Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 42

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 42
sem fullt tillit er tekiö til þess að flestar mæður þurfa nú að vinna fyrir fjölskyldum sínum, m.a. með samfelldum skóladegi. Hugo Þór- isson sálfræðingur segir í grein sinni um skólamál, að kennarar þurfi einnig að taka tillit til þessara breytinga með breyttum kennslu- háttum og aðferðum - þeir þurfi í æ ríkari mæli að taka tillit til óupp- fylltra þarfa barnanna og haga samskiptum sínum við þau á þann veg, að barnið og þroski þess séu ávallt í brennidepli. „Af hverju þurfum við að læra þessa al- gebru?“ „Af því að hún kemur á prófi í vor!“ Á hverjum einasta degi heyrast ámóta setning- ar glymja í skólastofum um land allt og hver þekkir ekki þessi svör eða önnur þeim lík sem algengt var að kennarar gæfu hér áður fyrr? Langflestir nemendur létu sér segjast - enda var um „óvéfengjanleg" rök að ræða. Annað dæmi sem flestir kannast við eru sam- hengislausar setningar í stafsetningu. Þær voru innihaldslausar og höfðu það eina markmið að hrúga saman gildrum fyrir nemendur: „Það er langur gangur/fyrir hann svanga Manga/að bera þang í fangi/fram á langa tanga.“ Þetta er ekki hægt lengur Nemendur gera nú kröfu um að fást við verk- efni sem höfða til þeirra og hafa innihald. Því verða stafsetningarverkefnin að hafa einhverja þýðingu. Spyrja má hvers vegna þessar gömlu aðferðir duga ekki lengur. Hvað hefur gert þær úreltar? Hvaða breytingar hafa orðið og hvaða þýðingu hafa þær? Hvað geta kennarargert annað? Það er staðreynd að kennarinn hefur afgerandi áhrif á það hvernig börnum líður í skólanum; fjölmargar athuganir sem gerðar hafa verið í skólastofum staðfesta þetta. Það er kennarinn sem hefur mikið um það að segja hvort skólinn er staður sem barnið hlakkar til að dvelja á - eða hvort þar leynist kvíði. Einkennist skólastarfið af spennandi og örvandi verkefnum - eða hafa vanabundin vinnubrögð og skipulag drepið allt í dróma? Vekur umhverfið vellíðunartilfinningu hjá barninu - eða framkallar það andstöðu hjá því? Tekst kennaranum að veita barninu öryggistil- finningu í bekknum - eða skapa klíkumyndanir og samkeppni kvíða hjá því? Tekst kennaranum að vekja áhuga barnsins á viðfangsefninu - eða eru skyldurækni, hlýðni og hótaniraðalnáms- hvatinn? Þannig mætti lengi spyrja. Aðalatriðið í hnot- skurn er þetta: Skiptirþað kennarann máli hvern- ig barninu iíður þegar hann er að kenna ? Eiga heimilin ekki að sinna tilfinningalegum þörfum barnsins, héreftirsem hingað til? Skyssan sem flestir fullorðnir gera er að ganga út frá fullorðins- forsendum í sambandi við börn. Þetta eru atriði sem varða miklu þegartalað er um samskipti í skólastofunni. Því langar mig til að ræða nokkra þætti er varpað gætu Ijósi á þessi atriði þegar leitað er svara við spurningunum hér að ofan. Börn eins og tómar flöskur? Þegar fullorðnir ræða um börn - hvað þau geti og hvaða kröfur eigi að gera til þeirra - gera þeir oft tvær meginskyssur. / fyrsta lagi telja þeir að börnin séu smækkuð mynd af fullorðnum og að þau geti smátt og smátt það sem hinir fullorðnu geta. Þessu má líkja við það að börnin séu eins og tómarflöskur, sem fyllt er á smám saman þartil þær eru orðnar fullar. Þetta errangt. Börn eru á hverjum tíma fullþroska. Þau geta kannski ekki eins mikið og fullorðnir, né heldur gera þau hlutina eins vel, en það sem þau geta og gera er ein samofin heild. Skyssan sem fullorðnir gera birtist m.a. í því að gengið er út frá forsendum hinna fullorðnu við mat á orðum og athöfnum barna. Til dæmis má nefna móður sem heldur á ársgömlu barni sínu, sem vindur sér til á handlegg hennar. Að lokum slær barnið móður sína í andlitið. Móðirin lítur hneyksluð á barnið og segir: „Þú mátt ekki slá mömmu. Vilt þú að mamma slái þig?“ Móðirin leggur einhverja illgirni í verknað barnsins. Það eina sem barnið var e.t.v. að segja með því að slá móðurina var: „Ætlarðu ekki að fara að setja mig niður?" I öðru lagi hættir okkur til að miða kröfur okkar til barna í dag við það sem ætlast var til af okkur þegar við vorum börn. Það má að vísu fyrst spyrja hvort kröfurnar hér áðurfyrr hafi verið réttmætar, en það er a.m.k. augljóst að þær þjóðfélagslegu breytingar sem átt hafa sér stað og mikið er fjallað um í opinberri umræðu hafa haft sín áhrif. Þessar breytingar hafa skilað sér beint til barnanna og gert það að verkum að reynsla þeirra er allt önnur en næstu kynslóðar á undan. Mig langar til að draga fram nokkur atriði. Fjölskyldan Hér áður fyrr voru fjölskyldur almennt stærri en nú er. Oft voru þrjár kynslóðir á heimili og einnig voru oft fleiri í hverri kynslóð, m.a. fleiri börn. Nú er kjarnafjölskyldan tvær kynslóðir með sífellt færri úr hverri kynslóð. Börnum fer fækkandi og jafnframt er í vaxandi mæli aðeins annað foreldr- ið á heimilinu. Einnig má færa rök fyrir því að fjölskyldan hafi einangrast á sama tíma og hún hefur smækkað. Áður voru verkefni leyst innan fjölskyldunnar, en nú hafa allskyns stofnanir tekið við fjölmörgum hlutverkum stórfjölskyldunnar. Má þar nefna sjúkrahús, elliheimili, dagvistir, skóla og banka. Ópersónulegar stofnanir sem hafa margra ann- arra hagsmuna að gæta en hagsmuna einstakl- ingsins. Sá tími sem kjarnafjölskyldan á sameiginlegan hefur minnkað jafnframt því sem vinnuvikan hef- ur styst hjá fjölmörgum. Nú gera fjölbreytt og spennandi tilboð tilkall til þessa frítíma: fé- lagsmiðstöðvar, ýmiss konarfélagastarfsemi, lík- ams- og heilsurækt, vídeó og fleira. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir meiri frítíma dregur úr þeim tíma sem fer til samskipta innan fjölskyldunnar og hver um sig er uppteknari við „sitt“, annað hvort utan heimilis eða innan. 42 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.