Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 76

Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 76
ins fór af stað og hrópað var Kommún- istar, kommúnistar! Morgunblaðinu var beitt, en það brást við eins og feimin stúlka. Sennilega hefur blaðið fengið ákúrur vegna afskipta flokksins af kosningunni, því eftir kosninguna birtist leiðari í blaðinu þar sem sagði m .a.: Um nokkurt árabil hefur verið um það þegjandi samkomulag meðal ráða- manna í verkalýðshreyfingunni, að ekki sé efnt til kosninga um stjórnir ein- stakra verkalýðsfélaga. Þegaralþýðu- bandalagsmenn sjá sér færi rjúfa þeir þó þetta samkomulag, eins og dæmin sanna, nú síðast í Iðju. Hlýturþað að vera umhugsunarefni fyrir lýðræðis- sinna, hvort þeir eigi að una þessum starfsháttum. Við þennan lestur vakna margar spurningar. Hvenær vartil að mynda ofannefnt samkomulag gert meðal ráð- amanna í verkalýðshreyfingunni? Var slíkt samkomulag gert - þótt þegjandi væri? Og hróplegast af öllu: hvenær urðu kosningar í verkalýðsfélögum andlýðræðislegar?! Aðdragandi löjukosninganna [ þeim samtölum sem ÞJÓÐLÍF átti við fólagsmenn í Iðju kom skýrt fram, að óánægja hefði ríkt með formennsku Bjarna Jakobssonar um langa hríð. Hann þótti fyrst og fremst duglítill for- maður, þótt sumir haldi einnig fram að hans pólitísku skoðanir hafi hamlað starfi hans í formannssætinu. Á Alþýðu- sambandsþingi 1984 urðu nokkrar um- ræður í hópi Iðjufulltrúa á þinginu um forystumálin í félaginu og stöðu þess. I Ijós kom, að allstór hópur fulltrúanna var mjög ósáttur með störf Bjarna og munu þessar umræður hafa orðið kveikjan að því, að hópur virkra félags- manna í Iðju fór að huga að því í alvöru að losna við Bjarna úr formannssætinu. Höfuðástæðan mun hafa verið meint dugleysi formannsins og lélegur starfsstíll. Á þessum tíma var síðan leitað tilGuðmundar Þ Jónssonar, varaformanns í félaginu, en hann taldi réttast að gefa Bjarna tækifæri til að hætta mpð reisn. Á þetta var fallist. Þá var einnig ákveðið að ræða við ýmsa áhrifamenn innan verkalýðshreyfing- arinnar og biðja þá að reyna að beita áhrifum sínum við að telja Bjarna inn á þennan kost. Um áramótin 1984-85 er Bjarna gerð grein fyrir stöðu mála og því, að hann njóti ekki lengur stuðnings stórs hóps trúnaðarmanna og annarra virkra fé- laga í Iðju til áframhaldandi formennsku í félaginu. Jafnframt er honum tjáð, að ekki verði farið út í mótframboð gegn honum í þetta sinn, gegn því að hann noti tækifærið á kjörtímabilinu til að ganga frá sínum málum og hafi sjálfur frumkvæði að því að hætta. Bjarni bregst í fyrstu hinn versti við og lætur Hildur Kjartansdóttir varaformaöur Iðju. ákveðið í veðri vaka, að komi til átaka innan félagsins, eigi hann traustan hóp voldugra bandamanna utan þess sem hann muni beita fyrir sig. Nefndi hann sérstaklega í þessu sambandi Heimdall og Samband ungra Sjálfstæðismanna. Bjarni gaf engin loforð eða yfirlýsingar á þeim tíma né heldur síðar á árinu fyrr en eftir tveggja mánaða veikindafrí síð- astliðið sumar að hann sagðist myndu fara úr formannssætinu um áramótin 1985-86. Stjórnarfundur var haldinn í Iðju þann 12. desember 1985 þar sem kosin var uppstillingarnefnd. Bjarni gerði tillögu um þá Ragnar Breiðfjörð, Kristján Sig- urðsson og Árna Árnason. Fram kom einnig tillaga um Hannes Ólafsson. Vildi þá Bjarni stækka nefndina, en á það var ekki fallist. Var því kosið um uppstillinganefndina á fundinum og