Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 12
H Héraðsdómur Suðurlands lagði á mánudag-inn lögbann á gjaldtöku á Geysissvæðinu, að kröfu ríkisins. Það er meðeigandi að svæðinu og einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Þar er að finna helstu hveri svæðisins, Geysi, Strokk og Blesa. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar sameign þess og félags landeigenda. Landeigendur hættu gjald- töku í kjölfar úrskurðarins en gjaldtakan hefur verið umdeild og hafa ýmsir orðið til þess að mótmæla henni í orði og verki. Landeigendur á svæðinu hafa lýst yfir von- brigðum með úrskurð dóm- stólsins og talið að lítið hafi verið gert úr eignarrétti ein- staklinga miðað við eignarrétt ríkisins. Erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Sérstæð náttúra er helsta aðdráttaraflið. Álag á vinsælustu ferðamannastaðina er vegna þessa komið að þolmörkum. Erfitt hefur reynst að láta uppbyggingu og viðhald staðanna halda í við fjölgun gesta. Lengi hefur verið rætt um gjaldtöku til að sinna nauðsynlegri upp- byggingu ferðamannasvæða, viðhaldi, eftir- liti og öryggisþjónustu. Þar er um að ræða stígagerð til verndar viðkvæmri náttúru, útsýnispalla, hreinlætis- og salernisaðstöðu, upplýsingakort, lýsingu og annað. Beðið hefur verið eftir stefnumótun stjórnvalda. Þess vegna, meðal annars, hóf landeigendafélagið við Geysi innheimtu. Áður var hún hafin við Kerið í Grímsnesi sem er svæði í einkaeign. Þá hafa landeig- endur Reykjahlíðar boðað gjaldtöku, meðal annars við Dettifoss. Þeim fyrirætlunum hafa samtök nyrðra mótmælt og segja það ekki ásættanlegt að einstök náttúrusvæði verði lokuð almenningi nema gegn greiðslu. Óskipulögð gjaldtaka skaði orðspor Íslands og sé úr takti við þá ímynd sem ferðaþjón- ustuaðilar hafi kynnt. Sjálfsagt sé hins veg- ar að landeigendur setji upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyrir veitta þjónustu, þegar þeir hafi lagt í uppbyggingu á svæðinu og þjónustan veitt. Það hefur dregist of lengi að stjór- nvöld leggi línurnar. Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, kynnti í fyrra hugmyndir um náttúrupassa og var ætl- unin að leggja fram frumvarp þar um nú á vorþingi. Frá því hefur verið horfið og verður frumvarpið væntanlega lagt fram á haustþingi og að því stefnt að passinn taki gildi um áramót. Stjórnvöld boða, í því millibilsástandi sem skapast, að sett verði fjármagn í nauðsynlegar framkvæmdir á ferðamannastöðum þar sem mest þörf er á lagfæringum. Ýmsir koma til greina en einkum hlýtur athyglin að beinast að lang- fjölsóttustu stöðunum. Þar tróna á toppi Gullfoss og Geysir, auk Þingvalla. Í skýrslu sem unnin var fyrir Ferðamálastofu í fyrra um fjármögnun uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða var gróft mat að 597 þús- und manns hefðu sótt hvern þann stað árið 2012. Fjölgunin í fyrra var umtalsverð og í ár er reiknað með áframhaldandi fjölgun. Af þessum tölum má marka áraunina á við- kvæmt landsvæði og þörfina á því að koma í veg fyrir náttúruspjöll. Náttúrupassinn, sú lausn sem stjórnvöld vinna að, er umdeildur eins og aðrar aðgerð- ir sem til greina koma. Passinn er gjald sem innheimta á fyrir aðgang að helstu nátt- úruperlum landsins, skattlagning á þá sem hingað koma. Sjálfseignarstofnun, Náttúru- passasjóður, hafi umsjón með tekjum sjóðs- ins og úthluti fjármunum til uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum. Ráðherra vonast til þess að þeir sem hyggi á gjaldtöku sjái sér hag í að taka þátt í verkefninu. Um það þarf að nást bærileg sátt. Komu- eða brottfarargjald er til dæmis innheimt af þeim sem sækja heim Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Ráðherra hefur boðað hóf- legt gjald, sem annars vegar snýr að styttri eða lengri heimsóknum erlendra gesta og hins vegar heimamönnum. Kostur við slíka skattlagningu er að hún hefur ekki bein áhrif á verðlagningu ferða- þjónustuaðila en grundvallaratriði við slíka ákvörðun er að samræmi sé á milli staða, óháð eignarhaldi og að skýr skil séu milli gjalds fyrir aðgang og gjalds sem tekið er fyrir veitta þjónustu. Gjaldtaka vegna ferðamannaþjónustu Sátt náist um fyrirkomulag Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is Mikið úrval af heimilistækjum Kæli og frystiskápar Spanhelluborð Blástursofnar Uppþvottavélar Góu! PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 30 95 4 Verði þér að PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 0 5 5 8 Trítlað í fjallasölum Alpanna 12. - 19. júní Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson Verð: 178.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sumar 5 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Gengið um ægifagurt fjallasvæði Í Austurríki, þar sem allir geta fundið gönguleiðir við sitt hæfi. Gist í 7 nætur á glæsilegu Alpahóteli. Sp ör e hf . H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Auglýst er eftir umsóknum í Rannsóknasjóð fyrir styrkárið 2015. Umsóknarfrestur er til kl. 17:00, 2. júní 2014. Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku. Umsóknir eru rafrænar og sótt eru um í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi. Upplýsingar og umsóknagögn má nálgast á www.rannis.is Umsóknarfrestur 2. júní Rannsóknasjóður 12 viðhorf Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.