Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 66
 Víkingur kristjánsson sá sýninguna ungur með þessum sama leikhópi Hringurinn lokast með Jörundi Litli leikklúbburinn á Ísafirði frum- sýndi í vikunni hið margfræga leikrit Jónasar Árnasonar „Þið munið hann Jörund.“ Verkið fjallar um Danann Jörund hundadagakonung sem gerði byltingu á Íslandi 1809 og gerðist í kjölfarið konungur á Íslandi í nokkrar vikur, og var sungið um hann svo eftir- minnilega: „Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt sumar á landinu bláa.“ Víkingur Kristjánsson leikstýrir verkinu en með honum er 15 manna hópur sem leikur, syngur, dansar og spilar. „Ég er búinn að búa á Suðureyri í vetur og það voru því hæg heimatökin hjá stjórn Litla leikklúbbsins að tékka á mér. Ég ólst sjálfur upp á Ísafirði og sá á sínum tíma sýningu á þessu sama verki hjá þessum sama leikklúbbi þannig að það má segja að nú sé hring- urinn að lokast,“ segir Víkingur. Verkið hefur gjarnan verið sett upp sem söngleikur en í þetta skiptið eru lögin aðeins fjögur og því meira lagt upp úr húmornum. „Víkingur lagði áherslu á að við værum fyndin en lögin sem við erum með eru alveg frábær,“ segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einnig þekktur sem Simbi í Hafnarbúðinni, sem fer með hlutverk Jörundar. Vík- ingur játar því og segir að þó húmor- inn sé klassískur hafi hann ákveðið á völdum stöðum að hressa aðeins upp á hann. „Þið munið hann Jörund“ er sýnt í Edinborgarhúsinu, fjórða sýning er í kvöld, skírdag, en auk þess verða fjórar sýningar eftir páska. „Þetta er fjörug uppsetning og við leyfum okkur alveg að detta aðeins út úr handritinu,“ segir Víkingur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kómíkin er í fyrirrúmi í sýningunni og fer Sveinbjörn Hjálmarsson, betur þekktur sem Simbi í Hafnarbúðinni, með hlutverk Jörundar. Saga Garðarsdóttir og Ingólfur Geir Gissurarson: „Hér má sjá tvo þreytta fjallagarpa eftir að hafa villst, klifið upp bratt skarð, gengið jökul, ratað í bæ í mjög lélegu skyggni en fyrst og fremst ekki orðið úti í tíu tíma,“ útskýrir Saga.  Ferðalög saga garðarsdóttir leikkona stakk aF til að læra meira Ævintýra-Saga á Everest Saga Garðarsdóttir segir erfiðara að ganga upp tíu þrep í tehúsi í smábæ Himalaja en að hlaupa upp að Steini á Esjunni. Hún átti frí í leikhúsinu og ákvað að nýta það og stinga af til að læra meira um heiminn og sjálfa sig. s aga Garðarsdóttir leikkona er í hlíðum Everestfjalls eftir að hafa gengið með Ingólfi Geir Gissurarsyni Everestfara í grunnbúðir þar sem þau hittu fyrir Vilborgu Örnu Gissurardóttur pólfara, sem er á leið á toppinn á hæsta fjalli heims, ásamt Ingólfi. Fréttatíminn náði sambandi við Sögu í gegnum tölvupóst og svaraði hún spurningum blaðsins með sama hætti á göngu sinni niður úr grunn- búðunum. Hvað ertu að gera þarna? Það kemur sá dagur í lífi hverrar 26 ára leitandi konu að hún gerir sér grein fyrir því að þekking hennar á heim- inum og sjálfri sér getur orðið miklu betri. Þannig kom það til að ég ákvað að nýta frí frá leikhúsinu og öðrum störfum til að stinga af og læra meira. Ég hafði nýlega kynnst Everestfar- anum Ingólfi í gegnum sameiginlegan vin okkar, gleðigjafann Sigurð Egg- ertsson. Þegar Ingólfur var búinn að segja þrjá brandara, hafði leyst eina gestaþraut, sýnt fram á hreint sakavott- orð og ágætis einkunn úr samræmdu prófunum ákvað ég að óhætt væri að fylgja honum í grunnbúðir Everest. Hefurðu stundað fjallgöngur? Ég hef gengið mikið heima á Íslandi og yfirleitt í fylgd móður minnar sem hefur kennt mér að bera bak- poka, elska