Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 10
Sverrir Örn Þorvalds- son, framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslands- banka. Ljósmynd/Íslandsbanki Dagur B. Eggertsson leiðir lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík en flokkurinn mælist stærstur í höfuðborg- inni í Þjóð- ar- púlsi Gal- lup. Ljós- mynd/ Hari Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI  Íslandsbanki Áhættuskýrsla komin út Í fjórða sinn Gæði útlánasafnsins aukast Lausafjárstaða hefur hækkað og endurfjár- mögnunarþörf er hófleg á næstu árum. Í slandsbanki hefur nú gefið út Áhættuskýrslu í fjórða sinn. Í henni má sjá, að því er fram kemur í til- kynningu bankans, að gæði útlánasafns- ins halda áfram að aukast. Vanskilahlut- föll lækkuðu umtalsvert á árinu en ekki er gert ráð fyrir að þau lækki með sama hraða áfram. Skýrslan veitir markaðsað- ilum upplýsingar sem auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjár- stöðu hans. Þar kemur fram, segir enn fremur, að eiginfjárstaða Íslandsbanka sé sterk, eiginfjárhlutfall er 28,4%. „Íslandsbanki er vel í stakk búinn að takast á við breytingar á ytra regluverki en það er áhyggjuefni að regluverkið verður sífellt flóknara og tæknilegra. Vegna smæðar Íslands reynir mjög á bæði eftirlitsaðila og fjármálafyrirtæki við innleiðingu á stöðlum sem eiga að vera sambærilegir á milli landa,“ segir bankinn. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu undanfarinna ára hafa fáir viðskiptavinir þurft á frekari úrræðum að halda „sem gefur til kynna að framkvæmd og úr- vinnsla endurskipulagningar hafi verið gagnger og vel undirbúin.“ Uppsafnaðar afskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar til einstaklinga nema nú um 120 milljörðum króna, þar af 16 milljarðar króna á árinu 2013. Til viðbótar kemur skuldaleiðrétt- ing ríkisstjórnarinnar sem er áætlað að verði 10 til 15 milljarðar hjá bankanum. „Lausafjárstaða bankans hefur hækk- að á árinu og uppfyllir bankinn alþjóð- legar lausafjárkröfur sem Seðlabanki Íslands ráðgerir að innleiða í þrepum til ársins 2017. Endurfjármögnunarþörf bankans er mjög hófleg á næstu árum. Eftir velheppnaða erlenda skuldabréfaút- gáfu á árinu 2013 hafa lánskjör bankans í erlendum myntum haldið áfram að batna það sem af er ári. „Íslandsbanki vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf, og veitir þessi skýrsla innsýn í fjölmarga þætti í áhættu- mynstri og áhættustýringu bankans,“ segir Sverrir Örn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri áhættustýringar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  kosningar Þjóðarpúls gallup Samfylkingin mælist stærst í Reykjavík Fengi fimm borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð fjóra hvor flokkur. Samfylkingin mælist stærst í nýrri könnun Þjóðarpúls Gallup um fylgi flokka ef kosið yrði til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Helstu breytingar á fylgi flokka í borginni frá síðustu könnun eru þær að Samfylkingin bætir við sig fjórum prósentustigum. Sjálfstæðisflokkur- inn og Björt framtíð bæta við sig tveimur prósentustig- um hvor flokkur. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð tapa þremur prósentustigum hvor flokkur. Tæplega 28 prósent segjast myndu kjósa Samfylk- inguna, ríflega 25 prósent Sjálfstæðisflokkinn og rúm- lega 24 prósent Bjarta framtíð. Ríflega 10 prósent myndu kjósa Pírata, tæplega 7 prósent VG, 3 prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 3 prósent Dögun. Rúmlega 13 prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp. Ríflega 9 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa. Ef borgarfulltrúum er skipt milli flokka út frá niðurstöðum könnunarinnar fengi Sam- fylkingin fimm fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð fjóra hvor flokkur og Píratar og VG sinn borgarfulltrúann hvor. Netkönnun Capacent Gallup var gerð 19. mars til 10. apríl. Heildarúrtaksstærð var 2.144 Reykvíkingar 18 ára og eldri valdir af handahófi úr Viðhorfa- hópi Capacent Gallup. Þátt- tökuhlutfall var 60,1 prósent. Vikmörk eru 1,0-2,8 prósent. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.