Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 18
INNLENT
Björn Grétar Sveinsson fæddist á Há-
nefsstaðaeyrum á Seyðisfirði f9. janúar
1944, sonur Guðbjargar Björnsdóttur og
manns hennar Sveins Sörenssonar. Foreldr-
ar hans fluttu með hann á Eskifjörð þegar
hann var þriggja ára gamall og þar var hann
óslitið til 30 ára aldurs. Björn sótti að sjálf-
sögðu Barna- og unglingaskóla Eskifjarðar
og hefur þar haft gott kennaralið. Skúli Þor-
steinsson var kennari og seinni ár Björns var
Kristján heitinn Ingólfsson skólastjóri og
hvíslaði því að mér lítill fugl að Möðruvell-
ingurinn og hugsjónamaðurinn Kristján Ing-
ólfsson hefði haft mikið dálæti á þessum
nemanda sínum.
Veturinn 1959 til '60 er Björn í gagnfræða-
skólanum á Laugarvatni. Lærir síðan tré-
smíði heima á Eskifirði í kvöld og helgar-
formi af iðnskóla. Starfaði síðan við þá iðn
og stundaði sjóinn jafnframt.
Á Eskifirði starfaði Björn Grétar mikið að
félagsmálum og sat fyrir Alþýðubandalagið í
hreppsnefnd og fyrstu bæjarstjórn Eski-
fjarðar.
Til Eyja eftir gos
Hann vendir síðan sínu kvæði í kross þrí-
tugur að aldri og heldur með fjölskyldu
sinni, eiginkonunni Guðfinnu Björnsdóttur
frá Borgarfirði eystra og þremur ungum
börnum, til Vestmannaeyja. Petta var 1974.
rétt eftir gos og segir Björn ástæðuna þá að
freistandi hafi verið fyrir húsasmið að flytja
til Eyja á þessum tíma, enda óþrjótandi
verkefni. í Eyjum er Björn allt kjörtímabil
ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, smíðar
hús og fer af og til á sjó. Fer ekki sögum af
stjórnmálaþátttöku hans þar. Árið sem hin
misheppnaða þriggja flokka stjórn Ólafs
heitins Jóhannessonar tók við völdum veðjar
Björn Grétar rétt er hann velur Höfn á
Hornafirði sem næsta áfangastað. Höfn
hafði vaxið töluvert eftir gos, en vaxtakipp-
urinn átti eftir að magnast enn næstu árin. Á
Höfn stundaði Björn smíðar og sjóinn þess á
milli, uns hann var kjörinn formaður verka-
lýðsfélagsins Jökuls haustið 1985, hvar hann
hefur starfað síðan sem formaður og fram-
kvæmdastjóri.
Fellir sitjandi formann
Pað væri rangt að segja að Björn hafi byrj-
að félagsmálastúss sitt á Höfn með einhverj-
um látum. Frá upphafi veru sinnar tók hann
að vísu þátt í starfi Alþýðubandalagsins og
hann var einn af„ postulunum 12“ sem stofn-
uðu Eystrahorn árið 1983, en þar náðu
áhrifamenn úr flestum skoðanahópum þessa
litla samfélags saman um stofnun vikublaðs.
Það er ekki fyrr en dregur að hausti 1985 að
félagsmálahjól Björns Grétars byrjar að
snúast, en þá fellir hann í kosningum sitjandi
formann verkalýðsfélagsins Jökuls, flokks-
bóður sinn Sigurð Hannesson. Sigurður er
ættleggur af Gunnari Benediktssyni séra og
rithöfundi, en öll sú Mýraætt í
Austur-Skaftafellssýslu hefur verið meira og
minna rauðlituð. Rauði liturinn varð þó Sig-
urði ekki að falli. Ef eitthvað var, var hann
sakaður um að vera of hægfara. Sennilega
hefur Sigurður goldið þess að hafa ekki þá
tvöfeldni í viðbrögðum sem verkalýðsfor-
ingjar þurftu að hafa til að lifa af ríkisstjórn-
arár Steingríms Hermannssonar. Þeir að-
höfðust lítið en töluðu digurbarkalega til
þess að breiða yfir aðgerðaleysi sitt. Sigurð-
ur gerði lítið eins og aðrir en hann var ekki
nógu duglegur að breiða yfir það með
mælsku sinni, og því fór sem fór.