landið mitt og líta í kringum mig eftir skemmti- legum gönguleiðum. Síðasta sumar gengum við til dæmis saman hluta af Jakobsveginum á Spáni. Og núna leitum við annarra framandi göngu- leiða sem eru mögulega mjög heilagar. Hvernig upplifun var þetta? Að ganga í Himalajafjöllunum er stórfenglegt og allt öðruvísi en allt annað sem ég hef reynt. Þar kemur hæðaraðlögun mikið inn í en sökum hæðarinnar verður súrefnisupptaka minni og því er jafn erfitt að ganga tíu tröppur upp á aðra hæðina í tehúsi í smábæ Himalaja og að hlaupa upp að Steini á Esjunni. (Þetta er samt ekki byggt á neinni vísindalegri rannsókn – bara sterkri tilfinningu). Ég og Ingó Everestfari höfum lent í ýmsum ótrúlegum ævintýrum; flogið með farangursþyrlu, týnst í afdölum, runnið á jökli, lært að baka tíbeskt brauð, talað við jakuxa, hlegið með Þjóðverjum, villst, fundið okkur og gleymt að teygja. Við klifum tindana Goykio Ri, sem er 5357 metrar og Kala Patthar, sem er 5550 metra hár, áður en við heilsuðum upp á Vil- borgu Örnu í grunnbúðum Everest. Í grunnbúðunum átti ég svo köldustu, ómannúðlegustu en stjörnunbjörtustu nótt lífs míns. Mér reiknast til að mér hafi tekist að sofa í heila tvo tíma með einni frábærri tunglupplýstri pissuferð út fyrir tjaldið. Í þessum krefjandi aðstæðum munu Ingólfur og Vilborg eyða næstu fimm vikum í æfingar og göngur áður en þau sigra hæsta fjall heims en ég held á vit meira súrefnis og sólar í lægra landslagi. Nepal býr yfir ótrúlegu fallegu lands- lagi og fólki og ég get fullyrt að ég er ögn betur að mér um eitt land í Asíu og sjálfa mig í mikilli hæð yfir sjávarmáli eftir þessa ferð. En ég kem ekki heim alveg strax, nú ætla ég í jógasetur í Katmandú. Þar verð ég alein í þrúgandi þögn. Ég vona að þær aðstæður verði mér innblástur að betri bröndurum og snilldarhugmyndum sem ég er enn of óþroskuð til að geta útlistað betur. Svo ætla ég að taka nokkur ódauðleg viðtöl um ást og húsakost við munka fyrir alvarpsþáttinn; Ástin og leigumarkað- urinn. Þangað til seinna. Friður út! Ævintýrasaga Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Saga Garð- arsdóttir eftir kalda krefjandi nótt í grunnbúðum. „Linsurnar mínar frusu!“ Jakuxi að kúka. Saga vildi endilega að þessi mynd færi með í blaðið. „Hugmyndin að tónlist- arhátíðinni Heima kemur frá Færeyjum, en Færey- ingar segjast reyndar hafa fengið hugmyndina frá Íslendingum,“ segir Kristinn Sæmundsson tónleikahaldari. Tónlistarhátíðin Heima verður haldin í Hafnar- firði að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl. Þá munu tónlistarmenn halda stutta tónleika í þrettán heimahúsum í bænum. Dagskráin stend- ur frá klukkan 20-23 og geta áhorfendur rölt á milli tónleika að vild. Eftirtaldir listamenn og hljómsveitir koma fram á Heima: Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Hallur Joensen (FO), Vök, Mono Town, Elíza Newman og Anna Magga úr Kolrössu, Jónas Sigurðsson, Fjalla- bræður, DossBaraDjamm (Skólahljómsveit þeirra Davíðs Þórs Jónssonar og Steins Ármanns í Flensborg), Hot Eskimos, Snorri Helgason og Silla. Þegar dagskránni lýkur tekur við ball með öllu tilheyrandi á Fjörukránni og í Gaflaraleikhúsinu sameinuðu eitthvað fram á nótt. Í Fjörukránni mun hin goðsagnakennda hljómsveit Kátir piltar snúa aftur eftir langt hlé. Miðasala á Heima er á Súfistanum í Hafnarfirði. Miðaverð á Heima er 2.500 krónur en 4.500 krónur vilji fólk líka kíkja á Káta pilta og gleðina á eftir. Spennandi hátíð í Hafnarfirði Ylja treður upp á Heima í Hafnarfirði í næstu viku. 66 dægurmál Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.