Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 33

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 33
bónus þessa daga. Þeir sögðu að við værum óvanar hinu og þessu, þess vegna fengjum við ekki bónus strax. En rt hvernig er hægt að segja svoleiðis við mann, þegar maður hefur unnið þetta verk í tólf ár? Bónuskerfið í ísbirninum hefur bara alltaf verið eins og þeim sýnist, þeir vinna það sjálfir." Eftir þessa reynslu hætti Ragnheiður og tók sér frí í tvo mánuði. Hún hélt þó áfram að reyna að vinna að bótum og mætti á fund hjá SKV 25. janúar, ásamt um 20 konum úr Granda. Fundurinn var boðaður með dreifibréfi í fyrirtækinu daginn áður. Þar voru tekin niður atriði sem konur úr báðum gömlu fyrirtækjun- um voru óánægðar með og kjörnar fimm konur tii að fara með þessi atriði í kröfuformi til stjórnar Framsóknar og leita stuðnings hjá félaginu til að ná þeim fram. Ein þessara kvenna var Ragnhildur. Ragna Bergmann tók svo að sér að ná fundi stjórnenda Granda \ hf. en þeir neituðu fyrst að tala við „óbreytta" starfsmenn. Ragna krafðist þess hins vegar að Ragnheiður fengi að vera fulltrúi hinna óánægðu og fékk hún að mæta á fundinn ásamt formanni og varaformanni Framsóknar og tveim a trúnaðarkonum. Á þessum fundi var n sagt að einhverjum hlutum yrði kippt í lag, svo sem útstimplun, en um hana r giltu aðrar reglur í (sbirninum en BÚR. Ragnheiður krafðist þess að launa- greiðslur yrðu miðaðar við meðalbónus I hverrar konu, eins og hann var í BÚR, ) og að þær fengju leiðréttingu allt frá 16. janúar. Lofað var að það yrði gert. „Þeir borguðu víst einhverja leiðrétt- ingu, en ég er hrædd um að ekki hafi ð verið kannað nákvæmlega eftir hverju ) var farið. Ég veit um eina sem fékk 600 krónur í leiðréttingu fyrir tvær vikur. En ég get því miður ekki um þetta sagt. Ég er hætt og fer aldrei inn í þetta hús. Mér r. finnst stundum að ég hafi svikið kon- urnar. Ef ég hefði verið kyrr hefði ég ;- kannski getað knúið eitthvað fram af því sem þurfti að leiðrétta. En ég get ekki látið fara svona lúalega með mig. Ef við hefðum staðið saman hefðum n við kannski getað komist í gegnum þetta með meiri reisn. Við hefðum get- að passað kjör okkar betur og aðlagast 3- vinnufyrirkomulaginu og jafnvel fengið þvíbreytt." ð Eftir fríið sem Ragnheiður tók, fór hún og talaði við Svavarframleiðslu- stjóra. Hún spurði hvort ekki ætti að fara að vinna í fljótunnar pakkningar í BÚR, hvort ekki vantaði fólk. Svavar sagði, að farið yrði hægt af stað og aðeins fólkið sem vann í saltfiskinum á Meistaravöllum yrði ráðið, en sú vinnsla hefur nú verið lögð niður. „Það i var ömurlegt að koma þarna inn, allt svo dautt," segir Ragnheiður þegar hún hugsar til gamla vinnustaðarins, þar sem hún vildi helst fá að vinna áfram n „Bónuskerfið er mjög óréttlátt, ég væri á móti því í dag ef ég mætti ráða. er Ég kaus það vístyfirmig 1978, þvíer nú verr. Það er allt öðru vísi en mér var sagt að það væri. Að mínu mati er verkalýðshreyfingin alls ekki nógu hörð. Síðustu samningar eru gott dæmi. Nú eiga allir að vera svo ánægðir út af lækkun á bílverði, en verkafólk hefur ekki efni á að eiga bíla þótt þeir lækki. Félagið okkar sá svo ekki ástæðu til að lofa okkur að koma á fund til að ræða þessa samninga. Fundurinn var haldinn í snarhasti strax á mánudag eftir að undirritun fór fram. Það vissi ekki nokkur kona af þessum fundi, þótt þær segist hafa auglýst hann í útvarpi." Eftir synjun um vinnu í gömlu BÚR fór Ragnheiður að vinna í Hraðfrysti- stöðinni í Reykjavík og hafði unnið þar i viku þegar ÞJÓÐLÍF ræddi við hana. „Ég var andvaka í heila viku eftir að þeir til- kynntu um flutninginn.“ Fjöldi annarra kvenna úr Bæjarútgerð- inni vinnur nú í Hraðfrystistöðinni, þar sem þær treysta sér ekki í einhæfnina í Granda hf. Margar fóru lika að vinna önnur störf og áttu þær flestar langan starfsaldur að baki i fiski. Grandi hf. hefur því þurft að auglýsa mikið eftir fólki í snyrtingu og pökkun. „Ég er auðvitað dauðþreytt eftir fyrstu vikuna, það er maður alltaf þegar maður hefur tekið sér pásu, því fisk- vinnan er þrældómur," segir Ragn- heiður. „Mér líkar mjög vel í Hraðfrysti- stöðinni. Ég fékk strax svipaðan bónus og í Bæjarútgerðinni. Það er allt mjög mannlegt þarna, þetta er eins og ein stór fjölskylda. Eftirlitskonurnar vinna ýmislegt milli þess sem þær skoða. Það hefur góð áhrif. Það er ekki setið tímunum saman í pásu og horft á hinar vinna. En þessar aðferðirstjórnenda Granda hf. hafa auðvitað breytt miklu í mínu lífi. Ég var ánægð með Bæjarút- gerðina og vildi vera þar. Það ertil dæmis mikið óöryggi fyrir konur á mín- um aldri að þurfa aftur að vinna sér inn rétt í veikindum. Eftir tólf ára starf í BÚR átti ég góðan rétt í veikindatilfellum. Ég missi þau réttindi öll og þarf að byrja að vinna allt upp aftur, fæ t.d. enga helgi- daga borgaða fyrr en eftir þrjá mánuði. Mér finnst það samt betra en að láta kúga mig. Ég hef aldrei getað látið ganga á mér," sagði Ragnheiður Jó- hannsdóttir að lokum. ÞJÓÐLÍF 33

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.