Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 18
Ótakmarkað fyrir alla fjölskylduna með RED Family Með RED Family fá allir í fjölskyldunni ótakmörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi. Allir samnýta gagnamagnið og fjölskyldan fær einn símreikning. Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is Vodafone Góð samskipti bæta lífið H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA annan fótinn á Íslandi síðustu ár. Hún hefur unnið með fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að hafa átt farsælt sam- starf við Íslenska dansflokkinn og listamenn á borð við Björk, Gabríelu Friðriksdóttur, Jóhann Jóhannsson og Ben Frost. Valdi hefur unnið við allt milli himins og jarðar, en þó aðallega verka- mannavinnu og músík en er einn af þessum mönnum sem kann allt, eins og Erna segir. „Ég hef unnið við löndun, en ég hef líka farið á frystitogara og humar í Vestmannaeyjum og svo hef ég járnabundið, en ætli það að brjóta þorskhausa með höndunum hafi ekki verið svona skrítnasta vinn- an hingað til, eða þangað til ég fór í dansinn,“ segir Valdi. Saman mynda þau danshópinn Shalala og saman ferðast þau um heiminn með sköpunarverkin sín, dansinn og börnin. Dansarinn og dauðarokkarinn Við komum okkur vel fyrir í nota- legri stofunni eftir að hafa grand- skoðað kjallaraíbúðina sem þau keyptu nýlega og er þeirra fyrsta heimili á Íslandi. Erna er glöð yfir að vera komin í hverfið sem amma hennar og afi áttu heima í þegar hún var lítil og hugsar með nostalgíu til leiksvæðisins í bak- görðunum, sem börnin hennar munu nú njóta. Valdi ólst aftur á móti upp á Ísafirði og tengir því ekki við hverfið þó hann sé bara hæstánægður með það. Áður en formlegt spjall hefst kemur svo Erna Úlfi, tveggja ára syni þeirra, fyrir framan við barnatímann og Valdi klárar að gefa Urði barna- matinn sinn og skiptir svo um bleiu svo allir geti verið rólegir, foreldrar og börn. Við veltum því fyrir okkur hvort við eigum að byrja á því að ræða verkin þeirra, sem eru blanda of dansi, tónleikum og leikhúsi og margir eiga erfitt með að skilgreina, eða frumsýninguna á verkinu „Skratt- inn úr sauðaleggnum“ í Kass- anum í næstu viku, sem er fyrsta danssýning Valda án Ernu. „Já, ég er svo hrædd um að honum verði bara stolið,“ segir Erna og hlær. „Nei, nei, er ekki bara best að byrja á byrjuninni?“ Jú, auðvi- tað er best að byrja á byrjuninni. Þegar dansarinn og dauðarokkar- inn urðu ástfangin. Fyrsti kossinn „Við hittumst þarna þrisvar á einum mánuði árið 2005 áður en við byrjuðum svo saman. Ég kom til Íslands til að taka þátt í verk- efni með Björk og Gabríelu sem var í senn tónlistarmyndband og videoverk og þar var Valdi að smíða sviðsmyndina. Í sömu viku var ég með sýningu í gamla Klink og Bank með fjöllistahópnum PONY frá Brussel. Þetta var rosalega skemmtilegt kvöld þar sem Trabant spilaði líka og þarna var Valdi mættur. Hann hafði víst séð mig á vappi þarna í bygg- ingunni og fannst ég eitthvað sæt og síðan sá hann mig öskra úr mér lungun á tónleikaperform- ansinum og fannst ég þá ennþá sætari. En bæði voru þau í öðrum samböndum svo ekkert gerðist. „Á sama tíma var ég að gera nýtt verk með Jóhanni Jóhannssyni tónlistarmanni og Jói fékk Valda inn í verkið sem gítarleikara. Þá hittumst við bara á einni æfingu í Reykjavík en svo hittumst við næst í Marseille í Frakklandi Dansararnir og dauðarokk- ararnir Erna og Valdimar eru danspar með meiru sem ferðast um heiminn með sköpunarverkin sín. Valdimar frumsýnir nú í fyrsta sinn dansverk án Ernu, í Kassanum í næstu viku. „Skrattinn úr sauða- leggnum“ er samstarfs- verkefni hans, Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Sigríðar Soffíu Níels- dóttur, sem er einnig meðlimur Shalala. Allir textar í verkinu eru frum- samdir að undanskildu broti úr Hávamálum og Höfuðlausn Egils Skalla- grímssonar. Úr sýningunni „We saw monsters“(Við sáum skrímsli) á Listahátíð í Reykjavík 2011 Erna og Valdimar eru listrænir stjórnendur „Shalala“ sem hefur tekið þátt í Listahátíðum á Ís- landi og erlendis auk þess að sjá um Reykjavík Dancefestival sumarið 2013. Meðal verka þeirra eru „Black Yoga Screaming Chamber“, „We saw Monsters“, „To the Bone“, „Lazyblood“ og „The tickling Death Maschine”. Áður en þau hófu samstarf hafði Erna starfað sjálfstætt sem dansari til fjölda ára og átt farsælt samstarf við heimsþekkta danshöfunda auk þess að vera meðlimur í danhópnum „EKKA“ og fjöl- listahópnum „PONY“ og semja tvö viðförul verk með Jóhanni Jóhannssyni tónskáldi. 18 viðtal Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.