Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 34
34 ferðalög Helgin 17.-21. apríl 2014  Ferjusigling risaFerjur sem nánast má kalla skemmtiFerðaskip Þ au eru á mörkum þess að geta kall-ast skemmtiferðaskip, fleyin sem sigla daglega út úr höfnunum í miðborgum Helsinki og Stokkhólms á leið í nætursiglingu yfir Helsingbotn. Seinnipartinn eru festar losaðar og kom- ið til hafnar hinum megin klukkan tíu að morgni. Áður en farþegarnir leggjast til hvílu í káetunum geta þeir gefið sér góðan tíma í að fá sér að borða, kíkt í fríhöfnina og fylgst með skemmtiatriðum. Einnig er hægt að taka því sérstaklega rólega og liggja í heitum potti á útstíminu eða dást að skerjagarði Stokkhólms milli sauna- ferða. Þetta vita heimamenn og Svíar og Finnar eru því í miklum meirihluta um borð og aldursbilið er breitt. Afþreyingin um borð er nokkuð fjölbreytt og matseðlar veitingastaðanna eiga að ná til allra. Fljótandi fríhöfn Það eru margir sem fara þessa leið og skipin stór. Til dæmis er Silja Serenade, stærsta skip Tallink Silja Line, tólf hæða hátt og þar er pláss fyrir nærri þrjú þúsund farþega. Það eru því nokkrir veitingastaðir um borð, barir, kaffihús, krakkaklúbbur heilsurækt, skemmtistaðir og spilavíti. En mest fer þó fyrir fríhöfninni enda kemur helmingur tekna skipafyrirtækjanna frá sölu á tollfrjálsum varningi. Úrvalið af snyrtivörum, víni, sælgæti og alls kyns varningi gríðarlegt og margir sem ganga frá borði með mun meiri farangur en kom- ið var með daginn áður. Ódýrara en flug og hótel Þeir sem vilja gera höfuðborgum Finn- lands og Svíþjóðar skil í einni utanlands- ferð borga að lágmarki tæpar tíu þúsund krónur fyrir flugmiða á milli. Tveggja manna káeta með baði hjá Tallink Silja Line kostar til að mynda álíka mikið og rúmar allt að fjóra farþega. Verðsaman- burðurinn er því skipunum í vil þó munur- inn minnki ef bókuð er káeta með útsýni út á haf eða meiri munaði. Maturinn um borð kostar hins vegar meira en greiða þarf á sambærilegum stöðum á landi. Á móti kemur að þeir sem fara sjóleiðina spara sér eina nótt á hóteli. Það er flogið daglega frá Keflavík til Stokkhólms og álíka oft til Helsinki. Það er því lítið mál fyrir íslenska túrista að fljúga til annarrar borgarinnar og heim frá hinni og það er næsta víst að sigling á milli höf- uðborganna tveggja er eftirminnilegri en klukkutíma flugferð. Þægilegt að fara lengri leiðina milli Stokkhólms og Helsinki Silja Serenade siglir daglega milli höfuðborga Svíþjóðar og Finnlands með viðkomu í Maríuhöfn á Álandseyjum. Um borð er pláss fyrir nærri þrjú þúsund farþega. Það tekur innan við klukkutíma að fljúga milli höfuðborga Finnlands og Svíþjóðar en nærri tuttugu tíma að sigla. Seinni kosturinn getur þó verið betri og um leið skemmtileg tilbreyting frá amstrinu sem oft fylgir fluginu. Kristján heldur úti ferðavefnum Túristi.is Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Veitingastaðurinn Tavolata er nýjasti veitingastaðurinn um borð í Silja Seranade. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að ferðast um, sitjandi í heitum potti. En það er hægt ef farið er sjó- leiðina milli Helsinki og Stokkhólms. Ljós- myndir/Tallink Silja Line LAGERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ (GEGNT IKEA) | SÍMI 861 7541 NÝJAR VÖRUR Á FRÁBÆRU VERÐI OPIÐ Á SKÍRdAG KL. 13-18 OG LAUGARdAG KL. 11-18 LOKAÐ AÐRA dAGA yFIR PÁSKANA SKRIFBORÐ 29.900 KR. TUNGUSÓFI VERÐ 59.900 KR. BÓKAHILLA VERÐ 24.900 KR. SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐ 7.900 KR. BORÐ OG 4 STÓLAR 29.900 KR. BORÐSTOFUSTÓLL VERÐ 8.900 KR. STANdLAMPI VERÐ 29.900 KR. SVEFNSÓFI VERÐ 19.900 KR. Markaðstorg á netinu Vertu með, við erum að búa til ööugt markaðstorg á netinu Notað og nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.