Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 31

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 31
myndi bara vinna uppsagnarfrestinn. Mér fannst það heiðarlegra gagnvart hinum,“ segir hún. uBÚR var eign okkar allra “ að er auðheyrt að Díönu þótti vænt um Bæjarútgerðina enda segist hún hafa unnið eins og hún ætti fyrirtækið - sameiginlega eign borgarbúa. Henni finnst hún hins vegar ekkert eiga í því fyrirtæki sem varð til við sameininguna. Hún minnist með virðingu Einars, for- stjórans sem var sagt upp störfum þeg- ar Davíð Oddsson tók til höndum við stjórn borgarinnar. „Hann kom á hverj- um degi og borðaði með okkur starfs- fólkinu. Það hafði góð áhrif. Brynjólfur sásthins vegar aldrei." Skuldatalið segist hún fyrst hafa heyrt sl. sumar. „Skuldirnar eru út af togarakaupum. Frystingin stóð undir sér og það var gróði var af henni á tímabili. Hins vegar gekk verr og verr að manna húsið síðustu ár því launin hafa sífellt farið versnandi, auk lítils at- vinnuöryggis og slítandi vinnu. Húsið hefur því verið hálftómt síðastliðin sumur. Hér áður var alltaf sami kjarninn af hörkuduglegum stelpum á sumrin, en þær líta ekki lengur við þessu. ( sumar þurfti í fyrsta sinn að taka 14 ára stelpur en aldurstakmarkið hefur alltaf verið 16 ár. Þetta hlýtur að þýða tap fyrir húsið. Það kæmi sér betur að halda vönum konum og borga þeim betri laun.“ Annars segir Díana að enginn haldist í bónus lengur en fimm ár. „Þær eru margar á síðasta snúning sem hafa •agt hart að sér i bónus. Ég er mikið á móti þessu kerfi. Það er nefnilega ekki nóg að vera duglegar, við verðum líka að vera frekar og svindla hver á ann- arri. Ég hélt að gæðabónusinn yrði til bóta, en það hefst ekkert upp úr honum nema hraðinn sé til staðar. Kona sem vinnur vel og vandar sig fær ekki um- bun fyrir það - hún þarf að hafa góðan hraða til að gæðin séu rnetin." En Bæjarútgerðin er ekki til staðar iengur og Díana segist helst vilja þurrka bt þau átta ár sem hún lagði líf sitt og krafta í fyrirtækið. ..Síðasti dagurinn var ömurlegur. Konurnar gátu ekki unnið, þær bara stóðu í smáhópum og töluðu saman. Spennan var svo mikil og reiðin. Svo tóku þaer sig saman og öskruðu, allar í kór. Þær reyndu á þennan hátt að losa um spennuna og reiðina sem kraumaði ' Þeim. Það voru staddir hjá okkur ^enn frá Sölumiðstöðinni. þeir vissu ekki hvað var að ske, þeir urðu svo hissa. Fólki fannst þeitta eina ráðið til ab láta álit sitt í Ijós. Við höfðum ekki trú á að það yrði hlustað á okkur þótt við ^ótmaeltum. Ef þessir kallar hafa ókveðið eitthvað, breyta þeir því ekki bótt einhverjar fiskverkunarkonur mót- mæii.“ „Of seint ad bætafyrir“ D íana fór sem sagt eins og hinar konurnar yfir í (sbjörninn, því hún ætlaði að vinna uppsagnarfrestinn. Hún og maður hennar réðu ráðum sínum og voru samtaka um að reyna að tryggja sér framtíðina með því að eignast sjoppu. Díana fengi hvergi eins góð laun og hún hafði síðustu árin í BÚR, með þeirri vinnu og ábyrgð sem hún tók á sig. Hún vildi frekar taka þessa áhættu en pína sig í vinnu í Granda hf. og er þakklát fyrir hve þau hjón voru samtaka. Hún segir að margar konur neyðist til að vinna í Granda því þær sjái enga aðra möguleika. Um mánaðamót janúar/febrúar til- kynnti verkstjóri (sbjarnarins eftir- litskonunum, hverri fyrirsig, hverjar yrðu endurráðnar. Díana var ekki köll- uð inn til hans, því hún var búin að tilkynna að hún myndi hætta. Flestar eftirlitskonur BÚR voru endurráðnar en ekki þrjár eftirlitskonur úr (sbirninum. „Það voru duglegustu konurnar með lengsta starfsaldurinn - en þær voru