Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 70

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 70
Það versta við þessar bækur er andleysið. Per- sónurnareru ekkertann- að en hlutverk og stöðluð eftirlíking af nokkrum tískuorðtækj- um unglinga. setur e.k. Islandsmet í skrykkdansi - og hann sem var að drepast úr feimni! Hann tekur ákvarðanir, ræður fram úr hverjum vanda, getur meira að segja sett upp hillur í kjallarageymslunni fyrir mömmu sína, þar þurfti ekki stórabróð- ur til. Svo þegar stóribróðir kemur fullur heim til hans, búinn að yfirgefa konu og barn, er það litlibróðir sem huggar hann og kemurfyrir hann vitinu. Og aldrei nein umhugsun, engin vandamál. Er hægt að hugsa sér meiri draum- órabókmenntir? Þetta er bara gamla sagan um Súpermann, sem þarf ekki einu sinni sfmklefa til að umbreytast. Draumadísin fjarlæga, sem virtist hrein ímyndun, hún er allt f einu komin upp f rúm til hans. En - þegar á reynir - verða þau auðvitað sammála um að gera það ekki. Hvers vegna? Til þess að bókin seljist betur, grunar mig, þótt þetta kunni að vera í samræmi við skoðanir höfundar. Hveijir velja jóla- gjafir handa unglingurh? Hve margir unglingar hefðu fengið þessa bók í jóla- gjöf ef söguhetjurnar í þeim væru ekki til fyrirmyndar að dómi fullorðinna? Andleysi í rauninni er þessi bók skrifuð fyrir fullorðna eins og Sextán ára í sambúð, þótt þær séu handa unglingum. Verður ekki að segja það sama um bókina Fiautan og vindurinn eftir Steinunni Jó- hannesdóttur? Ég á ekki fyrst og fremst við kynlífshömlurnar, sem allar bæk- urnar setja þó í öndvegi. Þær hömlur eru vissulega til meðal unglinga, kannski enn fremur en meðal annarra aldurshópa. Ætla má að bækurnar eigi að kenna strákum að bera virðingu fyrir vilja stelpna, að taka mark á því ef þær segja nei. En til þess þyrfti að fjalla meira um sálarlff. Þetta er alltof einföld afgreiðsla á átökum og árekstrum. Það versta við þessar bækur er and- leysið. Persónurnar eru ekkert annað en hlutverk og stöðluð eftirlíking af nokkrum tískuorðtækjum unglinga. Nær ekkert sést af draumum þeim, þrám og ótta, sem hver einasta mannvera á til, unglingar ekki síður en aðrir. Því finnast mér þessar bækur allar innilega falskar, þær sýna ekki unglinga heldur vald fullorðinna yfir þeim. Það er athyglisvert, að aukaper- sónur skuli vera best gerðar hjá And- rési. Það er eins og hann knýi skáldfák sinn til að lötra lestarganginn en skepnan sé of fjörmikil til að hún verði alveg hamin. Nú er bók Steinunnar Jóhannesdótt- ur samin sérstaklega fyrir unglinga með lestrarörðugleika og má þá vænt- anlega ekki gera miklar kröfur aðrar. Að minnsta kosti hlýtur að vera illmögu- legt að sémja listaverk úr takmörkuðum orðaforða. Sagan beinist einkum að því að sýna sanna mynd af lífi unglinga, og gerir það, en sú mynd er bara öll á yfirborðinu, almenn umfjöllun. And- stæður mætast, stúlka af menntuðu millistéttarheimili verður veðurteppt hjá strák úr lágstétt. Það er helst þegar strákurinn hlustar á stelpuna leika á flautu, og að nokkru leyti þegar hann reynir við hana, að sagan öðlast ein- hverja dýpt. Það fer vel á því að listin og kynhvötin skuli opna innsýn í nýjan heim í skarpri andstöðu við hversdags- lega lágkúruna sem ella yfirgnæfir. En það nær ekki langt, - enda er sagan nánast takmörkuð við eina samveru- stund tveggja persóna í tómu umhverfi. Lifandi persóna Takmarkanir þessara sagna sjást best ef þær eru bornar saman við bók eins og Voriðþegar mestgekk á eftir Gunnel Beckman. Sú saga segirfrá unglingsstúlku í Svíþjóð og hefst á mikl- um umskiptum í lífi hennar. Hún er að byrja í nýjum skóla, foreldrar hennar eru að skilja, hún er þá búin að missa bæði móður og litlu systur frá sér og líka búin að missa allt samband við strákinn sem hún var með. Ástæðan er sú að hún hélt að hún væri ófrísk eftir hann og varð hrædd við alla þá ábyrgð sem við blasti. Besta vinkonan hefur fjarlægst líka og hún situr ein eftir með niðurbeygðum föður sínum. En þá fær hún þá frábæru hugmynd að sækja ömmu sína út af elliheimilinu, og sú gamla gengur henni í móðurstað. Þetta er endurbætt móðir, aldrei þreytt eða önug enda hefur hún ekki annað að gera en sinna stúlkunni, og rexar aldrei í henni. Raunar er amman alveg ótrú- lega nútímaleg í skoðunum, en skapar jafnframt sögulega dýpt í aðalviðfangs- efni sögunnar: aðstæður kvenna, því hún lýsir æsku sinni og móður sinnar. Ótrúlega nútímaleg segi ég, því amman er ekki sannfærandi persóna heldur augljóslega málpípa höfundar. Lifandi persónur eru ekki í þessari sögu nema ein, sú sem mestu máli skiptir: aðalpersónan. Og að nokkru leyti pilturinn hennar, hann Marteinn. En aðalpersónuna skynjum við raun- verulega sem slíka - lifandi, hugsandi, í vafa og vanda. Þetta er einkum vegna þess hve vel við kynnumst henni við ýmsar aðstæður. Það er fyrrgreindur skilnaður foreldranna, ótti um að amma hennar sé að deyja, kvíði hennar og þrá í ástarsambandinu við Martein. Og ólíkt aðalpersónum fyrrgreindra sagna hugsar hún um aðstæðursínar, reynir að átta sig á þeim frá eigin sjónarmiði. Þetta fléttast saman við myndrænar umhverfislýsingar, sagan gerist ekki á afstrakt hugmyndasviði. Athugið t.d. lit- ina íþessu (bls. 60): Geislandi vorvetrardagur hentist áfram fyrir utan gluggann. 70 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.