Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 50
HEILBRIGÐISMÁL maðurinn hefur e.t.v. legið áður o.s.frv. Læknaritari tekur venjulega upplýsingarnar saman og sendir þær í umslagi til þess sem biður um þær. Deildarritari fær síðan gögnin í hendur og geymir þau með öðrum gögnum yfir sjúklinginn í vaktherbergi deildarinnar. Þar er skráin í umsjá hjúkrunarfræðinga. Læknir viðkomandi sjúklings getur þurft að kalla til sérfræðinga í ýmsum greinum sem jafnframt fá aðgang að sjúkraskránni. hið sama á við um aðstoðarlækna og ef sjúkling- ur fer á sérstakt fæði kemur næringarfræð- ingur til skjalanna. Sjúkraþjálfi hefur sömu- leiðis aðgang að sjúkraskránni vegna æfinga og geðlæknar og sálfræðingar eru iðulega kallaðir til og svo mætti áfram telja. Það er þó fyrst og fremst læknir sjúklingsins sem ber höfuðábyrgð á hverjir fá upplýsingar um mál sjúklingsins og að sjálfsögðu eru þessar ráð- stafanir í þágu sjúklingsins en reyndin er samt sú að möguleikarnir á upplýsingaleka um persónuleg mál sjúklinga eru miklir og dæmi eru um slíkan leka. Þessi mál eru sérstaklega viðkvæm í smærri bæjarfélögum en landlæknir hefur þó samþykkt að læknar á fámennari stöðum þurfi ekki að skrá öll atriði í sjúkraskrár af þessari ástæðu. „Sjúkrahúsin eru tiltölulega sjálfráð um hvaða reglu þau setja sér um aðgang að sjúkraskrám," segir aðstoðar- landlæknir, „en landlæknir hefur ítrekað bent sjúkrahúsunum á skyldur þeirra í þess- um efnurn og að séð verði til þess að utan- aðkomandi aðilar fái ekki aðgang að sjúkra- skrám," segir hann og bætir því við að Trygg- ingastofnun virðist ganga út frá því að læknar eigi ævinlega að skrá allar upplýsingar um sjúklinga „en við teljum að svo sé ekki því það geti alltaf komið tilvik þar sem læknir telur skynsamlegt að skrá lítið eða ekkert í sjúkraskrá." Ekki er víst að allir sem leita til lækna geri sér grein fyrir því að yfirleitt er allt sem á milli þeirra fer fært í sjúkraskrána. Af viðtöl- um Þjóðlífs við starfsfólk í heilbrigðisþjón- ustunni mátti ráða að jafnvel er að finna lýsingu á útliti og framkomu sjúklings í sjúkraskrá. Læknir „dikterar" (hljóðritar) öll atriði sem hann telur skipta máli varðandi sjúklinginn sem ritari færir síðan inn á skrána, sem inniheldur einnig niðurstöður rannsókna, sjúkdómsgreiningu o.s.frv. Pagnarvernd þegar utanaðkomandi eiga í hlut Þagnarskylda lækna og starfsliðs heil- brigðisþjónustunnar hefur sprottið upp á yfirborð fréttaumræðunnar vegna kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Ríkisendur- skoðunar um aðgang að læknaskýrslum við Heilsugæslustöðina í Árbæ. Læknisrann- sóknum og sérgreindum læknisaðgerðum fjölgar stöðugt og því er Tryggingastofnun, sjúkrasamlögum og Ríkisinsendurskoðun vandi á höndunt að staðfesta hvort sérfræð- ingar og læknar heilsugæslustöðvanna hafa raunverulega unnið þau læknisverk sem Læknaeiður Hippokratesar: „Á allt þaðySem mér kann að bera fyrir augu og að eyrum, þá er ég er að starfi mínu mun ég líta á sem leyndarmál og þegja yfir. “ (Eiðurinn er frá þvíum 4000fyrir Krists burð). greitt er fyrir - ennfremur er enginn aðili sem getur staðfest raunverulega þörf allra að- gerða og rannsókna sem sjúklingar gangast undir. í