Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 22
Stór stytta af Alfreð „Undarlegt má það kallast ef þeir sem nú ganga um í Loftleiðahús- inu minnast ekki veglega þessara sögulegu tíma í íslenskri flugsögu nú þegar fimmtíu ár eru frá stofnun Loftleiða. Þeir hljóta þó að spyrja sjálfa sig: Væru til Flugleiðir ef ekki hefðu verið til Loftleiðir?“ Þessi orð skrifaði ég í Morgun- blaðið á 50 ára afmæli Loftleiða, 10. mars 1994. Því miður eru þau enn í fullu gildi. Það virðist vera staðfastur ásetningur ráðamanna í Flugleiðum (nú Icelandair) að gera sem minnst úr sögu Loftleiða og minnast afmælisára sem tengjast Loftleiðum með hangandi hendi. Hinn annálaði Loftleiðaandi hvarf vissulega við sameiningu ís- lensku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags Íslands, í nýju félagi, Flugleiðum, árið 1974, en þá náði Flugfélagsarmurinn fullum yfirráð- um í félaginu í kjölfar arfavitlauss eignamats og valdabrölts Sigurðar Helgasonar (eldri). En maður hefði haldið að nýjar kynslóðir og menn sem ekki tengdust þeim átökum, sem þá voru innan Flugleiða, kynnu að meta Loftleiðaævintýrið að verð- leikum og gerðu sem mest úr því, fyrirtæki sínu til framdráttar. Ef allt væri með felldu ætti að vera stór stytta af Alfreð Elíassyni, stofnanda og forstjóra Loftleiða, fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair við Reykja- víkurflugvöll. Einn af helstu frumkvöðlum flugsögunnar En enginn er spámaður í sínu föðurlandi, eins og þar stendur. Árið 1987 gaf hin virta Smithsoni- an-stofnun í Bandaríkjunum út bókina Rebels and Reformers of the Airways eftir R.E.G. Davies. Þar er fjallað um 25 helstu frumkvöðla flugsögunnar, menn sem brutu blað í flugrekstri með því að róa gegn straumi tímans. Af heimsþekktum mönnum sem þarna er sagt frá má nefna Howard Hughes og Fred- die Laker, en meðal hinna minna þekktu er Alfreð Elíasson. Kaflinn um Alfreð ber yfirskriftina: Airline of the Sixth Happiness (Hamingju- flugfélagið). Höfundurinn segir það algengan misskilning að Freddie Laker sé frumkvöðull lágra flugfar- gjalda á flugleiðinni milli Evrópu og Ameríku, það séu Loftleiðir Alfreðs Elíassonar sem eigi þann heiður. Sjálfstæði Alfreðs og hugrekki hafi verið annálað en helsta afrek hans hafi verið að skapa flugfélag sem var ekki aðeins byggt á traustum rekstrarstoðum heldur var ein- staklega hæft til að bregðast með hugvitssamlegum hætti við vanda- málum. (Það segir sitt um fram- sýni Loftleiðamanna undir forystu Alfreðs að á sínum tíma byggðu þeir upp leiðakerfi sem Icelandair telur nú, rúmlega hálfri öld síðar, sitt „core advantage“ í flugrekstri.) Í formála bókar sinnar segir R.E.G. Davies að Íslendingurinn Alfreð Elíasson hafi gert meira en öll stóru og frægu flugfélögin til samans til að gera alþýðu manna kleift að ferðast yfir Atlantshafið. Eftir að ég skrifaði ævisögu Al- freðs Elíassonar árið 1984 hef ég sagt sögu Loftleiðaævintýrisins í stuttu máli við ýmis tækifæri í blaðagreinum – og er eftirfarandi frásögn að ýmsu leyti samhljóða fyrri skrifum. Óskabarn lýðveldisins Hinn 10. mars lýðveldisárið 1944 stofnuðu þrír ungir flugmenn félag um litla Stinson-flugvél sem þeir höfðu flutt með sér frá Kanada þar sem þeir höfðu verið við flugnám. Flugvélina höfðu þeir keypt með hjálp vina og vandamanna til að treysta