Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 14
Vikan í tölum 850 milljónum verja Íslendingar í mat og drykk fyrir páskana, samkvæmt nýjum tölum frá Rann-sóknarsetri verslunarinnar. Foreldrar sem komnir eru að þolmörkum Fimm ára rifrildi systkina É g á tvö börn sem rífast stöðugt. Þau eru nýorðin sex og átta ára og hafa rifist frá því þau höfðu vit til. Sem er um það bil fimm ár. Fimm ár af rifrildi er dálítið langur tími. Og nú hef ég fengið nóg. Ég hef þraukað til þessa með því að hugga mig við að þetta hljóti að fara að lagast. Fyrst notaði ég sem afsökun að eldra barnið var á „Terrible Twos“ tímabilinu og þegar því var lokið var yngra barnið komið á sama aldursskeið. Þegar þau voru þriggja og fimm fór ég að vonast eftir því að þetta hlyti nú að fara að lagast. Það rættist ekki og ákvað ég þá að þrauka þangað til eldra barnið væri komið í skóla. Þá yrði nú svo mikið þrosk- astökk. Það varð ekki raunin. Og enn rífast þau. Þau rífast um það hver fái að liggja lengur í fanginu mínu á morgnana (þótt ég segi þeim á hverjum degi að faðmur minn sé svo stór að það sé vel pláss fyrir tvö börn). Þau rífast um hvoru þeirra við skutlum á undan í skólann (þó svo að við höfum þá reglu að við skipt- umst á). Þeim finnst óendanlega ósann- gjarnt ef systkinið er veikt og fær að hafa „kósídag“ með mömmu eða pabba (þótt hitt systkinið sé jafnvel ælandi í fötu). Þau þræta, pirra hvort annað, pota í hvort annað og eru almennt óþolandi hvort við annað. Þau rífast um efnislega hluti („ég ætlaði að lita með appelsínugula litnum en þú ert alltaf með hann“) sem óáþreif- anlega („Mamma hlær meira að hans bröndurunum en mínum!“). Í rauninni allt sem hægt er að rífast um – og líka allt hitt. Ósjaldan verður leikfang að ásteyt- ingarsteini bara fyrir það eitt að annað barnið er að leika sér með það og hitt barnið vill það þá endilega líka. Þó svo að hvorugt hafi sýnt dótinu áhuga í margar vikur fram að því. Þegar þau voru minni var ástandið svo alvarlegt að ég þorði ekki að skilja þau eftir ein tvö saman í herbergi. Ég var hrædd um að þau myndu hreinlega slasa hvort annað í hugsunarleysi í miðju rifrildi. Þau eru sem betur fer komin með aukinn þroska – að minnsta kosti að því marki að ég veit að þau myndu ekki meiða hvort annað. Við erum búin að reyna ýmislegt. Ég passa mig á því að kaupa ekki alltaf handa báðum ef annað vantar eitthvað (til dæmis sokka) því þannig tel ég mig vera að kenna þeim að ég kem fram við þau af sanngirni og uppfylli þarfir þeirra þótt þær þeirra séu stundum misjafnar. Ég reyni að útskýra fyrir þeim að „jafnt“ þýðir ekki það sama og „alveg nákvæm- lega eins“. Það finnst þeim erfitt að skilja. Eldra barnið fékk nýlega ADHD grein- ingu og ég er að vona að það veiti okkur foreldrunum einhverja innsýn inn í það hvers vegna þeim semur svona illa. Yngra barnið er svo sem með auðveldara skap- ferli en hefur þurft að glíma við veikindi og spítalavistir og kemst þar af leiðandi ef til vill upp með meira en eldri systkini þess. Reynslan sýnir að foreldrar verða oft eftirgefanlegri við börn sem glímt hafa verið við veikindi og þurft hafa að dveljast á spítala. Sú staðreynd spilar að sjálfsögðu inn í samband systkinanna og átökin þeirra á milli. Hvað sem öllu líður er komið að þolmörkum hjá okkur foreldrunum. Nú þurfum við tæki og tól til að aðstoða okkur við að hjálpa börnunum okkar við að semja betur við hvort annað. Öll ráð eru vel þegin. Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Hvað sem öllu líður er komið að þolmörkum hjá okkur foreldrunum. Nú þurfum við tæki og tól til að aðstoða okkur við að hjálpa börnunum okkar við að semja betur við hvort annað. Öll ráð eru vel þegin. Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Skafkorti› Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. 82 X 58 cm • Kr. 2.990 16 af hverjum 100 börnum á Íslandi eiga á hættu að búa við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu frá Barna- heillum. 243 milljónum verja Ís- lendingar í áfengi fyrir páskana. 390 námsmenn fá sumarstörf hjá ríki og sveitarfélögum í sumar fyrir tilstuðlan átaksverkefnis Vinnumálastofnunar. 64 af hverjum 100 börnum á Íslandi eru skráð með heimilistann- lækni. 75 ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglu í mars og fækkaði milli mánaða, sam- kvæmt tölum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 23 heiðlóur sáust í Flóanum við Höfn í Hornafirði í vikunni. Þar voru einnig um 140 jaðrakanar. 70 milljón plastpokum er hent á Íslandi á hverju ári. Þeir geta verið allt að þúsund ár að brotna niður í náttúrunni. 15000 fermetra hús er leyfilegt að byggja á reitnum sem Landsbankinn hefur fengið undir nýjar höfuðstöðvar við Hörpu. 14 viðhorf Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.