Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 17

Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 17
INNLENT „Hann stefnir / a þingsæti...“ Þjóðlíf dregur upp mynd afnýjasta þungavigtar- manninum í verkalýðspólitík, Birni Grétari Sveinssyni. . . þá verður hann harður og óvœginn andstœðingur Höfundur: Baldur Kristjánsson Höfn í Hornafirði. (Ljósmyndir Halldór Tjörvi Einarsson.) Hann er 43ja ára, svartur yfírlitum, svarthærður, svart skeggið vel snyrt, andlitið festulegt, maðurinn ábúðarmikill meðalmaður, þétt- vaxinn. Vaxinn eins og verkalýðsleiðtogar hér áður þegar ábúðar- mikið fas gat skipt sköpum í verkfallsátökum og menn þurftu að vera þéttir fyrir til að vera ekki hent út af vinnustöðum eða ofanaf ræðu- pöllum. Og þeir þurftu að hafa búka sem gáfu hljóð. Hann er formað- ur verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði og hefur á undan- förnum misserum sótt til áhrifa innan verkalýðshreyfíngarinnar þar sem hann hefur vakið athygli fyrir skeleggan málfíutning. Þá var Björn kosinn ritari Alþýðubandalagsins á landsfundi þess í nóvem- ber. Og við spyrjum. Hver er hann? Táknar framganga hans og hans líka nýja tíma í íslenskri verkalýðshreyfíngu? Er hann væntanlegur þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi? Skoðum aðeins manninn, uppruna, feril og viðhorf. 17

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.