Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 30
Oft eru það litlir krakkar sem þekkja mig og vinka. Það er skemmtilegt hvað maður hefur glatt marga. TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA MEÐ MBA-NÁMI HÁSKÓLA ÍSLANDS MBA KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES MBA 2015 MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010 PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 41 11 5 Kynningarfundur um námið fer fram miðvikudaginn 23. apríl kl. 16:30–17:30 á Háskólatorgi. Sæktu um á www.mba.is JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI OLÍS MBA 2012 Karen en spelkan studdi við hrygginn og var hún falin undir fötunum. Hún gekk með spelkuna í heilt ár en það hafði engin áhrif til batnaðar. Karen er með stöðuga verki og þegar ég spyr hana hvort hún sé með verki á meðan á viðtalinu stendur kinkar hún kolli. „Ég er alltaf með verki. Það skiptir ekki máli hvað ég er að gera. En ég læt það samt ekki stoppa mig. Ef ég sit of lengi fæ ég verki, ef ég ligg of lengi fæ ég verki. Verkja- lyf duga ekki til. Þegar verstu verkirnir koma reyni ég að leggja mig. Það getur verið erfitt að sitja lengi í skólanum því stólarnir þar eru heldur ekki mjög þægi- legir, Við sitjum oft samfellt í 80 mínútur en ég reyni þá bara að færa mig mikið til í stólnum,“ segir hún. Karen var um tíma fjór- um sinnum í viku í sjúkra- þjálfun en núna fer hún aðeins einu sinni í viku, auk þess sem hún er að athuga hvort höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð hefur áhrif. Hún á sína vini og reynir að taka þátt í tómstundum en það er takmörkum háð. „Vinir mínir skilja alveg ef við kannski höfum verið lengi í bíl og mér finnst það óþægilegt. Stundum vil ég líka bara fara heim því mér er illt í bakinu en þeir skilja það alveg. Ég reyni samt að kvarta sem minnst,“ segir hún. Til stóð að hún færi í aðgerð hér á landi en þegar það gekk ekki upp var gengið í að finna lækni erlendis og er nú læknir í Svíþjóð sem er tilbúin að gera aðgerðina á Karen en fjölskyldan þarf sjálf að borga. „Aðgerðin sjálf er ekki það dýrasta heldur er það endurhæfingin og tíminn sem ég þarf að vera á sjúkrahúsinu eftir aðgerð, og svo auðvitað ferðakostn- aðurinn,“ segir hún. Horfir einbeittur á markmiðin Eftir að Hermann fékk þá hugmynd að taka þátt í hæfileikakeppninni til að reyna að vinna milljónirnar tíu hafði hann samband við Einar Mikael og bað hann að hjálpa sér að útfæra flott töfrabrögð. „Við lögðum upp með að það væri engin endalok þó við myndum ekki vinna heldur skipti málið að taka þátt, leggja mitt af mörkum og vekja athygli á stöðu Karenar,“ segir Hermann. Hann hefur síðustu mánuði fengið gríðarlega þjálfun hjá Einari Mikael sem hefur deilt með honum mörgum af sínum dýpstu leyndarmálum töfranna, auk þess sem hann kenndi honum að sjá fyrir sér markmið sín. Þess vegna er Hermann líka með markmið sín og hugsjónir skrifaðar fyrir ofan rúmið, við hlið myndanna af fyrirmyndum sínum. „Einar Mikael er með svona lista yfir sín markmið og hann spurði hvort ég vildi aðstoð við að gera svona sjálfur,“ segir Hermann. Á listanum eru einnig jákvæðar staðhæfingar á borð við: Ég er fæddur til að gera ótrúlega hluti. Ég er framúrskarandi. Ég ætla að vera góður við mömmu mína og hjálpa henni. Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa Karen. „Ég les þetta á hverjum einasta morgni þegar ég vakna, áður en ég fer á fætur. Þetta hjálpar mér að sjá fyrir mér markmið mín. Þegar ég hugsa sífellt um að ég ætli að standa mig betur þá sé ég það fyrir mér og nálgast þannig takmarkið. Þetta gerir draumana raunveru- legri,“ segir Hermann. Listann setti hann upp þegar hann byrjaði að æfa sig fyrir Ísland Got Talent og er eitt atriðið á listanum: „Vera með ógleymanlegt atriði í Ísland Got Talent,“ sem sannarlega tókst, auk þess sem þarna eru verald- legri markmið á borð við að borða minna nammi. Á æfingatímabilinu hefur Hermann sýnt við fjölda tilefna og hefur hann lagt allan ágóða af sýningunum inn á söfnunarreikning fyrir Karen. „Ég er búinn að koma fram á árshátíðum í skólum og barnaafmæl- um. Svo var ég að sýna á bekkjarkvöldi í Hörðuvalla- skóla og eftir sýninguna kom í ljós að allir höfðu lagt fram aukalega 500 krónur í söfnunina þannig að ég fékk þar 33 þúsund krónur,“ segir Hermann sem einn og óstuddur hefur safnað um 200 þúsund krónum með því að sýna töfrabrögð. Söfnunarsýning í Salnum Sýnileiki söfnunarinnar hefur orðið til þess að fólk Á veggnum fyrir ofan rúmið hans Her- manns blasa við myndir af fyrirmyndum hans auk jákvæðra staðhæfinga og markmiða sem hann les upp á hverjum morgni. Karen var með spelkuna í 22 tíma á dag í eitt ár án þess að það bæri árangur. Systkinin Lovísa, Karen og Hermann. Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.