Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 54

Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 54
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Konan til þess gjör að svala fýsnum karlsins í ýmsum myndum. má nefna að sumarið ’78 kærðu nokkrar bar- áttukonur, með Alice Schwarzer ritstjóra kvennablaðsins Emmu í fylkingarbrjósti, út- gefendur vikuritsins „Stern", vegna teikni- myndar á forsíðu blaðsins, sem sýndi nakta konu sitja klofvega á karlmanni og skotra hálfluktum, frygðarfullum augum útí tómið. Þessi kæra vakti mikla athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að ýmsar frægar konur sátu á ákærendabekknum, þeirra á meðal sálfræðingurinn Margarete Mitscherlich, skáldkonan Luise Rinser og Inge Meysel, ein vinsælasta leikkona þýskra á þessari öld. Þúsundir kvenna eggjuðu kynsystur sínar til dáða. Kvenfyrirlitning Karlar voru hins vegar skiptir í afstöðu sinni. Sumir töldu þá röksemd kvennanna réttmæta, að umrædd titilmynd bæri vott um kvenfyrirlitningu. Aðrir voru þeirrar skoð- unar, að slík kæra fæli í sér háskalega árás á prentfrelsi í landinu. Urskurður dómaranna var á þá lund, að frá siðferðislegu sjónarhorni hefðu konurnar rétt fyrir sér. Það væri bæði æskilegt og nauð- synlegt að fylgjast með því, að ekki væri vegið að virðingu kvenna í fjölmiðlum. Hins vegar væru hendur dómara bundnar í þessu máli, þar eð birting slíkra mynda bryti ekki í bága við lög. Konurnar yrðu því að snúa sér til löggjafans og knýja fram breytingar á gild- andi lögum. Þrátt fyrir að konurnar hafi ekki náð sínu fram. hafði þetta mál þó ýmis eftirköst. í kjölfar þeirrar umræðu sem málið olli tókst konum m.a. að koma því til leiðar, að siða- reglum um tilreiðslu efnis í fjölmiðlum var breytt. Sú klausa sem mælir fyrir um að ekki megi níðast á fólki vegna kynþáttar, trúar eða þjóðernis, var lengd um eina setningu, þar sem segir að óheimilt sé að láta fólk gjalda kynferðis síns. Meðal þeirra sem gagnrýndu málaferli kvennanna gegn tímaritinu „Stern“ voru nokkrir helstu skriffinnar vikuritsins „Der Spiegel". í júlímánuði ’78 safnaðist hópur kvenna saman fyrir framan skrifstofu tíma- ritsins í Bonn til að mótmæla þessum skrif- um. Konurnar fleygðu 2000 eintökum af „Speglinum" á götuna fyrir framan skrif- stofudyrnar og helltu vænum grautar- skammti yfir staflann. Nakin blómarós Nokkrum mánuðum síðar lét annar bar- áttuhópur kvenna gegn klámi að sér kveða í Vínarborg. Aðdragandi þeirrar uppákomu var, að á titilsíðu jólaheftis austurríska tíma- ritsins „Extrablatt", sem frjálslyndir vinstri- menn gáfu út, birtist mynd af nakinni blóma- rós. Konurnar stormuðu inn á skrifstofu blaðsins, klæddu alskeggjaðan ritstjórann úr hverri spjör og smelltu af honum nektar- myndum, sem síðar birtust í kvennablaði. Það var hins vegar til þess tekið, að þær myndir hefðu verið lítil veisla fyrir augað. Ýmsar fleiri aðgerðir fylgdu í kjölfarið. í fyrrahaust hófu vestur-þýskar kvenrétt- indakonur nýja sókn gegn klámi. Alice Scltwarzer, ritstjóri „Emmu“ var enn sem fyrr í broddi fylkingar. í októberhefti „Emmu“ birtust langar greinar, þar sem kon- ur gerðu úttekt á ástandi þessara mála. í heftinu var endurprentuð grein eftir Alice Schwarzersjálfa, sem upphaflega varskrifuð í tilefni áðurnefndra málaferla gegn tímarit- inu „Stern". I greininni, sem er eins konar stefnuskrá herferðarinnar gegn klámi, segir höfundur 54

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.