Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 84

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 84
sibasia onw Eftir Guðmund Ólafsson Ofvitasósíalismi og Kristindómurinn hefursett mark sitt á alla vora hugs- un og menningu. Er þar skemmst að minnast nýafstað- innar páskahátíðar, en þá kom upp svipuð staða og um jólin, að mörg fátæk barnafjölskyldan átti allt sitt undir miskunn krítarkort- anna og gat fagnað upprisunni með páskaeggjum númer þrjú eða jafnvel fjögur vegna þeirrar líknsömu ráðstöfunar almættis- ins að láta páskana bera upp á daga eftir þann nítjánda. Upprisuhátíðin kom í kjölfarið á allsnarpri umræðu um fátækt á íslandi í framhaldi af ráðstefnu félagsmálastjóra, ásamt afburða Kastljóssþætti um þau mál. Sjónvarpsþáttur þessi var um margt merkilegur, einkum fyrir þá hófstillingu og alvöru sem einkenndi hann, sem var bless- unarlegt frávik frá hanaati ó- frjórra stjórnmálahræsnara. Þar var ekki verið að benda á vanda- mál til þess eins að horft væri á fingurinn, eins og annars er altítt í þáttum þessum. Einnig var merkilegt við þennan þátt að boðið var til umræðunnar einum af vígðum þjónum kirkjunnar í landinu. Sá ágæti klerkur hafði einurð í sér til að benda á, að fátæktarstefnan sem nú er fram- kvæmd af stjórnvöldum er ekki samboðin hugmyndum kristn- innar um gildi mannsins. Að fá- tæktin stangist á við þá milliliða- lausu kröfu um félagslegt rétt- læti, sem byggir á því að allir menn séu jafnir frammi fyrir al- mættinu, og þar sé enginn jafn- ari en annar. Menn og millistykki Hinn milliliðalausi skilningur trúarinnar á mannlegri reisn er í andstöðu við þau tvö meginsjón- armið, sem tekist hafa á í ís- lenskum stjórnmálum um nokk- urra áratuga skeið. Annað þeirra mætti kenna við ofvitasósíalisma. Hann lítur svo á að almenningur sé svo firrtur og vitlaus, að hann geti ekki öðl- ast lífshamingju og sæmileg kjör nema fyrir meðalgöngu fram- varðarsveitar pólitískra ofvita, sem raða sér í forystu Flokks og verkalýðshreyfingar - manna sem nú kalla það kjarabætur fyrir láglaunafólk að SAAB-inn lækkar úr 1200 þúsundum í 800 þúsund! Hitt viðhorfið mætti nefna for- stjóratilbeiðslu. Þar er um að ræða trúna á litla sæta fyrirtæk- ið, en einnig þetta viðhorf álítur almenning svo heimskan að ekkert vit sé í að láta hann vas- ast í eigin örlögum. Honum sé fyrir bestu að lúta forsjá hinna frjálsu fyrirtækja, eða vitring- anna sem þeim stjórna. Almenn- ingi sé best að fela örlög sín í hendur djúpviturra forstjóra á borð við Hafskips-liðið, sællar minningar. I báðum þessum viðhorfum felst, að okkur hinum sé nauð- syn að treysta á aðra menn, sem einhvers konar millistykki milli okkarog lífshamingjunnar; að þeir muni leiða okkur inn í sælu- ríkið ef við höldum kjafti, hlýðum og erum góð. Þjódarsdtt um þrælahald Um þriggja ára skeið hafa þeir sem eru hvað andsnúnastir af- skiptum ríkisvaldsins af atvinnu- lífinu tekið ellefu til 16 milljarða króna úr launaumslögum vinn- andi manna á ári og flutt til launagreiðenda. Þetta hafa þeir gert vegna þess að þeir urðu fyrir sjö til tíu milljarða króna skelli 1983, og skiptir þá engu máli að ástand fyrirtækjanna stórbatnaði á árunum 1984 og 1985 og hafa þau sjaldan staðið betur en á þessu ári. Og auðvit- að var ríkisvaldinu beitt til þess að koma á þessari 30 til 40 pró- senta kjaraskerðingu (það skal tekið fram að tölur í þessu sam- bandi eru ekki nákvæmar, enda hefur