Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 42

Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 42
ÍÞRÓTTIR Héðinn Gilsson. Ungur og efni- legur handknattleiksmaður. „Eg er með algera jeppadellu“ Fæðingardagur og ár: 27.9. 1968 Þyngd: 94 kg. Hæð: 2.01 m. Starf: Ég er nemi í húsasmíði. Hvernig gengur að samræma starf og æfing- ar? Þegar ég byrjaði á samningi ræddi ég við vinnueitandann minn unr að vera mér hlið- hollur ef ég þyrfti að fá frí vegna æfinga eða keppni. Hann hefur sýnt mér nrjög mikinn skilning í þeim efnum. Hver eru heistu áhugamál þín fyrir utan handboltann? Ég er með algera jeppadellu. Átt þú kærustu? Héðinn verður hálfskrítinn á svip og segir nei. Fjöldi leikja með FH? Ég hef leikið 85-90 leiki. Titlar á ferlinum? Ég hef orðið 3 sinnum Islandsmeistari í yngri flokkunum. Bikarmeistari með öðrum flokki, einnig hef ég orðið 5-6 sinnum Reykjanesmeistari með FH. Flest mörk skoruð í leik? 11 mörk með unglingalandsliðinu í leik gegn Noregi á móti í Vestur-Þýskalandi. Hvaða handboltamann hcldur þú mest upp á? Ég held mest upp á Alfreð Gíslason. Takmark í boltanum? Að ná sem lengst. Mestu vonbrigði? Þegar ég handleggsbrotnaði tveimur vikum fyrir H.M. 21 árs og yngri. Mesta gleði? Þegar FH varð íslandsmeistari í öðrum flokki. Urslitaleikurinn var hreint frábær. Skemmtilegasta tónlist? Bruce Springsteen. Hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppni? Ég reyni að borða 5-6 tímum fyrir keppni. einnig reyni ég að vera rólegur og ná einbeit- ingu. Hvernig finnst þér þjálfarinn? Hann er ágætur. Hann er með skárri þjálfur- um um þessar mundir. Er góður mórall í FH? Það er mjög góður mórall, t.d. höldum við reglulega partý um helgar. Hvað hefur þú spilað marga landsleiki? Ég hef spilað tvo leiki og voru þeir báðir gegn Kóreu. Hvað líkar þér verst í fari fólks? Grobb. Hvað líkar þérr best í fari fólks? Góður húmor. Draumatakmark? Mig langar að gerast atvinnumaður í Vestur- Þýskalandi. Færðu góðan stuðning að heiman? Já, þau hafa veitt mér mjög góðan stuðning. Þau fylgjast mjög vel með leikjum sem ég spila. Einnig láta þau álit sitt mjög í ljósi um frammistöðu mína í ieikjum. Hafa foreldrar þínir stundað íþróttir? Pabbi minn (Gils Stefánsson) var í handbolta hér á árum áður. (Mynd Einar Ólason) Hvaða stöðu spilar þú? Vinstri skytta. Hver er helsti veikleiki þinn? Ég get ekki sagt nei. Hvað finnst þér um að vera tekinn úr um- ferð? Það fer í taugarnar á mér, en maður venst því með tímanum. Hvað æfirðu oft í viku? 6-7 sinnum með félagi plús landsliðsæfingar. Lokaorð: Héðinn kemur mjög vel fyrir sjónir. Hann lætur fara mjög lítið fyrir sér. Ég vona að hann eigi eftir að sanna ágæti sitt sem íþróttamaður og Þjóðlíf óskar honum góðs gengis í framtíðinni. Anna Gunnarsdóttir. 42

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.