Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 50
50 heilsa Helgin 17.-21. apríl 2014
Heilsa Hungur getur fljótt farið í skapið á okkur
Vantar í þig orku?
Náttúrulyf ársins í Svíþjóð
5 ár í röð
www.lyfogheilsa.is
20% afsláttur
Frá 14. - 30. apríl
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
55% þeirra sem beita stúlkur
kynferðislegu ofbeldi eru karlar
tengdir fjölskyldu þeirra.
2004 - 2014
10 ára
af gleraugum í apríl
35AFSLÁTTUR%
Hús Blindrafélagsins
Sími 552-2002
Hamrahlíð 17
Pana hrásúkkulaði er handgert í Ástralíu af
mikilli alúð. Súkkulaðið inniheldur aðeins
lífræn efni, eins og kókosolíu, hreint kakó,
agave sýróp, goji ber, vanillubaunir og líf-
rænar ilmkjarnaolíur. Hugsjónin að baki
súkkulaðigerðinni hjá Pana Chocolate er
að súkkulaði eigi að vera gott fyrir alla. Pana
hrásúkkulaðið hentar vel fyrir fólk sem er
annt um heilsuna því það er hrein, náttúruleg
hollusta.
Rannsóknir hafa sýnt að hrátt
kakó er ofurfæða. Lífrænu
kakóbaunirnar sem notaðar
eru í Pana hrásúkkulaðið
koma frá Suður-Ameríku
og innihalda mikið magn
andoxunarefna, vítamína
og steinefna. Súkkulaðið
er gert við lágan hita því
þannig tapast síður nær-
ingarefni. Við fram-
leiðslu á Pana
hrásúkkul-
aði fer hit-
inn aldrei
yfir 42°C.
Á þann
máta
verður
súkkulaðið
ekki aðeins
bragðbetra,
heldur mun
auðugra af
næringar-
og andoxun-
arefnum.
Við súkkul-
aðigerðina er
sjálfbærni jarðar-
innar í öndvegi og er
ekki notast við nein-
ar vélar. Allt súkkul-
aðið er handgert og
handpakkað. Pana
hrásúkkulaðið
fæst aðeins í Hag-
KYNNING
Lífrænt hrásúkkulaði
Fyrir fólk
sem vill
sleppa
sætindum,
huga að
heilsunni
og dekra
við sig.
Pana
hrásúkkulaðið
er fáanlegt í
ýmsum bragð-
tegundum og
fæst aðeins í
Hagkaup og
Heilsuhúsinu.
kaup og Heilsuhúsinu.
Nánari upplýsingar má
nálgast á vefnum www.
icecare.is.
Pana súkkulaði er
hráfæði
lífrænt
handgert
vegan
með lágum sykurstuðli
án allra mjólkurvara
án soya
án glútens
án aukaefna
án rotvarnaefna
Birna
Gísla-
dóttir
er
sölu- og
markaðs-
stjóri
IceCare.
Ekki láta svengd ná tökum á skapinu
Borðaðu oftar
Þegar fólk hefur mikið að
gera á það ósjálfrátt til að
sleppa því að hlusta á líkam-
ann og fær sér jafnvel enga
í næringu í fjóra eða fimm
tíma. Líkaminn þarf samt
eftir sem áður orku til að
starfa vel líkamlega og and-
lega, og þegar blóðsykurinn
er kominn í algjört lágmark
á fólk til að fá höfuðverk,
finna til kvíða eða pirrings.
Það er síðan algjör mis-
skilningur að fólk brenni
meiri fitu af því að borða
ekki því fyrst er gengið á
vöðvaforðann.
Prófaðu að stilla snjall-
símann þannig að hann
minni þig á að borða. Ef þú
hefur alls ekki tíma til að
borða heila máltíð skaltu
vera með hollt snarl við
höndina, til dæmis poka
með hnetum og fræjum á
skrifborðinu.
Fáðu nóg af trefjum
Trefjar í fæðunni auka
seddutilfinningu og minka
þar með líkur á hungur-
verkjum. Þær eru góð orka
til lengri tíma sem leysist
smátt og smátt úr læðingi,
og heldur jafnvægi á blóð-
sykrinum. Mjög algengt er
að fólk borði of lítið af trefj-
um en æskilegt er að neyta
um 25 gramma af trefjum á
hverjum degi.