hlutu kosningu þeir Kristján Sigurðs- son, Árni Árnason og Hannes Ólafs- son. Þá strax varð Ijóst að hverju stefndi, því Árni og Hannes voru fylgjandi því að Bjarni færi frá. Stjórnarmenn og trúnaðarmenn sem óánægðir voru með Bjarna hófu strax að kanna „jarðveginn". Kom þá í Ijós, að flestir voru á því að skipta þyrfti um formann, en ekki varfullkomin eining um aðferðir. Sumir álitu að illa væri farið með Bjarna með því að sparka honum með mótframboði, en aðrir, og þeir voru fleiri, vildu fara í hart. Stór hópur trúnaðarmannaráðsins var til að mynda á síðarnefndu skoðuninni. Það varð því úr að ákveðið var að bjóða Guðmund Þ. Jónsson fram sem for- marin félagsins. Uppstillingarnefnd kynnti tillögur sínar að lista til stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir stjórn og trúnaðar- mannaráð Iðju í janúar og var hann samþykktur með öllum greiddum at- kvæðum. Bjarni Jakobsson, Ragnar Breiðfjörð og Kristján Sigurðsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Samkvæmt tillögu uppstillinganefndar var gerð til- laga um Guðmund Þ Jónsson í sæti formanns í stað Bjarna Jakobssonar og Hildi Kjartansdóttur í sæti varafor- manns, en að öðru leyti var gerð tillaga um óbreytta stjórn. Þá var gerð tillaga um nýja menn í varastjórn í stað Krist- jáns Sigurðssonar og Ragnars Breið- fjörð. Hins vegar var gert ráð fyrir veru- legri uppstokkun í trúnaðarmannaráði, sem einkum fólst í því að ná saman virkasta kjarna trúnaðarmanna í fé- laginu. Kosningabaráttan Bjarni Jakobsson hóf upp úr þessu að heimsækja vinnustaði ásamt Ragn- ari Breiðfjörð, en Ragnarersjálfstæðis- maður - tók m.a. þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Þeirfélagarsinntu ekki öðrum störfum í einn og hálfan mánuð, eða fram yfir kosningarnar. Bjarni hvarf al- farið af skrifstofu Iðju og Ragnarfékk leyfi frá vinnu á sínum vinnustað. Meðal Iðjufélaga vöknuðu ýmsar get- gátur um hvaðan Ragnar þægi laun meðan á þessu stóð, barnmargur mað- urinn að byggja einbýlishús. Um Ragn- ar er það annars að segja, að hann fór ekki leynt með þá skoðun sína, að hann væri hinn verðandi arftaki Bjarna í formannssæti Iðju, næðu þeir kosn- ingu. Boðskapur Bjarna til félagsmanna Iðju var sá, að nú ætti að sparka veikum manni en einnig væri þetta gert af lágkúrulegum pólitískum hvötum. Bjarni bað fólk um að skrifa undir yfir- lýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við lista er hann ætlaði að bjóða fram. Að sögn varð honum allvel ágengt og urðu stjórnarmenn Iðju að vonum óró- legir vegna þessara frétta. En síðar kom á daginn að þessi ótti var ástæðu- laus; líkleg skýring á því hvers vegna svo margir fengust til að skrifa undir er sú, að fólk er tilbúið til að skrifa uppá nánast hvað sem er fyrir einhvern sem það þekkir. Því má svo bæta við að enginn hafði séð lista Bjarna og margir hafa eflaust skrifað undir fyrst og fremst í greiðaskyni við mann sem ekki var líklegur til að bjóða fram hvort sem væri. Bjarni fór allvíða um bæinn. Athygli vakti þó, að hann forðaðist saumastof- urnareins og heitan eldinn. Bjarni var óvinsæll meðal saumakvenna, einkum vegna meintrar slælegrar framgöngu hans í bónusmálum, en þau höfðu til skamms tíma öll verið á hans hendi. Þótti hann hafa staðið sig heldur illa í þeim málum. Konur eru mjög fjöl- mennar í Iðju, eða um 58 prósent fé- lagsmanna, og margir af stærstu vinnu- 76 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.