ekki alltaf þægar," segir Díana. Að kvöldi 30. janúar hvíldi Díana lúin bein því hún ætlaði í vinnu daginn eftir. Þá kom maður hennar allt I einu inn með bréf til hennar sem hann hafði fundið í póstkassanum. Bréfið varfrá Granda hf. (þessu bréfi var verið að kynna Vinnumiðlun Granda hf. sem komið hefði verið á stofn í samráði við Starfsmannafélag Granda og Verka- mannafélagið Dagsbrún. Ráðgjafi: Jón Hákon Magnússon, sem var í forsvari fyrir Vinnumiðlun Hafskips hf. Vinnu- miðlunin er sögð hafa það hlutverk að finna vinnu við hæfi starfsmannsins, en hann er jafnframt beðinn að svipast sjálfur um eftir starfi og láta Vinnumiðl- unina vita ef það tekst. Ávarpsorð bréfsins er: „Kæri starfsmaður." Nú var Díönu Ragnarsdótturallri lok- ið. Þetta var endanlegt niðurbrot á sjálfsvirðingu hennar. Hún gat ekki túlk- að bréfið öðru vísi en að hennar væri ekki óskað framar í fyrirtækinu. Hún hefur því ekki mætt oftar að stimpil- klukku Granda hf. „Þetta bréf hafði þau áhrif á mig að ég lokaði mig inni í hálfan mánuð. Ég missti allt sjálfstraust. Ég var búin að venja mig af feimni, þorði að tala við alla, enda þurfti ég þess í starfi mínu. Nú fannst mér ég einskis virði. Ér er orðin hrædd við fólk. Ég væri sjálfsagt ekki enn farin út ef dóttir mín hefði ekki sótt mig og dregið mig með sér.“ Að vonum saknaði fólk þess er Dí- ana mætti ekki í vinnu daginn eftir, það var ekki henni líkt. Það fréttist því fljót- lega að hún hefði fengið bréfið og spurðust samstarfskonur hennar fyrir um ástæðuna. Gjaldkeri Granda hf. hringdi því í Díönu og sagði að það hefðu verið mistök að senda henni bréfið fyrst hún var ákveðin í að hætta. Hann baðst ekki afsökunar, bað hana bara að rífa bréfið. En þessi mistök kostuðu sálarheill einnar manneskju. Seinna var Díönu boðið að tala við framleiðslustjórann, en henni fannst hún ekkert hafa við hann að tala. Það var of seint að bæta fyrir ónærgætnina og flumbruskapinn. Henni finnst auðvit- að óþægilegt að hafa hætt svona snögglega, kvaddi ekki sinu sinni vinnufélagana sem hún hafði þolað með súrt og sætt í átta ár. Hún hefur ekki fengið uppsagnarfrestinn borgað- an, eins og hún ætti siðferðilega rétt á. Segist ekki vilja standa í því, þeir segi sjálfsagt að hún geti unnið það sem eftir er af honum. „Ég sttg ekki fæti þarna inn fyrir dyr oftar," segir hún. (sumar verður svo lagt á Díönu sam- kvæmt skattframtali og gerir hún ráð fyrir að þurfa að greiða 150 þúsund krónur í gjöld. Það væri fróðlegt að vita hvort sömu mennirnir og stóðu að breytingum á lífsviðurværi Díönu sjá ástæðu til að lækka þessi gjöld. Díana á ekki von á því. Hún hefur ekki orðið vör við að vinnuframlag hennar sé ein- hvers metið. Það er því hart líf framundan hjá þeim hjónum en Díana vonar að hún geti talið í sig kjark og lært að afgreiða í sjoppunni. Hún hefur ekki haft sig í það ennþá. „Ég skúra þarna og vil helst vera á lagernum. Ég hef reynt að hafa mig í að afgreiða, en mig brestur kjark þegar margt fólk bíður afgreiðslu. Þá verð ég hrædd og flý aftur inn á lager,“ segirhún. Síðustu fjögur ár hefur hún ekki gert annað en vinna og safna kröftum fyrir næsta dag. Þegar fyrirtækið sem henni fannst eign borgarbúa og hún gaf alla sína krafta er svo allt í einu lagt niður, tekur tíma að finna sér stað í tilverunni. Við skulum samt vona að Dfönu takist það, og óskum þeim hjónum góðs gengis í baráttu sinni fyrir lifibrauði. „Það er mjög mikilvægt að einhver sé ffyrir kon- unum og haldi í horffinu, svo ekki sé allt tekið úr höndunum á þeim.“ ÞJÓÐLÍF 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.