Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 40
40 páskamatur Helgin 17.-21. apríl 2014 K Y N N I N G 120 g smjör 400 g sykur 4 egg 2 tsk vanilludropar 80 g dökkt kakó 120 g hveiti ½ tsk salt ½ tsk lyftiduft 2 msk Tabasco sósa 200 g Ültje salthnetur og meira til skrauts Aðferð Bræðið smjörið í potti, blandið sykri, eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel. Blandið hveiti, kakói, salti og lyftidufti saman í skál og bland- ið saman við með sleif. Setjið því næst 2 msk Tabascosósu og 200 g saxaðar salthnetur saman við og hrærið vel. Setjið bökunar- pappír í meðalstórt bökunarmót og bakið við 180 gráðu hita í 25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur nokkuð hreinn upp úr miðju kökunnar. Mikilvægt er þó að baka kökuna ekki of mikið því hún á að vera örlítið blaut í sér. Súkkulaði- glaSSúr 200 g súkkulaði 2 msk síróp 2 msk rjómi 1 tsk vanilludropar Aðferð Setjið súkkulaði, síróp, rjóma og vanilludropa saman í pott yfir með- alháan hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hellið súkkulaðiglass- úrinu yfir kökuna og skreytið með söxuðum salthnetum. Marengskakan er alger bomba Thelma Þorbergsdóttir hef- ur síðustu tvö árin haldið úti bloggsíðunni Freistingar Thelmu þar sem finna má girnilegar kökuuppskriftir og sitthvað fleira matar- kyns. Thelma leggur hér til nokkrar nokkrar gómsætar uppskriftir sem tilvalið er að prófa í veislunum um páskana. É g hef alltaf verið að baka en það hefur auk-ist eftir að ég eignaðist krakkana mína og fór að halda barnaafmæli. Það þarf að vera metnaður í þessu!“ segir Thelma Þorbergsdóttir. Hún bloggar um kökubakstur og mat á freistingarthelmu.blogspot. com og hefur gert í bráðum tvö ár. Færðu mikil viðbrögð við skrifum þínum? „Já. Það er ótrúlega fyndið hversu mikil breyting hefur orðið á. Fólk hefur svo mikinn áhuga á matarbloggum, að finna matseðla og prófa eitthvað nýtt.“ Thelma bloggar bæði um mat og kökugerð en segist þó aðallega „vera í sætindunum“, eins og hún orðar það. Auk skrifanna hefur hún haldið námskeið í bollaköku- gerð og köku skreytingum. „Ég hef til dæmis fengið gæsahópa til mín. Ég hef mjög gaman af nám- 25-30 stk. 150 g smjör 330 g hveiti ½ tsk maldon salt 2 tsk lyftiduft 200 g sykur 200 g dökkur púðursykur 4 egg við stofuhita 2 tsk vanilludropar 3,5 ml mjólk Aðferð Bræðið smjörið í potti við meðalháan hita þar til smjörið hefur bráðnað alveg, hækkið hitann örlítið og hrærið þar til smjörið verður dökkbrúnt að lit. látið smjörið kólna. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, sykri og púðursykri saman við og hrærið saman. Setjið því næst eggin, mjólkina og vanilludropana í skál og hrærið vel, bætið smjörinu saman og hellið blöndunni varlega saman við hveitiblönd- una. Hrærið vel þar til deigið er orðið slétt og fínt. raðið bollaköku- formum í bökunarform og sprautið deiginu í þau. Passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða rúmlega 2 msk í hvert form. Bakið við 180 gráðu hita í 15-18 mínútur eða þar til tann- stöngull kemur hreinn upp úr miðju kök- unnar. kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á þær. DrauMkennT DuMle kara- MellukreM 150 g Dumle kara- mellur 4 msk rjómi 2 msk síróp 250 g smjör við stofuhita 500 g f lórsykur 2 msk vanilludropar Aðferð Setjið Dumle karamell- urnar í pott ásamt rjóm- anum og sírópinu og bræðið yfir meðalháum hita. Hrærið stanslaust þar til karamellurnar hafa náð að bráðna alveg og kælið. Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt, bætið flórsykrinum saman við smá og smá í einu og hrærið vel á milli. Setjið vanilludropa saman við ásamt mjólkinni og hrærið vel. Blandið því næst bræddu karamell- unni saman við kremið og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið kremið í sprautupoka með sprautustút að eigin vali, (ég nota 1M frá wilton) og sprautið kreminu á hverja köku fyrir sig. Setjið kökurnar inn í ísskáp á meðan þið undirbúið Dumle karamellugljáann. DuMle kara- Mellugljái 90 g Dumle karamellur 4 msk rjómi 2 msk síróp Aðferð Setjið allt saman í pott og bræðið saman yfir meðalháum hita, hrærið stanslaust þar til karamellurnar hafa náð að bráðna alveg. kælið karamellugljáann þar til hann hefur náð stofuhita. Setjið 1 msk á hverja köku. gott er að geyma kökurnar í kæli og taka þær út rúmlega 20 mínútum áður en þær eru bornar fram. MarengS 6 egg 350 g sykur 200 g Ültje salthnetur Aðferð Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður stíf og stendur. Blandið salthnetum saman við og hrærið varlega með sleif þar til þær hafa blandast vel saman. Setjið bökunarpappír á bökunarplötur og myndið þrjá jafna hringi. Skiptið marengsinum í þrjá jafna hluta og dreifið úr honum í fallega hringi. Bakið við 150 gráður í 1 klst eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Tabasco brownie með salt- hnetum og súkkulaðiglassúr Brown butter púðursykursbollakökur með draumkenndu Dumle karamellukremi Salthnetu- marengs með rjóma og Dumle karamellu- kremi DuMle karaMellu- kreM 4 eggjarauður 130 g f lórsykur 120 g Dumle karamellur 4 msk Ültje salthnetur ½ lítri þeyttur rjómi Aðferð Setjið Dumle karamellur í pott yfir meðalháan hita ásamt rjómanum og hrærið þar til karamell- urnar hafa bráðnað alveg. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt. látið karamellublönduna ná stofuhita og blandið henni saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið karamellukremið á milli botnanna og ofan á efsta botninn ásamt þeytta rjómanum. Skreytið með söxuðum salthnetum. karamellukremið á það til að leka aðeins niður og út fyrir en það er bara þannig eins og það á að vera og gerir hana enn betri. skeiðunum, ég er náttúrlega félags- ráðgjafi svo ég hef mjög gaman af mannlegum samskiptum.“ Hvað geturðu sagt um þessar upp- skriftir? „Marengskakan er alger bomba, það eru ófáar kalóríur í henni! Marengsið er alltaf vinsælt um stórhátíðir. Bollakökurnar þróaði ég alveg frá grunni og þær eru ógeðslega djúsí og góðar. Brow- nie-kökurnar eru mjög spes en þessi blanda er ótrúlega góð. Það er eitthvað skrítið við þær en samt svo gott.“ Thelma segist að lokum njóta góðrar aðstoðar eiginmanns síns við kökugerðina og hann hafi blessað þessar uppskriftir. „Hann er yfirsmakkari og smakkar allt, það fer ekkert frá mér án hans samþykkis. Og hann er kröfu- harður!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.