atvinnuhorfurnar þegar heim kæmi. Þar með var lagður grunnurinn að ævintýrinu um Loft- leiðir, einu glæsilegasta fyrirtæki í sögu þjóðarinnar. „Það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að útskýra fyrir nýjum kynslóðum, hvers konar áhrif Loftleiðaævintýr- ið hafði í íslensku þjóðlífi og ekki sízt á ungt fólk,“ skrifuðu ritstjórar Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi við lát Alfreðs Elíassonar, foringja Loftleiða: „Uppgangur félagsins hófst nokkrum árum eftir lýðveldis- stofnun og blómaskeið þess stóð í tvo áratugi. Þjóðin var stolt af Loftleiðum, baráttu félagsins við risafyrirtækin í fluginu, frum- kvæði þess í að lækka flugfargjöld yfir Atlantshafið og þeirri dirfsku, sem einkenndi allan rekstur þess félags.“ Í vexti og viðgangi Loftleiða þótti mörgum rætast sú bjartsýna von sem bjó að baki lýðveldisstofnun- inni og um tveggja áratuga skeið mátti með réttu kalla Loftleiðir óskabarn lýðveldisins. En velgengni Loftleiðamanna var ekki skjótfengin. Fyrstu tíu árin í Loftleiðasögu voru á brattann og um skeið mátti kalla að Loftleiða- menn stæðu á jafnsléttu. Skal nú rakin í stórum dráttum baráttusaga Loftleiða og er þá þess að minnast að hér er aðeins stiklað á stærstu steinunum. Skin og skúrir Strax við stofnun félagsins hófu Loftleiðamenn áætlunarflug til Vestfjarða og Vestmannaeyja og voru þar frumkvöðlar. Innanlands- flug hins nýja félags efldist skjótt og 1951 var farþegafjöldinn á innan- landsleiðum um 15.500. En þá tóku stjórnvöld það til bragðs að skipta flugleiðunum innanlands milli Flugfélags Íslands og Loftleiða með þeim hætti að Loftleiðir töldu sér ekki fært að halda innanlandsflug- inu áfram. Hugkvæmni og nýtni var það sem einkenndi allt starf Loftleiða- manna. Þeir komust t.d. í kynni við bandaríska hermenn sem áttu þess kost að kaupa við vægu verði notaðar flugvélar Bandaríkjahers úr stríðinu og keyptu margar vélar sínar með þeim hætti fyrstu árin. Þar á meðal var Skymaster-vélin Hekla, fyrsta fjögurra hreyfla milli- landaflugvél Íslendinga, sem kom til landsins 15. júní 1947. Emil Jónsson, þáverandi samgönguráð- herra, líkti komu hennar við komu Gullfoss gamla á sínum tíma. Brátt bættist Geysir í flotann og Loftleið- ir hófu reglubundið áætlunarflug til margra Evrópulanda. Jafnframt tók félagið upp umfangsmikið leiguflug um framandi lönd til að lifa af mikla þrengingatíma í viðskiptasögu þjóðarinnar, þegar hrammur Fjár- hagsráðs lagðist yfir allt athafnalíf í kreppu eftirstríðsáranna. Jökulsævintýrið Fjárhagsvandræði, útilokun frá inn- anlandsflugi, og Geysisslysið, gerði það að verkum að félagið rambaði um hríð á barmi uppgjafar. En eins og jafnan brugðust Loftleiðamenn við hverjum vanda með snjöllum og óvæntum hætti. Félagarnir Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Hrafn boxari Jónsson tóku sig til og grófu upp úr Vatnajökli DC-3 flugvél sem Bandaríkjaher hafði orðið að skilja eftir ári fyrr við björgun áhafnar- innar af Geysi. Vélin reyndist óskemmd og flugu þeir henni til Reykjavíkur við mikil fagnaðarlæti bæjarbúa. Þótti þarna um einstakt afrek að ræða í flugsögunni og hef- ur þessa tiltækis verið víða minnst af flugáhugamönnum úti um lönd. Jökulsævintýrið svokallaða (1952) hleypti nýju lífi í félagið og það tók að einbeita sér að milli- landaflugi