- anæva úr heiminum til þess að eignast glasabörn. Biðin er löng, allt upp undir heilt ár, og kostar sitt. Bretar greiða ríflega 2.000 pund fyrir greiðann en útlending- ar rúmlega 3.000 dollara. Þarna hafa fæðst um 700 börn sem búin eru tilíglösum. ÁSTÆÐAN FYRIR eftirspurn- inni eftir bæði glasabörnum og tæknifrjóvgunum er augljós: ófrjósemi hefur aukist í hinum vestræna heimi vegna ýmiss konar sjúkdóma sem herja á kynfærin og má rekja marga þeirra til aukins frjálsræðis í ást- um. Núert.d. talið að einaf hverjum sex hjónum í Bandaríkj- unum eigi við ófrjósemi að stríða. Á sama tíma hefur það einnig gerst að börnum sem gef- in eru til ættleiðingar hefur fækk- að mjög, bæði vegna aukningar á notkun getnaðarvarna og fóst- ureyðinga. Eftirspurnin eftir tæknifrjóvgun og glasabörnum fer því sífellt vaxandi. Hjá konum er helsta ástæða ófrjósemi stíflur í eggjaleiðurum. Eggjaleiðararnir flytja eggið frá eggjastokkunum til legsins og í þeim á samruni eggs og sæðisfrumu sér venju- lega stað. Ef stífla er í leiðurun- um eða einhverjar skemmdir kemst eggið ekki til legsins. Stundum er hægt að lagfæra eggjaleiðarana með lítilli skurðaðgerð eða leisergeislum og tekst það í um 70 prósent tilfella þar sem stíflan er lítil. Sé eggjaleiðarinn hins vegar því nær lokaðurtekst aðeins að lag- færa þá í um 20 prósent tilfella. Þótt tæknin sé fyrir hendi til að framleiða glasabörn eru hins vegar þó nokkrir erfiðleikar bundnir því að láta eggið festast við vegg móðurlífsins. Þess vegna tekst þessi aðgerð ekki í nærri öllum tilfellum — en sum hjón reyna aftur og aftur. Sú spurning vaknar hvað verði um öll eggin sem frjóvguð hafa verið í glasi og ekki hefur verið komið fyrirílegi konu. Þýska blaðið Spiegel heldur því fram að tala Fólk mun tæpast fagna þeirri tækni sem gerir egg, sæði og mæður að hverri annarri markaðsvöru. 26 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.