Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 81

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 81
RICHARD Afhending Óskarsverblauna þykir dvallt tíðindum sceta og hlaðamenn keppast við að segjafrd hdtíðahöldunum vegna þeirra ogþeim filmstjörnum og leikstjórum, sem verðlaunin hljóta hverju sinni. Viðkom- andi stjörnur og leikstjórar eru í sviðsljós- inu meðan d afhendingunni stendur og hljóta frægð ogframa — skyldi maður ætla. En oft erþað svo, að þœr stjörnur sem hljóta verðlaunin d hverjum tíma eru fljótar að falla í gleymskunnar dá, meðan þœrsem EKKIhlutu verðlaunin halda dfram að njóta vinsælda meðal kvik- myndahúsagesta. Hér segir frd leik- stjórum og stjörnum, sem aldrei hlutu Oskarsverðlaun, en kvikmyndahússgestir munu samt seint gleyma. BURTON Ein eiginkvenna þessa látna velska leikara hlaut tvisvar sinnum Óskarsverðlaun, en hann aldrei. Hann þótti eitt sinn líklegur arf- taki Laurence Oliviers, bæði í klassísk- um hlutverkum á sviði og á hvíta tjald- inu. Hann var sex sinnum útnefndur til Óskarsverðlauna og hafa aðeins þrír menn hlotið útnefningu oftar: Olivier, Marlon Brando og SpencerTracy. Leikur hans í þessum sex kvikmyndum þykir nú enn áhrifameiri en leikur þeirra, sem hirtu verðlaunin sex á sín- um tíma. Árið 1951 var Richard út- nefndurfyrir leik í kvikmyndinni The Robe, en þá vann William Holden fyrir leik sinn í Stalag 17.1964 var Burton útnefndur fyrir leik í myndinni Becket (Rex Harrison hlaut verðlaunin fyrir leik í My Fair Lady), 1965 fyrir The Spy Who Came in from the Cold (Lee Mar- vin vann fyrir Cat Ballou), 1966 var Burton útnefndur besti leikarinn fyrir Who’s Afraidof Wirginina Woolf (Paul Scofield vann tynrA Man forAIISea- sons), 1969 fyrir leik í Anne ofa Thous- and Days (John Wayne hlaut verð- launin fyrir True Grit) og loks var Burton útnefndur 1977 fyrir leik sinn í myndinni Equus (þá vann Richard Dreyfuss fyrir The Goodbye Girf). Richard Burton var ávallt mjög um- deildur í blöðum og tímaritum, en blaðamenn fylgdust grannt með honum og Elizabeth Taylor meðan þau voru gift en ekki síður eftir skilnaði þeirra. Minnisstæður er leikur hans í myndun- um Look Back in Angerlrá 1958, Beck- et, er áður var nefnd, og i Who'sAfraid of Wirginia Woolf, sem einnig var nefnd hér að ofan. Þar leika þau hjónin fyrr- verandi, Burton og Elizabeth Taylor af mikilli innlifun. Elizabeth Taylor hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn þar, en þykir ekki sýna meiri tilþrif en Burton ÞJÓÐLlF 81

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.