kjarasamningi milli Tryggingastofnunar- innar og Læknafélags íslands frá árinu 1978 var samninganefnd Tryggingastofnunarinn- ar heimilað að fara á læknastofurnar og í samráði við viðkomandi lækna, að skoða sjúkragögn ef reikningar læknisins þóttu óeðlilegir. í nýjum samningi frá seinasta ári Enginn aðili getur stað- fest raunverulega þörf allra aðgerða og rann- sókna sem sjúklingar gangast undir. segir að „telji Tryggingastofnunin eða sjúkra- samlag að lœknir bafi brotið skyldur sínar gagnvart samningi þessum, skal það tilkynnt lœkninum bréflega og umsagnar hans óskað. T.R. eða sjúkrasamlagi er hvenœr sem er heimilt að krefja lœkni skýringa. Lœknum T.R. og sjúkrasamlaga skal heimilt án fyrir- vara að fara á stofur lœkna og skoða sjúkl- ingabókhald og önnur þau gögn sem þeir telja nauðsynlegt til staðfestingar á lœknis- verki. “ Borgarfógeti hafnaði Ríkisendurskoðun um innsetningu í sjúklingabókhald lækn- anna þar sem engin lagaheimild væri fyrir því að Ríkisendurskoðun fengi beinan aðgang að gögnum Heilsugæslustöðvarinnar, en í dóminum reyndi ekki sérstaklega á reglur um þagnarskyldu heilbrigðisstéttanna. Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, telur að þessi heimild kjarasamningsins standist ekki gagnvart lögum og á þá fyrst og fremst við 10. grein læknalaganna frá 1969 sem segir: „sérhverjum lœkni ber að gœta fyllstu þagmœlsku um öll einkamál, er liann kann að komast að sem lceknir, nema lög bjóði annað eða hann viti sönnur á, að brýn nauðsyn annarra krefji, enda láti hann þá ekki uppi annað eða meira en minnst verður komist af með til að afstýra hættu." Starfsmenn Tryggingastofnunar eru reyndar líka bundnir þagnarskyldu skv. lög- um um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins og á þá hið sama við um lögregluna sem oft fer fram á upplýsingar úr sjúkragögnum s.s. vegna blóðrannsóknar á ökumönnum sem teknir hafa verið grunaðir um ölvun við akstur. Læknar hafa alltaf neitað slíkum beiðnum. Það má enn frekar útfæra þagnarskylduna til fleiri hópa því samkvæmt refsilögum á hver maður sem hefur eða haft hefur með höndum starf sem opinbera skipun, leyfi eða viðurkenningu þarf til að rækja.að sæta refs- ingu ef hann segir frá einhverjum einkamál- efnum sem leynt eiga að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu. Trúnaðarrof að áliti margra Þótt það sé yfirleitt viðurkennt að starfs- fólk heilbrigðisþjónustunnar virði þagnar- skyldu sína í langflestum tilvikum verður sú spurning æ áleitnari, samfara flóknara heilbrigðiskerfi og tölvuskráningu, hvort trúnaðareiður starfsmanna sé nægileg trygg- ing fyrir vernd og varðveislu persónubund- inna upplýsinga um heilsufar landsmanna. Síðast liðinn vetur kom fram í könnun Fé- lagsvísindastofnunar að fjórðungur lands- manna efast um að þagnarskylda starfs- manna í heilbrigðisþjónustunni sé að fullu virt þó aðeins 1% svarenda segði að trúnaður hefði verið brotinn á sér. Sjúkraskrár ekki í stórtölvum Sumstaðar erlendis mun vera algengt að sjúkragögn séu varðveitt í stórum gagna- bönkum í samræmdu tölvukerfi og hafa menn þá möguleika á að nota einkatölvur sínar til að leita í upplýsingabönkunum. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.