Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 39
Helgin 17.-21. apríl 2014 páskamatur 39 Ostaþrenna úr Dölunum Fyrir skemmstu kom á markað ný osta- þrenna frá MS. Um er að ræða pakka með þremur girnilegum mygluostum sem allir eiga rætur sínar að rekja til Dalanna. Valdir voru saman í pakkann þrír ostar sem passa sérstaklega vel saman á ostabakka. Einn ostanna er Ljótur en hann er mildur blámygluostur. Hann ber nafn með rentu enda einkar ófrýnilegur útlits en kemur skemmtilega á óvart í bragði og áferð. Dala Auði er einnig að finna í pakk- anum en þar er um að ræða mjúkan og bragðmildan hvítmygluost. Nafnið vísar í landnámskonuna Auði djúpúðgu sem settist að í Dölunum. Dala Auður þroskast nokkuð fljótt og er mýkri en aðrir sambærilegir hvítmygluostar frá MS. Síðastan ber að nefna Dala Kastala en hann er mjúkur og rjómakenndur hvítmygluostur. Myglan vex á hluta yfir- borðsins en einnig inni í honum. Gott er að bera ostana fram með ávöxtum, sultu eða hunangi. Best er að taka mygluosta úr kæli 1-2 klukkustundum fyrir neyslu. KYNNING Maltblandan fer í botninn á steikar- fati. Þangað fara líka hvítlauksrifin vel kramin ásamt, tómatpúrrunni og kjötkraftinum. Ef fatið er mjög stórt getur borgað sig að bæta smá vatni við svo fljóti vel yfir botninn. Þá þarf líka að auka aðeins við kjötkraftinn eða sletta aðeins meiri blöndu í botn- inn. Hita ofninn upp í 160 gráður og inn með herlegheitin. Eldunartím- inn fer eftir stærð lærisins en meðal steik er tæpa tvo tíma í ofninum við 160 gráður. Eftir þann tíma er hitinn aukinn í 225 gráður síðustu mínút- urnar svo kjötið brúnist vel. Passa þó að kjarnhitinn í þykkasta vöðvanum fari ekki mikið yfir 60 gráður. Hvíla steikina vel og huga að meðlætinu á meðan. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Sósan og með því Á meðan að steikin hvílir í gott korter má huga að sósugerð. Sigta frá hvítlaukinn og jukkið sem kom úr kjötinu. Allt í lagi að kreista aðeins kraftinn úr í botninum á sigtinu. Soðið er þá hægt að nota eins og það er. Það er líka hægt að sjóða það niður í gljáa eða búa til úr því hefðbundna sósu. Þá er 50 grömmum af smjöri brætt í potti og jafn miklu af hveiti hrært sam- an við. Þessu velt um í pottinum í eina tvær mínútur til að losna við hveitibragðið og soðinu síðan bætt smátt og smátt út í. Það þarf um 6 desilítra af soði til að hræra upp í þessu magni af smjörbollu þannig að ef það magn kemur ekki upp úr steikarfatinu þarf að drýgja það með vatni og kjötkrafti. Smá rjómi fyrir þá sem vilja en við ljúk- um þessari sósu alltaf með klípu af köldu smjöri í blálokin.Þegar búið er að slökkva undir pottinum. Meðlæti getur verið þetta hefð- bundna; kartöflur, rauðkál, græn- ar baunir, hrásalat og allt þetta helsta. Góð kartöflustappa með smá súrmjólkurslurk, salti, pipar og pínu dassi af ferskt rifnu músk- ati passar líka sérlega vel með lambasteik. Sætar kartöflur og steikt spínat fyrir þá sem kjósa að fá sér hvorki páskaegg né einföld kolvetni yfir páskana. En þeir elda sjálfsagt ekki lambið sitt upp úr gosi þannig að það er eins gott að halda meðlætinu bara hefðbundnu og jafn vel splæsa í brúnaðar kart- öflur. Það er ljúffengt að sjóða malt og appelsínsoðið niður í gljáa, rífa lambakjötið í bita og drekkja svo í bragðmiklum gljáanum. Gott brauð og jafnvel ferskt hrásalat með og við erum að tala um partí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.