Þjóðhagsstofnun í önnur horn að líta en reikna út svona leiðinlegar tölur - en hlutföllin eru nærri lagi). Nú gerðist það í síðustu kjara- samningum að hálaunamaður á skrifstofu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fékk þá hugmynd að lækka tolla á vörum, sem voru hvort eð var hættar að selj- ast - og reikna það síðan sem kjarabætur. Ríkisstjórnin tók þessum tillögum fegins hendi, enda líkur á að söluaukning færi ríkinu tollaafsláttinn til baka og kannski vel það. Hundakúnstiraf þessu tagi hafa hingað til verið nefndar vísitölufalsanir. Ofvitinn á Dagsbrún verður nú svo hrifinn af sjónhverfingum sínum að hann ákveður að beita sér fyrir því að festa fátæktar- stefnu síðustu þriggja ára í sessi og gera hana að viðvarandi ástandi. Vill hann í því sambandi sameina í eina sæng sérhyggju- menn forstjóratilbeiðslunnar og samsafn ofvita úr A-flokkunum. Hann er sjálfsagt farinn að orna sér við tilhugsunina um þennan nýja pólitíska veruleika, eins og hann nefnir þessa nýsköpunar- viðreisn sína, og sér væntanlega fyrir að til hans muni leitað þegar mikið liggurvið, t.d. í Seðlabank- anum, þegar þetta öfluga milli- stykki milli almennings og lífs- hamingjunnar hefur öðlast nán- ast alræðisvald. Hinn Idgværi kristindómur Dagsbrúnarmaður á venju- legum Dagsbrúnartaxta kallaði þessa draumsýn mannsins á kontórnum „þjóðarsátt um þrælahald" og annar Dagsbrún- armaður, einnig á venjulegum taxta, spurði „hvort nú ætti að neyða mann til að ganga í Fram- sóknarflokkinn?“. Undirtektir erf- iðismanna bendatil þess, að áhugamál af þessu tagi munu eiga örðugt uppdráttar, en svo fer oft um hugarfóstur gáfu- manna sem virðast eiga erfitt með að ná sambandi við venju- legt fólk. Orð prestsins, sem áður var á minnst, voru einnig merkileg í öðrum skilningi. Varla er hægt að segja, að rödd kirkjunnar hafi hljómað svo mark sé á takandi ( þjóðmálaumræðu hin síðari ár, ef undan er skilinn séra Gunnar á Reynivöllum. Líklega verður að fara aftur til þess tíma er Morgunblaðið kallaði Sigurbjörn Einarsson biskup „hinn smurða Moskvuagent" til þess að finna dæmi um slíkt. En vitaskuld er ekki vandi að finna klerka sem vinna að hinum mikilvægustu málum af heilum hug. Það sem vekur hins vegar undrun er hið félagslega af- skiptaleysi og þögn, sem kirkjan sýnir þegar andkristileg stjórnvöld ráðast að launafólki, þannig að mest bitnar á vorum minnstu bræðrum og systrum - hinum beygðu og brotnu. Maður hefði haldið að Lúterönum rynni blóðið til skyldunnar með heil- agan Martein sértil fyrirmyndar. í Póllandi hefur kirkjan verið betri en enginn í baráttunni við það millistykki, sem Kommún- istaflokkurinn þar í landi er milli alþýðunnarog einföldustu mannréttinda. I rómönsku Amer- íku leiða kirkjunnar menn öfluga mótspyrnu gegn fasískum her- foringjastjórnum, sem tekið hafa söguna í sínar hendur til þess að forða almenningi frá sjálfum sér. Hér á landi virðist kirkjan sætta sig við afar lítilmótlegt hlutverk í þjóðlífinu. Samt er það nú svo, að trú er hugmynd um það, að eitthvað skipti máli í lífinu. Nú kann að fara sá tími í hönd að okkur sé mikilvægt að sækja styrk til þeirra sem kenna að hver ein- stök mannvera sé mikilvæg - en ekki meðaltalsfyrirbæri í reiknivél einhvers forsjár-ofvit- ans. Erfðaprinsar fortíðarinnar Við sem höfum tekið þátt í starfsemi Málfundafélags félags- hyggjufólks undanfarin tvö ár 84 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.