Settu þér það markmið að
borða minnst tvo ávexti dag-
lega, neyttu grænmetis með
bæði hádegis- og kvöldmat,
skiptu út hvítum grjónum
fyrir hýðishrísgrjón, neyttu
bauna í meiri mæli í staðinn
fyrir aðra próteingjafa og
fáðu þér hnetur og fræ sem
snarl. Meðal fæðu sem
inniheldur mikið af trefjum
eru hindber (8 grömm í
einum bolla), perur og epli
(um 5 grömm hvor meðal-
stór ávöxtur), brokkólí
(5 grömm í einum bolla)
og chiafræ (5 grömm í
teskeið).
Neyttu próteins og
góðrar fitu
Bæði prótein og fita í fæð-
unni seinka því að maginn
tæmist og neysla á þessum
orkugjöfum leiðir því til
þess að fólk verður seinna
svangt. Með því að neyta
próteins og góðrar fitu
minnkar þú líkur á sveiflum
á blóðsykri sem eykur líkur
á að geðsveiflurnar séu
einnig í lágmarki.
Mælt er með því að í
hverri máltíð fáir þú prótein,
góða fitu eða hvoru tveggja.
Baunir og egg eru góður
próteingjafi fyrir græn-
metisætur, en auk þess er
góður kostur að fá prótein
úr sjávarfangi og fuglakjöti.
Dæmi um matvæli sem
innihalda mikið af góðri
fitu er avókadó, hnetur, fræ,
hnetusmjör, kaldpressuð
ólífuolía og kókosolía.
Snarl fyrir skapið
Eftir því sem rannsóknum
fleygir fram hefur betur
komið í ljós hvaða matur
og næringarefni hafa bein
áhrif á skapið. Til að mynda
hefur verið sýnt fram á að
kanill eykur einbeitingu
og valhnetur eru tengdar
skarpari rökhugsun. Í rann-
sókn sem var gerð á 300
manns sem hélt matardag-
bók í þrjár vikur og skráði
skapsveiflur og líðan, kom
í ljós að þeir sem borðuðu
mikið af ávöxtum og græn-
meti voru orkumeiri, rólegri
og glaðlyndari.
Eitt ráð til að auka
neyslu á grænmeti er að
skipuleggja máltíðir út frá
grænmetinu sem þú ætlar
að nota og settu það saman
við mat sem þú heldur upp
á. Paprikur er til að mynda
hægt að fylla með kjöti, osti
eða grjónum, grænmeti er
hægt að nota með flestu í
súpur, og til að mynda er
hægt að gera matarmikla
mexíkóska súpu sem er
stútfull af því grænmeti sem
þér finnst gott. Áður en þú
veist af verður þú farinn að
borða mun meira grænmeti
en þú hafðir ímyndað þér.
Fáðu þér sopa
Ein besta leiðin til að halda
skapsveiflum í lágmarki
er að forðast sæta drykki,
hvort sem þeir eru sættir
með sykri eða gervisætu,
og drekka þess í stað mikið
af vatni eða jurtatei, hvort
sem teið er drukkið heitt
eða kalt. Samkvæmt breskri
rannsókn á tengslum fæðu
og geðslags voru 70% þátt-
takenda glaðlyndari ef þeir
juku við vatnsdrykkju sína.
Samkvæmt japanskri rann-
sókn sem 40 þúsund manns
tóku þátt í minnkaði streita
um fimmtung hjá þeim sem
drukku fimm bolla af grænu
tei daglega, samanborið við
þá sem drukku aðeins einn
tebolla. Skál fyrir því!
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Að borða hollan mat og nóg af mat hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega heilsu
heldur hefur það líka áhrif á geðheilsuna að vera vel nærður. Að sama skapi
getum við orðið ansi gröm í geði bara af því að vera svöng og orkulaus. Hér
eru nokkrar leiðir til að minnka líkur á að verða geðvondur af svengd.
Það er auðvelt að missa stjórn á skapi sínu ef maður hefur gleymt
að borða. Láttu símann þinn minna þig á að borða ef þú gleymir
því gjarnan. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty