Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 40
ERLENT
Evrópusýn
Enzensbergers
Ný bók erlendis
Á árunum 1982 til 1986 dvaldist blaðamað-
urinn og rithöfundurinn Hans Magnus
Enzensberger nokkra mánuði í senn í sjö
Evrópulöndum við athuganir og skriftir.
Hann naut aðstoðar Die Zeit í Hamborg,
Dagens Nyheter í Stokkhólmi, L’Espresso í
Róm og E1 Pais í Madrid. Þessi blöð birtu
greinaflokka Enzensbergers, en auk þess
gerði hann þáttaraðir fyrir þýskar útvarps-
stöðvar. Háskólaforlagið í Osló birti Noregs-
skýrslu lians á bók 1984 og skemmtu Norð-
menn sér vel yfir írónískri íhygli textans, þar
sem lesa má ást höfundar á landi og þjóð
milli lína.
í fyrra kom út hjá Suhrkamp Verlag
Frankfurt am Main bókin Ach Europa! Par
hefur Enzensberger safnað saman pistlum
sínum frá löndunum sjö og bætt við eftir-
mála, þar sem hann fer í ferðaföt bandaríska
blaðamannsins Timothy Taylor á Evrópu-
reisu árið 2006. Fyrir jólin var bókin komin
út á norsku hjá Háskólaforlaginu í Osló
(Akk, Europa! — Inntrykk fra syv land med
en epilog fra œr 2006), og er væntanleg í
sænskri þýðingu á útmánuðum. Kaflarnir í
bókinni bera heitin: Sænskt haust, Italskar
sveiflur, Ungverskar flækjur, Portúgölsk
heilabrot, Norsk taktleysa, Spænsk glerbrot
og Pólsk tilfelli. Eftirmálinn nefnist
„Böhmen við hafið" og er skýringar á heitinu
að leita í kvæði sem Taylor áskotnast í Prag.
Lýsingar Enzensberger á stöðum, fólki og
fyrirbærum eru yfirleitt skemmtilegar og
léttlesnar. Lesandinn verður margs fróðari
um ungverskt og pólskt millibilsástand og
suðupott suðurevrópsks mannlífs. Gegnum-
reisur og afspurn nægja ekki til þess að geta
metið umfjöllunina um þessa hluta Evrópu,
en af því að ég tel mig núorðið þekkja nor-
ræna frændur allvel, þá finnst mér ekki of-
mælt að kaflarnir um Svíþjóð (1982) og Nor-
eg (1984) eigi fullt erindi á bók. Þar er að
finna persónu- og umhverfislýsingar sem
draga fram skýr sænsk og norsk einkenni.
Einnig skarpar ályktanir um þjóðfélags-
ástand og þróunarferli. Að mínum dómi
kemst Enzenberger þó nær norskri þjóðar-
sál, ef þessháttar er þá til, heldur en sænskri,
enda ekki öllum hent að komast inn úr
sænsku stáli.
„Sósíaldemókratar erum við allir, hvað
sem við kjósum," segir einn af sænskum við-
mælendum höfundar. Sagnfræðingur nokk-
ur fellir eftirfarandi dóm: „Ef til vill eru
mestu hugmyndafræðilegu mistök krata þau
að hafa myrt sína þjóðarsögu. Hvernig á
svona gömul þjóð að vita hvað hún gerir,
þegar hún veit ekki hvað hún hefur hlotið í
arf? Þessi kerfisbundna gleymska á eftir að
hefna sín á komandi krepputímum, ef ekki
fyrr." En vilji kratar í Svíþjóð láta líta svo út
að sænsk saga hafi byrjað með myndun
verkalýðs- og alþýðuhreyfinga, þá-er mann-
fræðistúdínan og gáfnatröllið Elsa í Osló
þeirrar skoðunar, að saga Noregs sé eintóm-
ur uppspuni. Yfir rjúkandi spagetti og vel
kældu hvítvíni segir hún Enzensberger frá
því hvernig sögulaus þjóð hefur á 200 árum
spunnið sér upp þjóðarsögu úr allrahanda
lífslygi, sem orðin er hluti af sjálfsmynd
Norðmannsins og driffjöður í óbilandi sjálfs-
byrgni hans. Þessi kafli ereinn af hápunktum
bókarinnar. í Noregi búa fjórar milljónir
áhugasagnfræðinga, segir Elsa (og 30 mi-
ljónirmeðlima ífélögum). Enzensbergertel-
ur Norðmenn vera með annan fótinn í fortíð-
arsköpun og hinn í framtíðartilraunum, og
veit ekki nema allt fari fjandans til vegna
beinnar innspýtingar á „fíknilyfi" því sem
nefnist olíudollar.
