Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 86

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 86
HEDAN OG ÞADAN Kraftajötunninn Schwarzenegger Hann fæddist áriö 1947 í litlu þorpi nálægt Graz í Austurríki. Faðir hans var lögreglustjórinn í þorpinu og móöir hans átti rætur að rekja til rússneskra bænda. Arnold Schwarzenegger byrjaði að lyfta lóðum fimmtán ára gamall og er nú margfald- ur milljónamæringur - út á vöðvana. Þegar Arnold var nítján ára gamall hafði hann náð svo langt í vaxtarrækt- inni að hann var kjörinn Mesti kroppur Evrópu. Árið 1970 var hann kjörinn Hr. Heimurog síðan hefur hann fjórum sinnum hlotið titilinn Hr. Alheimurog sjö sinnum titilinn Hr. Ólympía. Þessi mikli frami á sviði vaxtarræktarinnar gerði honum síðan kleift að hasla sér völl á öðrum sviðum: hann hefur skrifað þrjár bækur sem selst hafa eins og heitar lummur, hann hefur verið íþrótta- ráðunautur tveggja stærstu sjónvarps- stöðvanna í Bandaríkjunum og hann hefur sett á laggirnar alþjóðlegt fyrir- tæki á sviði myndbanda og hljóm- platna. Hann er nú margfaldur milljóna- mæringur í Bandaríkjunum. Arnold Schwarzenegger hefur und- anfarið vakið á sér athygli fyrir kvik- myndaleik. Hann hefur leikið í myndun- um StayHungry þarsem hann hlaut verðlaun sem besti nýi leikarinn, hann lék í myndinni Conan the Barbarian sem hlaut mjög góða aðsókn og sömu- leiðis í myndinni The Terminator. Síð- astliðið haust kom svo á markað vestra kvikmyndin Commando sem öðlaðist þegar í stað meiri vinsældir en Rambó. Og nú nýlega mægðist kappinn við sjálfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkja- manna er hann gekk að eiga Maríu Shriver Kennedy. Arnold Schwarzenegger. Um hann sagði grínisti í Bandarikjunum eitt sinn: ,,Hann klæðist færri fötum en Bo Derek, hefurmeirivöðva en Wonder Woman og Dolly Parton gæti hæglega fengið minnimáttarkennd i návist hans!“ 86 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.