Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 32
Ókeypis tré – og flutningur É Ég man eftir ýmsum vangaveltum í gegn- um tíðina um það hvenær tilhlýðilegt sé að hætta að gefa ákveðnum aðilum gjafir, einkum jólagjafir, til dæmis börnum þegar þau vaxa úr grasi. Ætli margir hætti slíku ekki við fermingaraldur, nema eitthvað sérstakt sé. Kannski er ástandið svolítið vandræðalegt rétt á meðan þetta gengur yfir – en svo jafnar það sig. Svipað ástand virðist vera á milli frænda nú, það er að segja Norðmanna og Íslend- inga. Oslóarbúar hafa frá því skömmu eftir stríð gefið Reykvíkingum, litla frænda í vestrinu, jólatré sem komið hefur verið fyr- ir í standi við hátíðlega athöfn á Austurvelli ár hvert síðan. Þessu tilstandi hefur fylgt nokkur tilhlökkun, einkum meðal barna, enda má segja að jólin séu nokkurn veginn að ganga í garð þegar kveikt hefur verið á Oslóartrénu. Norski sendiherrann hefur flutt ávarp, barn, gjarnan af íslensku og norsku bergi brotið, hefur ýtt á hnapp og kveikt á seríunni á trénu. Hefðbundinn kór- söngur hefur þá tekið við með Heims um ból og fleira í þeim ljúfa dúr og loks hafa jólasveinarnir látið sjá sig. Sennilega hafa börnin frekar beðið eftir þeim en jólatrénu sem slíku – en allt hefur þetta í sameiningu rammað inn jólakomuna í höfuðborginni. Gestir á Austurvelli hafa hugsað hlýtt til Norðmanna fyrir hugulsemina, svona rétt áður en þeir drifu sig heim í heitt kakó eða annað sem ornað getur köldum kroppum, því það er yfirleitt heldur kalt á Austurvelli í desember. Nú hafa þau tíðindi hins vegar borist að borgarstjóri Oslóar hafi, fyrir hönd þegna sinna, ákveðið að hætta þessu tilstandi. Nóg sé að gert. Það koma því ekki fleiri norsk jólatré á Austurvöll. Borgarstjóran- um þykir það í senn dýrt að senda jólatréð og lítt umhverfisvænt. Kostnaðurinn er sagður hlaupa á nokkrum milljónum króna en hann ku þó eingöngu falla til innanlands í Noregi því forráðamenn Eimskipafélags- ins hafa lýst því yfir að félagið hafi alla tíð flutt Oslóartréð til Íslands, gefandanum að kostnaðarlausu. Vitaskuld er ekkert við þessu að gera. Menn ráða því sjálfir hvort þeir gefa ein- hverjum eitthvað eða ekki. Okkar er bara að þakka fyrir hugulsemina undanfarna áratugi. Sjálfsagt er það dýrt að leita eftir bærilegu tré til að senda yfir hafið, fella það og koma fyrir á vörubíl sem flytur það að íslenskri skipshlið. Sennilega líta frænd- ur okkar líka svo á að Íslendingar séu full- færir um að saga niður sín eigin jólatré og koma þeim á Austurvöll, án þess að það bitni á norskum skattgreiðendum – sem nóg eiga með sitt. Þeir meta það svo að litli frændinn í vestri sé fermdur og óþarft úr þessu að senda honum gjafir. Þetta er auðvitað hárrétt hjá frændum okkar. Þeir sjá að þetta ættmenni norður í höfum er komið á gelgjuskeið, hefur tekið út nokkurn þroska og slitið barnsskón- um. Það er því engin ástæða til að standa í gjafa stússi lengur. Ástandið er, eins og jafnan á slíkum tímamótum, svolítið pín- legt, en það lagast. Við eigum líka nóg af jólatrjám. Skógrækt hefur eflst til muna hér á landi og nýlega gumuðu skógræktar- menn af því að bestu skógræktarsvæði hér á landi stæðust samanburð við skógræktar- svæði í Skandinavíu. Þótt það sé svolítið skrýtið að vera að spá í jólatré núna, þegar páskarnir eru að ganga í garð, er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Borgaryfirvöld í Reykjavík ættu því innan tíðar, samt ekki fyrr en eftir kosn- ingar í maí, að skreppa í vestur- eða norð- austurátt – eða austur fyrir fjall – og kíkja á vænlegt Austurvallartré, semja við við- komandi skógræktarfélag eða skógar- bónda og fella tréð síðan með viðhöfn. Þá þarf borgarstjórinn í Reykjavík heldur ekki að kaupa sér flugfar til Noregs, eins og Jón Gnarr gerði í fyrra eða hittifyrra, heldur dugar honum að fá bílstjórann til að skutla sér – eða taka rútuna. Gangi þetta ekki eftir er ég tilbúinn – og við hjón bæði – til að gefa Reykjavík bærilegt jólatré, í stað þess norska. Við hjónakornin settum niður nokkra sterti eftir við byggðum sumarbústað á frjósamri jörð um árið – og þessir sömu jólaherðatré hafa vaxið svona prýðilega, ekki síst eftir að Eyjafjallajökull gaus. Askan var besti áburður sem hægt var að hugsa sér. Þiggi nýr borgarstjóri þetta lítilræði af okkur hjónum erum við líka tilbúinn að koma trénu á Austurvöll, Reykjavíkurborg að kostnaðarlausu. Við fjárfestum nefni- lega í kerru eftir að við hófum sumarbú- staðarstússið. Hún er að vísu ekki nema rúmlega tveggja metra löng þannig að ljóst má vera að tréð stæði nokkuð aftur af kerrunni, kæmi til flutningsins. Það ætti þó varla að koma að sök ef vel er frá trénu gengið. Lögreglan í Árnessýslu fer varla að sekta mann ef flutningurinn er í svo göf- ugum tilgangi – og alls ekki Reykjavíkur- löggan sem fulltrúi viðtakanda þessarar hógværu gjafar. Rétt er að taka fram að jólatrén okkar í sveitinni ná enn ekki hæð Oslóartrjánna – en þau eru væn samt, gott ef ekki 6-8 metr- ar sem tekið hafa út mestan vöxt. Þau voru sum komin svolítið á legg þegar við gróður- settum þau. Reykjavíkurbörnin ættu því að geta dáðst að trénu um næstu jól, dansað í kringum það og fagnað jólasveinunum að vanda. Það má líta á tréð, og hæð þess miðað við norskt jólatré, eins og Íslending á gelgjuskeiði, sem við erum eiginlega – en um leið full tilhlökkunar þegar litið er til framtíðar, þess tíma er við verðum full- orðin – vonandi. Í þessum jólahugleiðingum, um miðjan apríl, er rétt að óska lesendum gleðilegra páska. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Baileys-terta sími: 588 8998 rósaterta með Frönsku hindBerja-smjörkremi kökur og kruðerí að hætti jóa Fel Gulrótarterta Broskallar 32 viðhorf Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.