Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 28
Á hverjum morgni áður en Hermann Helenuson fer fram úr rúminu, virðir hann fyrir sér myndir af fyrirmyndunum sínum sem hann hefur límt við höfða- lagið. Þar er mynd af Helenu, mömmu hans, Einari Mikael töframanni og hollenska töframanninum Hans Clok, ásamt þátttökunúmeri Her- manns úr keppninni Ísland Got Talent á Stöð 2. Hann komst áfram í undanúrslit og síðasta sunnudag sýndi hann magnað töfraatriði þar sem hann sagaði í sundur yngri systur sína, Lovísu. Hermann komst ekki áfram í útslitin en er sáttur við sitt enda tókst þetta spennuþrungna atriði fullkomlega. „Ég skilaði mínu og er mjög þakklátur,“ segir hann hógvær. Engar venjulegar dúfur Það er ekki bara Hermann heldur tvö önnur glaðleg og kurteis ungmenni sem taka á móti mér í Engihjall- anum daginn eftir að keppni lauk, Lovísa yngri systir hans sem er 11 ára, og Karen eldri systir hans sem er alveg að verða 18. Leiðin liggur fljótt inn í svefnher- bergi Hermanns þar sem dúfurnar hans tvær búa, hjónin Lovísa og Gauti. Þetta eru samt engar venjulegar dúfur heldur töfradúfur. „Ég þjálfa þær tvisvar á dag, á morgnana og svo aftur eftir kvöldmat,“ segir hann. Dúfurnar fékk hann hjá átrúnaðargoðinu sínu, Einari Mikael, sem kemur gjarnan fram á sínum töfrasýningum með dúfur. Þessir fallegu fuglar eru ekki aðeins tákn um frið og kærleika heldur eru dúfurnar einnig miklir gleðigjafar og löngu orðnar hluti af fjölskyldunni. Þar sem dúfur eru kannski ekki hefðbundin gæludýr spyr ég hvernig það sé eiginlega að búa með dúfum. Karen svarar hreinskilnislega: „Það er geðveikt mikið vesen,“ og systkinin hlæja öll. „Maður ætlar kannski að sofa út en þá heyrir maður bara í dúf- unum í næsta herbergi,“ segir hún. Dúfurnar fara að sofa á svipuðum tíma og mennskur hluti fjölskyldunnar en þó breitt sé yfir búrið þeirra á nóttunni vakna þær hressar eldsnemma á morgnana. „Þær vakna alltaf klukkan sjö núll sjö. Þetta er bara rútína hjá þeim. Þær skynja allt og eru mjög næmar. Þær eru mjög góðar vekjaraklukkur en það er samt ekki hægt að „snooza“ þær,“ segir Lovísa. Heillaður af Einari Mikael Áhugi Hermanns á töfra- brögðum kviknaði fyrir alvöru fyrir þremur árum þegar hann sá Einar Mikael sýna listir sínar á sýningu. „Ég varð bara alveg heillaður. Mér fannst það sem hann var að gera ótrúlega flott, mig langaði til að læra þetta líka og ég bara hef ekki stoppað síðan. Það er svo gaman að koma fólki á óvart og gleðja það,“ segir Hermann. Hann og vinur hans settu sig fljótt í samband við Einar Mikael sem tók vel í að leiðbeina þeim með töfrabrögðin, en hann hefur haldið galdranám- skeið fyrir þúsundir barna, og hafa þeir verið í góðu sam- bandi síðan. Þegar byrjað var að auglýsa eftir þátttakendum í keppnina Ísland Got Talent var Her- mann stað- ráðinn í að taka þátt en 10 millj- ónir eru í boði fyrir sig- uratriði keppninnar. „Ég vildi taka þátt til að hjálpa systur minni,“ segir Hermann en kostnaður vegna aðgerðar sem hún þarf að fara í vegna hryggskekkju nemur allt að níu milljónum króna. Karen var greind fyrir fjórum árum, þá þrettán ára gömul. „Læknirinn sem greindi mig sagði að þetta ætti ekki eftir að versna því ég ætti ekki eftir að stækka neitt. Ég er hins vegar búin að stækka um 10 sentimetra síðan,“ segir hún. Þegar ljóst var að grípa þurfti inn í fékk hún sérsmíðaða spelku um búkinn sem hún þurfti að vera með nótt sem dag. „Ég var með hana 22 tíma á sólarhring, svaf með hana og var í henni í skólanum. Þetta var mjög erfitt en ég var ekkert að segja neinum frá þessu fyrr en nýlega,“ segir Skemmtilegast að saga fólk í sundur Hermann Helenuson hefur vakið athygli fyrir stórkostleg töfrabrögð í hæfi- leikakeppninni Ísland Got Talent en hann ákvað upphaflega að taka þátt til að safna peningum fyrir systur sína sem er með hryggskekkju. Helstu fyrirmyndir hans í lífinu eru mamma hans og töframaðurinn Einar Mikael sem hefur kennt honum margt. Hermann á tvær litlar töfradúfur sem hann þjálfar daglega en markmið hans er að safna fyrir aðgerð systur sinnar með því að sýna töfrabrögð. Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.