Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 58

Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 58
UPPELDI Rauöi þráöurinn í hugmyndum síðari ára er að barnið sé frá unga aldri fært um að læra flókna hluti, að það sé mótanlegt og síðast en ekki síst að barnæskan sé mikilvægur undir- búningur fyrir lífið. Pessar hugmyndir voru gripnar á lofti af þeim sem vildu bæta stöðu þeirra barna sem búa við bág uppeldisskil- yrði og víða voru ráðstafanir gerðar til að hefja fyrr undirbúning fyrir skólagöngu. Breyttar áherslur síðustu ára hafa líka sumsstaðar skilað sér í aukinni virðingu fyrir byrjendakennslu. Og það er ekki síst vegna þessara hugmynda sem metnaðarfullir for- eldrar keyra börn sín í gegnum alls konar viðbótarnámsefni, hvort sem það heitir tölv- ur, tónlist eða dans. Eru börn mótanleg? Börn eiga auðveldara með að aðlagast breyttum þjóðfélagsaðstæðum af því þau eru að byrja frá grunni. Fullorðnir þurfa að meta, endurmeta, rífa niður og byggja nýtt. Það er ekki þar með sagt að börnum veitist létt að aðlagast breytingum á eigin lífi. Út frá sjónarhorni barns er það sem fullorðnir sjá sem breytingar, ekki breyting, heldur það sem er. Barnið tekur veröldina sem það býr í sem sjálfsagða og það að hún hafi verið öðru- vísi og sé breytanleg er uppgötvum fyrir það. Slíkar uppgötvanir eru ekki alltaf átaka- eða sársaukalausar. Börnum líður best við stöð- ugleika, öryggi og festu. Fullorðnir (sumir, ekki allir) njóta aftur á móti tilbreytingar í ríkum mæli og sækjast eftir ævintýrum. Börn eiga erfiðara en fullorðnir með að sætta sig við og aðlagast breytingum innan eigin fjöl- skyldu, þveröfugt við það sem trúin á aðlög- unarhæfni barna gerir ráð fyrir. Kjarnafjölskyldan móðir, faðir. börn er á undanhaldi og því verða mörg börn á einni barnsævi að samsama sig mörgunt útgáfum af eigin fjölskyldu sem hver um sig færir því breytt hlutverk. Auk þessa verður samfélag- ið sem við búum í stöðugt flóknara. Allt þetta gerir auknar kröfur til barna. David Elkind rekur í bók sinni hvernig ýmsir þættir í umhverfi barns reka stöðugt á eftir því að fullorðnast. Foreldrar reka á eftir börnum sínum af ýmsum ástæðum. Flestir þekkja dæmi um menntaða, meðvitaða foreldra sem telja að þau leggi bestan grunn að menntun barna sinna með því að láta þau læra 3, 4 og 5 ára það sem þau myndu ella læra í 6 og 7 ára bekk í grunnskóla. Aðrir foreldrar vilja sjá eigin frantadrauma rætast með því að gera barnið að snillingnum sem þau urðu ekki. Enn aðrir foreldrar vilja hafa barnið fyrir félaga og trúa því fyrir öllum sínum áhyggj- um. En það eru ekki bara foreldrar sem reka á eftir börnum að verða fullorðin. Fjölmiðlar eiga ekki síður stóran hlut að máli, einkum sjónvarp, kvikmyndir og myndbönd. Eftir tilkomu þessara voldugu fjölmiðla meðtaka börn ekki lengur heiminn í smáskömmtum undir leiðsögn fullorðinna, heldur dembist hann yfir þau stjórnlaust, tilviljunarkennt og án nokkurs röklegs samhengis við þá veröld sem þau lifa í. Börn eiga því oft erfitt með að greina hvað er tilbúningur, ýkjur eða raun- veruleiki. Sú mynd sem er haldið að börnum í fjölmiðlum (ekki síst auglýsingum) um hvernig börn séu og eigi að vera er einnig oft á þann veg að þeim finnst þau sjálf barnaleg, óreynd og lítilmótleg. Otrúlega margir hagsmunaaðilar sjá í börnum hinn fullkomna neytanda og færa sér í nyt reynsluleysi þeirra og hversu mótan- leg þau eru. „Góður neytandi" er sá sem stöðugt er hægt að skapa hjá nýjar „brýnar" þarfir. Sú neysla sem af þessu hlýst er ekki öll jafn holl fyrir börnin, og skapar aukið álag. Pannig hefur hugmynd nútímans um að börn séu mótanleg, gert þau að auðveiddri bráð óprúttinna afla. Samtímis hafa þessar hugmyndir um aðlögunarhæfni þeirra leitt til þess að ekki er skeytt um öryggi þeirra sem skyldi og þörf þeirra fyrir festu. Og þó börn eigi í sjálfu sér auðvelt með að læra, er ekki þar með sagt að þau hafi gott af að læra hvað sem er. Elkind telur að foreldr- ar geri börnum óleik ef þeir skipuleggja tíma þeirra um of, því með því að hindra þau í að stýra eigin leikjum, sé frá þeim tekin þeirra besta aðferð til að þroskast út frá eigin for- sendum. Samkvæmt þessu hafa börn meiri þörf fyrir nærveru fullorðinna en skipulags- gáfu þeirra. ✓ Hvað um Island? Elkind skrifar út frá bandarískum aðstæð- um, sem eru afar margvíslegar. Margt sem hann víkur að gæti ekkert síður átt við Is- land. En þá er ótalið það sem er séreinkenni íslensks uppeldis, en það er krafan um að börn taki snemma ábyrgð á sér og sínu lífi. Pessi krafa er að einhverju leyti tilkomin vegna hefða sent voru við lýði í gamla bændasamfélaginu en hefur viðhaldist vegna þess að íslenskir foreldrar vinna meira og lengur frá börnum sínum en þekkist annars staðar á byggðu bóli. Auk þess er skóladag- urinn og skólaárið styttra hér en í löndum sem við viljum bera okkur saman við. íslensk börn þurfa mörg frá unga aldri að vakna sjálf, finna sér föt til að klæðast, hafa til handa sér mat, sjá um mætingu í skóla og jafnvel ráða útivistar- og háttatíma að veru- legu leyti. Pegar barn hefur lært að bera ábyrgð á öllu þessu árum saman er það á fárra færi að hafa áhrif á hegðun þess ef það kæmi á daginn að einhverjum fyndist ekki allt sem skyldi. Ekki frekar en við getum fært tímann til baka eins og klukku. Það er m.a. vegna þessa sem unglinga- vandamálin svokölluðu verða mörgum for- eldrum svo þung í skauti. Það er nefnilega engan veginn víst að þótt barninu okkar hafi tekist bærilega að bera ábyrgð á sér frá 8-12 ára. að því veitist jafn létt að halda í horfinu í umhleypingasamri tíð unglingsáranna. Bergþóra Gísladóttir sérkennslufuiltrúi 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.