Þjóðlíf - 01.02.1988, Síða 3

Þjóðlíf - 01.02.1988, Síða 3
BRÉF FRÁ LESENDUM Til lesertda Þjóðlíf vill benda lesendum sínum á að þeir geta sent okkur bréf til birtingar svo framar- lega sem fjallað er um efni Þjóðlífs eða því tengdu á einhvern hátt. Einnig geta lesendur hringt inn í sama skyni. í þessu sambandi og að gefnu tilefni vill Þjóðlíf taka fram, að tímaritið áskilur sér rétt til að stytta bréf, en mun kappkosta að breyta ekki merkingu þeirra. Bréf skulu stíluð þannig: Fréttatímaritið Þjóðlíf Bréf frá lesendum Pósthólf 1752 121 Reykjavík Þjóðlífstölur í Þjóðlífstölum segir að könnun hafi leitt í ljós að framhaldsskólakennarar hafi 109 þús- und krónur í laun fyrir októbermánuð sl.. Samkvæmt mínum heimildum var úrtakið 2 kennarar og segir sig sjálft að það getur tæp- ast verið marktækt. Einnig skora ég á ykkur að nefna heimildir fyrir Þjóðlífstölunum, sem eru yfirleitt mjög merkar og forvitnileg- ar. í þessu tilfelli var engra heimilda getið. Þorvaldur Meira erlent efni Má ég allra vinsamlegast benda ykkur Þjóðlífsmönnum á að það gerist fleira frá- sagnarvert í heiminum en í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég les alltaf erlendu frétta- skýringarnar og viðtölin sem fréttaritararnir ykkar skrifa í blaðið en óneitanlega mætti greina frá málefnum fjarlægari heimshluta. Getið þið ekki nælt íeinhverja góða fréttarit- ara í einhverju Asíu- eða Afríkulandi? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Sigurjón. Vestmannaeyjum. Fróðleg úttekt Greinin um fyrirtíðarspennu var einkar fróð- leg og í þessu tilfelli gagnleg úttekt. Út af þessu vil ég líka biðja ykkur um að taka oftar svona ítarlega fyrir ýmislegt um heilbrigðis- málin, sem vekja mikinn áhuga manns. Esther í Breiðholtinu. ÞJDDÍH af því að fá þessa ýmsu söfnuði til að rífast dálítið á síðum blaðsins, svoleiðis rifrildi eru alltaf skemmtileg. Bjartur Reykjavík. Þökkfyrir Evrópu Um leið og ég vil þakka fyrir ítarlega um- fjöllun um Evrópubandalagið vil ég lýsa yfir furðu minni á tregðu íslenskra ráðamanna gagnvart Evrópu. Ekki veit ég hvort það er vegna þess hversu háðir við erum Banda- ríkjamönnum, t.d. að SÍS og SH fái að ráða algerlega ferðinni eða af öðrum ástæðum. þá er hræðslan við að nálgast Evrópubandalag- ið með skynsamlegum hætti ótrúlega mikil. Þjóðlíf hefur nú riðið á vaðið með þessa umfjöllun og fyrir það á tímaritið þökk skil- ið. Kveðjur Gylfi. Skemmtilegur þáttur Bílasíðurnar í Þjóðlífi eru með skemmtilegra tímaritaefni á hinum íslenska markaði. Þátt- urinn er sérstæður vegna þess, að hann gerir okkur, sem ekki eru einu sinni með bílpróf kleift að fylgjast með þessum heimi, og jafn- vel hafa gaman af honum. Maður nennir ekki einu sinni að hamast gegn bíladellunni sem tröllríður öllu þegar kostur gefst á jafn skemmtilegum skrifum. Bíllinn verður ásættanlegt fyrirbæri þegar hann er með- höndlaður á þennan hátt. Lárus, Kópavogi. Spiritisminn útdauður Sú gleðifrétt barst um heimsbyggðina fyrir nokkrum árum, að spiritisminn væri útdauð- ur. Ég þakkaði mínum sæla, þar sem amma mín hafði tæpast látið okkur í friði í marga mánuði 1965, og kom fram á öllum miðils- fundum. þannig að það var ekki flóafriður fyrir hringingum með kveðjunt allra handa frá blessaðri gömlu konunni. En með hnign- andi gengi spiritismans hættu þessar kveðjur og ég hef ekki verið plagaður lengi af sím- hringingum eftir miðilsfundi. En nú eruð þið. frjálslyndir með öllu. að reyna að endur- vekja þennan déskota. Þetta er misskililið frjálslyndi og vildi ég nú biðja um meira raunsæi og efnishyggju. Það var samt dálítið gaman af þessu með verurnar frá öðrum hnöttum. og í sjálfu sér ekki ástæða til að agnúast út af því. Það væri samt meira gaman Gerið enn betur Þær breytingar sem þið hafið verið að gera á Þjóðlífi síðustu mánuði eru vissulega til bóta. en betur má ef duga skal, eins og kerl- ingin sagði. Mér finnst að þið gerið lands- byggðinni ekki nógu hátt undir höfði, þó ég vissulega verði var við viðleitni. Sem fjöl- skyldumaður vildi ég gjarnan að þið hefðuð barnaþátt í blaðinu og sem Húnvetningur geri ég blátt áfram kröfu um vísnaþátt og umfjöllun um hestamennsku. Með kveðju að norðan. Kristinn Húnvetningur. 3

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.