Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 26
„Svona ráðstefnur eru ekki bara nauðsynlegar heldur algjört grundvallaratriði til að konur átti sig á mikilvægi þess að taka þátt. Ég held að við höfum haldið okkur til hlés og fundist við geta gert aðra hluti betur,“ segir Guðný Reimarsdóttir, framkvæmdastjóri EcoNord, sem er íslenskt fjöl- skyldufyrirtæki en staðsett í Bret- landi og sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á umhverfisvænum tæknilausnum fyrir sorpiðnaðinn. Spennandi lausnir fyrir fram- tíðina Guðný segir það mjög mikilvægt að skoða hvernig við hugsum hugtakið tækni og hvernig við kynnum það. „Þegar við konur hugsum um orðið tækni þá höfðar það ekki jafnt sterkt til okkar og til strákanna, okkur langar kannski ekki jafn mikið og þá til að vera að grúska í einhverjum tólum og tækj- um. En þess vegna þurfum við að útvíkka hugtakið því það nær yfir svo miklu meira. Ímyndin af tækni þegar hún er kynnt í sjónvarpi og fjölmiðlum virðist oft frekar flókin og fráhrindandi en oft snýst þetta um að nýta tæknina sem þegar er til og setja hana í nýtt samhengi. Þetta snýst ekkert endilega um að finna upp eitthvað svakalega flókið heldur um að skilja tæknina og finna henni nýjan farveg.“ Guðný tekur starfsemi EcoNord sem hún segir ekkert endilega snúast um að finna upp hjólið heldur að finna hugvitsamlegar lausnir, en Eco- Nord hefur síðastliðin 5 ár einbeitt sér að því að koma á markaðinn með umhverfisvænar tæknilausnir en ein þeirra hefur verið að mark- aðssetja raflyftur fyrir ruslabíla. „Rafmagnslyftur hafa verið til í ýmsu formi en við hönnuðum raflyftur sem nýta batteríið á rusla- bílnum og það gerir það að verkum að lyftan notar ekki eldsneyti til að keyra vélina til að lyfta ruslinu í bílinn. Þar af leiðandi er ekki verið að þenja vélina á meðan með til- Konurnar mega ekki missa af lestinni Konur í tækni er átaksverkefni sem starfsmenn GreenQloud fóru af stað með haustið 2013, en GreenQloud er fyrsta umhverfisvæna tölvuský heims og vinnur frumkvöðlastarf innan upplýs- ingaiðnaðarins í upptöku umhverfisvænnar orku. Markmið átaksverkefnisins er að hvetja ungar stúlkur til að sækja sér starfsferil í tækni, ýta undir starfsframa kvenna í tækni og myndun tengslaneta. Forsvarskonur átaksins, þær Armina Ilea, Auður Alfa Ólafsdóttir og Paula Gould, héldu í vikunni málþing um málefni sem stendur þeim nærri, sjálfbærni í upplýsingaiðnaði, þar sem Guðný Reimarsdóttir, framkvæmdastjóri EcoNord, hélt erindi. Guðný Reimars- dóttir, fram- kvæmdastjóri EcoNord, segir konur þurfa að átta sig á því hversu mörg tækifæri felist í tækninni, hún sé verkfæri til að skapa nýjar og spennandi lausnir. Á síðustu fimm árum hafa aðeins 13 prósent út- skrifaðra úr háskólanámi í tölvunarfræði á Íslandi verið konur. Margir telja þetta vera áhyggjuefni þar sem tæknin er sí- stækkandi hluti af okkar daglega lífi og því ættu konur að taka þátt í hönnun búnaðarins sem henni fylgir. Fagfólk innan tölvugeirans segir starfsumhverfið fjöl- skylduvænna en í mörgum öðrum og þar að auki séu konur mjög eftirsóttir starfs- kraftar innan stéttarinnar. Skortur á konum í tækni www.siggaogtimo.is Verð kr 7.500,- stk 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 26 fréttaskýring Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.