með samstarfi við norska Íslandsvininn Ludvig Braat- hen. Í sama mund urðu stjórnar- skipti í félaginu og Alfreð Elíasson lét af störfum yfirflugstjóra og gerð- ist forstjóri félagsins (1953). Það er þá sem hið eiginlega Loftleiðaævin- týri hefst. Chicago-sáttmálinn Atlantshafsflug Loftleiða byggðist á loftferðasamningi Íslands og Banda- ríkjanna frá 1945. Sá samningur var sniðinn að hinum svokallaða Chicago-sáttmála, sem mjög var á döfinni á þeim árum og Bandaríkja- menn börðust ákaft fyrir að yrði gerður að alþjóðlegum flugsáttmála. Evrópuþjóðir, og einkum Bretar, lögðust hins vegar eindregið gegn viðurkenningu Chicago-sáttmálans og 1946 sættust Bandaríkjamenn á svonefndan Bermuda-sáttmála, sem síðan hefur verið lagður til grund- vallar milliríkjasamningum um loft- ferðir. Ásteytingarsteinninn var 5. liður Chicago-sáttmálans, sem kvað á um rétt eins lands til flugflutn- inga frá upphafsstöð í öðru landi til áfangastaðar í þriðja landi. Þetta ákvæði er ekki að finna í Bermúda- sáttmálanum, heldur segir þar, að við veitingu lendingarleyfa skuli tekin mið af „flutningsþörf“ þeirrar þjóðar sem leyfis æskir, og „sam- keppnisaðstöðu“ hennar. Loftleiðir hefðu ekki haslað sér völl á alþjóða- vettvangi ef starfsemi félagsins hefði takmarkast af flutningaþörf íslensku þjóðarinnar. Stærstu flugfélög Vesturlanda bundust samtökum í IATA, Alþjóða- sambandi flugfélaga, og samþykktu að eyða allri samkeppni í fargjalda- málum með því að ákveða í sam- einingu lágmarksfargjald fyrir öll flugfélög á sömu flugleið. Og þar eð IATA-flugfélögin nutu flest umtals- verðra ríkisstyrkja og voru sum í ríkiseign, var tiltekið í loftferða- samningum flestra Evrópuríkja að einungis þau flugfélög sem sam- þykktu að fljúga samkvæmt taxta IATA, fengju lendingarleyfi í við- komandi löndum, önnur ekki. Loft- leiðamenn voru því nauðbeygðir til að fljúga samkvæmt IATA-töxtum milli Íslands og Evrópulanda, en gátu ráðið að mestu fargjöldum sínum á flugleiðinni Ísland-Banda- ríkin. „Hægar en ódýrara“ Á árunum eftir stríð höfðu orðið byltingarkenndar framfarir í smíði flugvéla. Loftleiðamenn gerðu sér strax grein fyrir því að þeir hefðu ekki bolmagn til að fylgja stóru flugfélögunum eftir og yrðu að notast við eldri flugvélategundir. En með því að bjóða farþegum upp á hægfara flug yfir Atlantshaf með viðkomu á Íslandi, en góða þjónustu um borð í vélunum, hugðust þeir skapa sér sinn eigin markað með allt að 20% lægri fargjöldum en IATA hafði ákveðið sem lágmarks- fargjöld. Stóru flugfélögin þurftu há „Stærsta ævintýri lýðveldisins“ Saga Loftleiða var ævintýri en félagið var stofnað árið 1944 – fyrir sjötíu árum. Einn þriggja stofnenda félagsins og helsti frumkvöðull var Alfreð Elíasson. Jakob F. Ásgeirsson, rithöf- undur og útgefandi, skrifaði ævisögu Alfreðs fyrir þrjátíu árum, auk þess sem heimildarmynd var byggð á bókinni. Hann rifjar hér upp sögu þessa merkilega flugfélags, annars hluta Flug- leiða við sameiningu, og Alfreðs sem talinn er meðal 25 helstu frumkvöðla flugsögu heimsins. Þremenningarnir sem komu með Stinsonvélina heim úr flugnámi í Kanada og lögðu þar með grunninn að stofnun Loftleiða 10. mars 1944: Kristinn Olsen, Sigurður Ólafsson og Alfreð Elíasson. Framhald á næstu opnu 22 úttekt Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.