Hvernig horfir svo Evrópa við Enzensber-
ger í gerfi blaðamanns New Yorker árið
2006? Timothy Taylor gengur sig sárfættan
um evrópskar miðborgir, þar sem bílnum
hefur verið úthýst, og hittir fólk. CIA-út-
sendarinn segir að allir séu á móti Ameríku,
N ATÓ sé ekkert bandalag lengur, bara gam-
all draugur og Evrópa alltof margslungin
fyrir óbrotinn Bandaríkjamann, og auk þess
öll morandi í rússneskum ferðamönnum.
Taylor ræðir við vfnsalann, sem hætti að
versla með fornmuni í tæka tíð, og keypti
upp allt Bordaux-vín sem hann komst yfir
áður en Bordelais varð óbyggilegt um aldur
og ævi vegna kjarnorkuslyss. Helsta þrætu-
eplið í Berlín er það hvort líta eigi á Berlínar-
múrinn sem minnismerki, húsfriðunarverk-
efni eða villtan grasgarð í miðborg. Stórveld-
in hafa kallað heri sfna heim frá
Evrópuríkjum. Rússar eiga full í fangi með
uppreisnir í Asíulýðveldum Sovétríkjanna.
Ekkert verður úr sameiningu þýsku ríkj-
anna, því að innst inni kunna Þjóðverjar best
við sig í borgríkjum. Austur-Evrópuríkin
eru ennþá í gamaldags neysluvímu.
Timothy Taylor fer í Bjarmalandsför eins
og Djúnki til þess að hafa upp á fyrrum for-
seta Evrópubandalagsins sem felur sig í
finnsku skógunum. Þar er hann leiddur í all-
an sannleika: Áratugum saman var Evrópu-
Hans Magnús Enszenzberger tekur
Norðmenn í bakaríið.
hugsjónin fólgin í því að búa til blokk gegn
hinum blokkunum, sameinast um miklar vís-
indaáætlanir, hátækni og sameiginlega
staðla. „Það átti að gera okkur að hvítum
Japönum," segir Finninn, en auðvitað
sprakk þetta allt með því að útbólgið og yfir-
þjóðlegt skriffinnskubáknið í Brússel varð
gjaldþrota á milljarðapókernum sem spilað-
ur hafði verið í áratugi. Þá áttuðu rnenn sig
loksins á því að öngþveitið er drjúg upp-
spretta lífshamingju og að hægt væri að lifa á
því hversu Evrópumenn eru ólíkir innbyrðis.
ítalirnir voru fyrstir til að átta sig, segir Finn-
inn. þrátt fyrir og þó kannski einmitt vegna
þess hve þeir bjuggu við niðurnítt og spillt
stjórnarkerfi og brokkgengar stofnanir. Þeir
gerðu „improvisasjonina" framleiðsluhæfa,
ef svo mætti að orði komast. Og nú eru
Evrópunrenn fremri öllum öðrum í heimin-
um í því að leika af fingrum fram í framleiðsl-
unni. Production on Demand heitir það upp
á enskuna og er andstæða fjöldaframleiðsl-
unnar, sem enginn vill líta við lengur. Og
ítalska heilaleikfimin virðist eiga greiða leið
inn í þankatregt framleiðslukerfið hér hjá
okkur á norðurhjaranum, segir fyrrum for-
seti Evrópubandalagsins við bandaríska
blaðamanninn, þar sem þeir sitja eftir gufu-
baðið við arineld í finnskum bjálkakofa með
flösku af Bordaux-víni.
Sniðugt hjá Enzensberger að horfa á
Evrópu árið 2006 með bandarískum augum,
og draga þannig enn sterkar upp þá
framtíðarsýn sína að hin staðlaða Evrópa
beri dauðann í sér, en hin margslungna og
andstæðufulla Evrópa búi yfir miklu lífs-
magni.
Stokkhólmi 1. febrúar
Einar Karl Haraldsson.
40