Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Side 2

Fréttatíminn - 17.04.2014, Side 2
 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. Þetta byrj- aði sem einn bíll í Árnes- sýslunni. Rakel Þorbergsdóttir fréttamaður var í gær ráðin fréttastjóri RÚV. Kynnt var ný átta manna framkvæmdastjórn auk þess sem ráðið var í starf mannauðs- stjóra. Ráðningarferlið var í höndum Capa- cent en alls bárust á þriðja hundrað umsóknir og tekin voru viðtöl við 74 umsækjendur. Fjórar stöður af átta í framkvæmdastjórninni hafa verið skipaðar konum svo nú er hlutfall milli kynja í stjórn Ríkisútvarpsins í fyrsta skipti jafnt. Auk ráðningu Rakelar var Þröstur Helgason, fyrrum ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, ráðinn dagskrár- stjóri Rásar 1, Frank Þórir Hall dag- skrárstjóri Rásar 2, Skarphéðinn Guðmundsson var endurráðinn dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, Anna Bjarney Sigurðardóttir verður framkvæmdar- stjóri rekstrar, fjármála og tækni, Hild- ur Harðardóttir framkvæmdastjóri samskipta-, þróunar- og mannauðs- sviðs, Ingólfur Bjarni Sigfússon vef-og nýmiðlastjóri, Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins og Andrea Róbertsdóttir mannauðsstjóri. Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri segist hlakka til að takast á við uppbyggingu og eflingu Ríkisútvarps- ins með þessum öfluga hópi. „Ég tel að þetta ferli hafi skilað okkur öflugu teymi með fjölbreytta reynslu og bak- grunn,“ er haft eftir honum í tilkynn- ingu. Athygli vekur að Magnús tekur með sér tvo nána samstarfsmenn úr Borg- arleikhúsinu. Frank Hall var listrænn ráðunautur þar og Hildur Harðardóttir gegndi starfi markaðsstjóra. Þau Hildur, Frank og Rakel Þorbergsdóttir eru jafnframt skólafélagar Magnúsar Geirs úr Menntaskólanum í Reykjavík. -hh  Fjölmiðlar jaFnt kynjahlutFall í nýrri Framkvæmdastjórn rÚv Nú mun Bernhöftstorfan bætast við flóru þeirra staða í Reykjavík sem notaðir verða undir götu-og torgsölu, en þar er heimilt að selja ávexti, grænmeti, blóm, ýmis handverk og smávöru. Markaðssalan er hugsuð fyrir einyrkja og geta þeir fengið leyfi til eins, tveggja eða þriggja mánaða fyrir sína söluaðstöðu. Eftir að leyfið hefur verið greitt getur leyfishafi flutt sig milli sölustaða að vild, en auk Bernhöftstorfunnar má selja markaðsvöru á Ingólfstorgi og á bílastæðinu við Geirs- götu 13. Sala verður heimiluð frá 9-21 alla daga. Markaðssölunni er ætlað að glæða mið- borgina lífi og fjölbreytni en krafa er gerð um að útlit sölustaða falli vel að umhverfinu. Leyfið kostar 20 þúsund krónur á mánuði og opnað verður fyrir umsóknir 15. maí næstkomandi. Torgsala við Bernhöftstorfu 850 milljónir í mat og drykk fyrir páskana Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að landsmenn verji um 603 milljónum króna til kaupa á mat og dagvöru fyrir páskana í ár, og vega páskaegg og önnur sætindi þar nokkuð þungt. Þá er áætlað að landsmenn kaupi áfengi fyrir páskahátíðina fyrir um 243 milljónir króna, bæði páskabjór og aðrar veigar. Samtals má því ætla að heildareyðsla í mat og drykk fyrir páskana nemi um 846 milljónum króna. Lambakjöt selst ekki vegna hval- veiða Hvalveiðar hafa skaðað sölu íslensks lambakjöts á Bandaríkjamarkaði. Líklegasta skýringin á því að áætlanir um sölu lambakjöts á síðasta ári gengu ekki eftir er talin sú að verslunarkeðjan Whole Foods hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt á síðasta ári, vegna hvalveiða Íslendinga. Þetta kemur fram í Bændablaðinu. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri KVH á Hvammstanga, sem hefur flutt um 200 tonn af lambakjöti vestur um haf, segir að á næstu mánuðum komi fulltrúar Whole Foods til landsins til viðræðna. Komi í ljós að þeir telji sölu á íslensku kjöti skaða ímynd Whole Foods muni samstarfinu líklega ljúka. Sérfram- boð sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ „Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ, verður í fyrsta sæti klofningsframboðs við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Honum var hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. „Það var ekki ég sem yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn, hann hafnaði mér,“ segir Gunnar, sem vildi 1.