Trúlega er einsdæmi í verkalýðsfélagi hér-
lendis að formaður sé felldur af öðrum á
sama kanti stjórnmálanna (af öndverðum
kanti er nær dæmalaust einnig í hinu sam-
tryggða flokkskerfi verkalýðshreyfingarinn-
ar) og þetta kjör sýnir ágætlega hæfileika
Björns Grétars til þess að vinna menn á sitt
band og koma vilja sínum fram, fyrst og
fremst með persónulegum tengslum og við-
tölum því að valdahlutföll í verkalýðshreyf-
ingunni ráðast ekki með skoðanaskiptum á
fundum. Björn var auðvitað búinn að vera í
verkalýðsfélaginu síðan hann kom til Hafnar
sem trésmiður, sjómaður og síðustu misserin
fyrir formannskjörið vann hann í frystihús-
inu og sýnir það kannski eitt með öðru að
hann hafi ætlað sér formannssætið með tölu-
verðum fyrirvara.
Tilheyrir nýjum hópi fólks
Björn Grétar segir í viðtali við Eystrahorn
fyrr í sumar að hann hafi sett sér það tak-
mark að koma verkalýðsfélaginu Jökli á
landakortið og það hefur honum svo sannar-
lega tekist. Öllum viðmælendum mínum ber
saman um það að Björn sé grjótduglegur í að
reka sitt verkalýðsfélag, hafi bryddað upp á
mörgum nýjungum og sé nógu frekur og
ákveðinn til þess að standa í samningagerð.
Hann hefur og á þessum rúmu tveim árum
orðið æ virkari í verkalýðshreyfingunni á
landsvísu og er nú varaforseti Alþýðusam-
bands Austurlands og í framkvæmdastjórn
Verkamannasambands íslands eftir að hafa
verið einn af útgöngumönnunum á þingi þess
í haust þegar ágreiningur varð um stefnuna í
málefnum fiskvinnslufólks.
Á vettvangi Verkamannasambandsins
hefur Björn Grétar verið einn af ákveðnustu
talsmönnum þess að sambandið tæki sér-
staklega upp kröfuna um stórbætt laun fisk-
vinnslufólks, taxtakaup þess þyrfti að stór-
hækka og hinn ómanneskjulegi bónus að
hverfa. Hann tilheyrir nýjum hópi fólks í
verkalýðshreyfingunni sem þorir og getur
gert sig gildandi þó það hafi ekki háskólapróf
/
„Bindindismaður á brennivín . .
í hagfræði upp á vasann. Stíllinn er heldur
ekki sá að þylja tölur og meðaltöl og jafna
þar með út allar áherslur. Stfllinn er Guð-
mundar Jaka og hans kynslóðar... að benda
einfaldlega á það að kaup þurfi að hækka og
rökstyðja mál sitt með tilvísun til lífskjara
almennings eða einstakra hópa. Og með
þeim hreina og beina málflutningi stal Björn
Grétar senunni frá Ásmundi Stefánssyni á
miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins í des-
ember, en þá fyrst rann það upp fyrir fjöl-
mörgum sem stutt höfðu hina nýju forystu-
sveit Alþýðubandalagsins á landsfundinum í
nóvember að í ritarastól flokksins sat þunga-
vigtarmaður í verkalýðspólitík.
Það þarf ekki að tala við marga af þeim
sem eru í Verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn til
þess að komast að því að Björn Grétar nýtur
trausts síns fólks og innan félagsins nýtur
hann mikils fylgis. Hann fer mikið um vinnu-
staði og fólki bar saman um það að hann
stæði við það sem hann lofaði að fram-
kvæma. Þá var bent á það að hann hefði fylgt
vel eftir ýmsum réttlætismálum fyrir um-
bjóðendur sína, ekki hvað síst fyrir aldraða
félaga.
Slóttugur en
hörkuduglegur
„Eg vil ekki segja að Björn Grétar sé mjög
18