Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 24
MENNING
Sigurður Flosason; lærði hjá meisturunum Eugen Rousseau og George Coleman.
, ,Þetta snýst aUt um að
skapa sér tækifæri“
Viðtal við
„Big Sig“
Flosason
og Skúla Sverrisson,
sem nema og praktísera
í bandarísku jasslífi.
Fyrir skömmu voru staddir hér á landi í stuttu jólafríi þeir Sigurður
Flosason, saxófónleikari, og Skúli Sverrisson, bassaleikari, en þeir
stunda báðir tónlistarnám við bandaríska háskóla. Sannast sagna var
lítið um afslöppun hjá þeim félögum því heimamenn gripu þá glóð-
volga í spilamennsku af ýmsu tagi.
Sigurður hefur verið við nám við tónlistar-
háskólann í Bloomington í Indiana allt frá
árinu 1983 og fæst þar jöfnum höndum við
djass og klassísk fræði. Hann fékk tækifæri
til að sýna á sér báðar hliðar hér heima yfir
jólin, lék m.a. verk fyrir saxófón á tónleikum
hjá Musica Nova og koma svo fram á djass-
tónleikum í Heita pottinum. Þá fengu lands-
menn að hlýða á verðlaunaverk hans úr
Hoagy Carmichelkeppni sem haldin var í
24