-2. sæti listans en hafnaði í fimmta sæti. Hann hefur neitað að lýsa stuðningi við Árna Sigfús- son bæjarstjóra. Gunnar kynnti í fyrradag lista Frjáls afls þar sem hann verður í fyrsta sæti. - eh v ið erum að vakna til lífsins eftir veturinn. Sumum finnst við vera eins og lóan,“ segir Ásgeir Baldu- son, framkvæmdastjóri Ísbílaútgerðar- innar. „Ég er útgerðarmaður og geri út ís,“ segir hann glettinn. „En ég er líka oft bara kallaður ísbílstjóri.“ Ásgeir byrjaði að keyra Ísbílinn á fyrsta starfsárinu, árið 1994, og tólf árum síðar keypti hann fyrir- tækið. Þetta er tuttugasta starfsár Ísbílsins og rekur Ísbílaútgerðin nú 10 bíla sem aka um allt land. „Þetta byrjaði sem einn bíll í Árnes- sýslunni en smátt og smátt hefur okkur tekist að breiða fagnaðarerindið út um allt land,“ segir Ásgeir. Ísbíllinn ekur sam- kvæmt áætlun um land allt frá mars og fram í desember. Í vikunni sem er að líða hefur Ísbíllinn meðal annars komið við á Hólmavík, Þingeyri og Hvammstanga og áætlun fyrir höfuðborgarsvæðið er að komast í gagnið, þó Ísbíllinn hafi látið sjá sig á götum borgarinnar þegar vel hefur viðrað í vor. Ásgeir segir ákaflega skemmtilegt að keyra Ísbílinn þó hann geri minna af því í seinni tíð. „Maður hittir mikið af glöðu fólki fagnar komu Ísbílsins. Það eru margir sem tala um það sem skemmtilegasta sumarstarf í heimi að keyra Ísbílinn,“ segir Ásgeir sem einmitt gaf sér tíma til að tala við blaðamann á milli þess sem hann tók á móti umsækjendum. „Það eru margir fyrr- verandi starfsmenn sem hugsa með hlýju til Ísbílsins og ferðanna um sveitir landsins jafnvel þó þeir séu komnir með „karríer“ í dag.“ Tvö ár eru síðan byrjað var að vinna leiðakerfi Ísbílsins fyrir höfuðborgarsvæð- ið en Ásgeir telur að það taki líklega tvö ár til viðbótar að ljúka því þannig að Ísbíllinn aki eftir áætlun í hvert einasta hverfi. Auk þess ekur hann um stærri sumarhúsa- hverfi og hægt er að sérpanta hann í fyrir- tæki. Skipulagðar ferðir eru á sumrin en annars eru ferðir stopulli, þó það fari ekki framhjá neinum að Ísbíllinn sé í hverfinu þegar glaðleg bjallan, sem er svo einkenn- andi fyrir bílinn, hringir. Í bíómyndunum hópast gjarnan börnin að bílnum þegar hann kemur í hverfið en Ásgeir segir allur gangur á því hvernig það sé. „Stundum fá börnin að koma ein út með pening og fara aftur til foreldra sinna með ís og afgang- inn. Oft kaupir fólk líka tilboðskassa til að eiga í frystinum. Einn stærsti kosturinn við Ísbílinn er að við komum með ísinn gaddfreðinn upp að dyrum,“ segir Ásgeir. Úrvalið í Ísbílnum er nánast óþrjótandi, þar er meðal annars hægt að fá rjóma- íspinna með appelsínusorbethjúp, grænan frostpinna með súkkulaði og lífrænan súkkulaðitopp, auk sérstakra fjölskyldu- pakka með blönduðum tegundum. „Ís- bíllinn er sannkallaður gleðigjafi og það á eftir að vera mjög skemmtilegt hjá okkur í sumar,“ segir Ásgeir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Rakel Þorbergs- dóttir er nýr fréttastjóri RÚV. Hún tekur við starfinu af Óðni Jónssyni. Ísbíllinn er eins og lóan  atvinna ísbíllinn Fagnar 20 ára starFsaFmæli í ár Ísbíllinn fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í ár. Upphaflega var aðeins einn bíll sem keyrði um Árnessýslu en í dag aka tíu bílar um land allt og gleðja unga sem aldna. Tvö ár eru síðan Ísbíllinn fór að keyra eftir áætlun á höfuðborgarsvæðinu og segir framkvæmdastjóri Ísútgerðarinnar að margir minnist þessa að keyra Ísbílinn sem skemmtilegasta sumarstarfsins. Ásgeir Baldursson ísútgerðarmaður segir skemmtilegt að aka Ísbílnum því undantekningalaust sé honum tekið með bæði gleði og eftirvæntingu. Ljósmynd/Hari Rakel ráðin fréttastjóri RÚV 2 fréttir Helgin 17.-21. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.