Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 45

Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 45
ERLENT Lœknisfrœði/Lögfrœði Nýtt dauðahugtak í Svíþjóð í Svíþjóð er hart deilt um það hvenær lífinu lýkur, með hjarta- dauða eða heiladauða. Um ára- mótin tóku ný lög gildi sem kveða á um nýja skilgreiningu dauða- hugtaksins. Umræðurnar tengj- ast möguleikum á líffæraflutn- ingum, en sænskir læknar binda vonir við að Svíþjóð geti orðið miðstöð norrænna líffæraflutn- inga. Hvenær hefst lífið og hvenær lýkur því? Deilur hérum eru ekki óalgengar og hafa ekki hvað síst tengst umræðum um fóstur- eyðingar og helgi lífsins. Þannig skýrði tíma- ritið Nature nýlega frá því að í Bandaríkjun- um deildu menn nú um réttmæti þess að halda ..lifandi" börnum er fæðast án heila, í þeim tilgangi að nýta líffæri þeirra. Deilur um hvenær hinu jarðneska lífi ljúki eru nýrri af nálinni en hafa undanfarin ár aukist og tengjast meðal annars auknum möguleikum á líffæraflutningum. Hér í Sví- þjóð tóku gildi lög nú um síðustuu áramót er ákveða nýja dauðaskilgreiningu. Hér eftir telst manneskja látin þegar allri heilastarf- semi er óafturkallanlega lokið, jafnvel þó svo hjartað slái enn. Pegar heiladauðinn er ljós ber læknum að slökkva á öndunarvélum og hætta allri meðhöndlun. Á þessu eru þó tvær undantekningar. Annarsvegar ef um er að ræða ófríska konu og mögulegt er að bjarga barninu. Hins vegar ef nota á líffæri viðkomandi til flutnings í aðra manneskju. í því tilfelli má halda blóðstreymi í gangi í 24 tíma eftir heiladauða. Nokkrar deilur urðu að sjálfsögðu um þessa breytingu og gagnrýnendur hafa hald- ið því fram að höfuðástæða hennar sé löngun lækna í líffæri. Ýmsar tröllasögur fóru og af stað og t.a.m. sögðu fjölmiðlar frá því um miðjan desember að á nýársnótt yrði gengið á milli 70 heiladauðra sjúklinga á gjörgæslu- deildum, þeir lýstir dauðir og slökkt á önd- unartækjunum. Reyndist þetta að sjálfsögðu vera hreinn heilaspuni. Flest Vesturlönd munu nú hafa tekið upp dauðaskilgreiningu sem tengist heilastarf- seminni. Þó hafa t.a.m. Danmörk og Japan enn ekki breytt sínum reglum. Áður en hin nýju lög gengu í gildi í Svíþjóð var í raun hvergi lögformlega ákvarðað hvenær mann- eskja væri dáin og má telja það tímanna tákn að nú skuli þess þurfa með. Öll landamæri eru að verða óljósari, einnig þau er mestu skipta. í reynd hefur þó verið litið svo á allt frá 17. öld að lífinu sé lokið þegar hjartað hættir að slá. Þaráður var talað um að lífinu lyki þá er maður „gæfi upp öndina". Gagnrýnendur breytingarinnar hafa og haldið því fram að hjartadauðinn sé hin eina „eðlilega" skilgreining og illmöguleggt sé að reyna að telja ættingjum trú um að maður sem enn andar og er rjóður í kinnum sé í raun látinn. Allir eru þó sammála um að sé heila- starfsemi lokið sé engin von til að viðkom- andi vakni til lífs á ný. Spurningin er hinsveg- ar hvort hann sé dáinn eða aðeins deyjandi. Án öndunarvéla hættir hjarta heiladauðs manns að slá eftir nokkrar mínútur. Séu önd- unarvélar notaðar getur blóðstreymið haldið áfram í nokkrar vikur í hæsta lagi. Nú ber að hafa í huga að þetta er atriði sem ekki kemur til með að snerta nema um eitt prósent samfélagsþegnanna. í 99 tilfellum af hverjum hundrað hættir hjartað að slá áður en heilinn deyr. í Svíþjóð munu það vera milli tvö- og sjö hundruð manns á ári sem lögin ná yfir. En hver er þá ástæða þessarar breytingar, sem margir upplifa sem verulega andstæða sinni dýpstu sannfæringu um líf og dauða? Svarið felst í annarri lagabreytingu er tók gildi samtímis. Lögunum um líffæra- flutning var breytt þannig að nú er löglegt að taka líffæri úr heilalátinni manneskju og græða í aðra. Eðlilega verður þetta að gerast með samþykki eftirlifenda eða þá að hinn látni hafi fyrir dauðann gefið sitt samþykki. Sérstaklega munu hin nýju lög vera mikilvæg hvað varðar flutning á hjörtum og nýrum sem eru ákaflega viðkvæm líffæri og erfið í flutningum fólks í milli. Hingað til hefur ekki verið unnt að fram- kvæma alsænskan hjartaflutning heldur hafa ýmist sjúklingarnir verið fluttir út eða þá að „erlend" hjörtu hafa verið flutt inn og að- gerðin síðan framkvæmd á sænsku sjúkra- húsi. En Svíar hafa ekki viljað vera einvörð- ungu þiggjendur hvað þetta varðar og því var gripið til þessarar breytingar. Ekki eru þó allir sannfærðir um að nauð- synlegt hafi verið að lögleiða nýtt dauðahug- tak. Þannig hefur stéttarfélag hjúkrunar- fólks andmælt og bent á að einnig hefði verið unnt að fara þá leið að lögleyfa líffæraflutn- ing úr heiladauðu fólki þó svo það teljist lifandi í lögfræðilegri merkingu. Hefur hjúkrunarfólkið af því nokkrar áhyggjur að því muni reynast erfitt að sannfæra aðstand- endur um að lífinu sé lokið jafnvel þó öll ytri einkenni bendi til annars. Gæti þá reynst illmögulegt að fá samþykki þeirra til líffæra- flutnings og sé því allsendis óvíst að laga- breytingin komi að tilætluðu haldi. Sænskir læknar munu þó hugsa sér gott til glóðarinn- ar og hafa fullan hug á að gera Svíþjóð að norrænni miðstöð líffæraflutninga. Ingólfur V. Gíslason/Lundi 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.