Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 62
VIÐSKIPTI O G FJÁRMÁL
Tafla 1.
Útfluttar vörur janúar-október 1987.
millj.kr. %
Sjávarafurðir 33.962.4 77.18
Landbúnaðarafurðir . 453.3 1.03
Hlunnindi 234.6 0.53
Iðnaðarvörur ót.a. .. 8.612.5 19.57
Aðrar vörur 740.0 1.68
Samtals 44.002.8 100.00
(Heimild:Hagtiðindi nóvember1987 s.338-339)
Tafla 2.
Utfluttar iðnaðarvörur eftir vöruteg-
undum janúr-október 1987.
Vöruflokkur
Millj.kr í % af heildar-í % af iðnað-
ar-
útflutningi útflutningi
Lagmeti .............. 788,9
Vörur úr loðskinnum,
loðsútuð skinn
1,79
9,16
leður- og prjónafatnað"
(Heimild: ibid)
Tafla 3.
Útflutningur fullunninar iðnaðarvöru
og húðir og ullar-
og prjónavörur 1.321,7 3,00 15,35
Kísiljárn 1.170,2 2,66 13,59
Kísilgúr 244,2 0,55 2,84
Ál og álmelmi 4.282,3 9,73 49,72
Aðrar iðnaðarvörur(*).. 805,1 1,83 9,35
Samtals (*) Þessi flokkur telur einnig vöruflokkinn 8.612,4 „ytri fatnað nema 19,57 100,00
janúar-október 1987
Vöruflokkur Millj.kr í % af heildar-
útflutningi
Skinna- og ullarvörur(*) ... 793,0 1,80
Aðrar iðnaðarvörur 805,1 1,83
Samtals 1.598,1 3,63
(*) Þegar greinin er skrifuð eru þær tölur sem hér um ræðir ekki fyrirliggjandi fyrir árið 1987. Árið 1986 er því notað til vlðmiðunar, þegar áætlað er að hálfunnar vörur séu um 40 % af útflutningi í þessum vöruflokki.
flutningur þessara afurða stóriðjunnar telur í
allt um 66 % af iðnaðarútflutningi okkar.
eða um tæpum 13 % af heildarútflutningi.
Skinna- og ullarvöruútflutningurinn er að
stórum hluta útflutningur á hálfunninni
vöru. Þannig telja sauðfjárgærur. loðdýra-
skinn. hrosshúðir, ullargarn og vaðmál um
40% af útflutningsverðmæti þessa vöru-
flokks. Pau 60% sem eftir standa eru full-
unnin iðnaðarvara, en samsvarar þó ekki
nema tæpum 2% af heildarútflutningi.
Þegar þetta er komið á hreint getum við
einfaldað töflu 2 og sett hana upp fyrir út-
fluttning fullunninnar iðnaðarvöru.
Ekki þar með sagt að maður þurfi að
skammast sín fyrir að kunna að veiða fisk.
Síður en svo. En það hefur aldrei þótt sér-
staklega hollt fyrir neitt efnahagskerfi að
vera jafn stórlega háð einum markaði, eins
og ísland hefur verið háð hráefnismarkaðn-
um fyrir fisk.
Fullyrðingar á borð við þá að iðnaðurinn
standi fyrir 20 % af útflutningsverðmæti ís-
lenskrar framleiðslu gera það að verkum að
maður fer ósjálfrátt að velta því fyrir sér,
hvort draumurinn um ísland sem iðnríki sé
að rætast.
Opinberar skýrslur ýta undir þessa trú,
samanber töflu 1 hér að neðan, sem unnin er
upp úr Hagtíðindum frá nóvember 1987.
Jafnvel þó miðað sé við þessa skiptingu,
þá kemur í ljós að komið hefur bakslag í
iðnaðarútflutninginn, því á árunum 1984 og
1985 nam hann tæpum 30% af heildar út-
flutningsverðmæti okkar.
Þegar nánar er aðgætt, kemur í ljós að það
er einungis spurning um skilgreiningu á hug-
takinu iðnaðarvörur hversu nærri við erum
þessum draumi um íslenskt iðnríki.
Skilgreining hinnar opinberu tölfræði á
hugtakinu iðnaðarvörur virðist vera: „Allt
sem ekki eru sjávarafurðir, landbúnaðaraf-
urðir, hlunnindi og aðrar vörur." Hér eru
semsagt á ferðinni hvorttveggja fullunnar
iðnaðarvörur, sem eru tilbúnar til markaðs-
setningar á neytendamörkuðum, og hálf-
unnar iðnaðarvörur sem þarfnast frekari
meðhöndlunar áður en til markaðssetningar
kemur. Það er aðal hvers iðnríkis að hafa
þetta hlutfall sem mest þeim fyrrnefndu í vil,
þrátt fyrir að vissar vörur fyrir framleiðslu-
iðnað geti skilað jafn mikilli framlegð og
neytendavörur.
Við skulum nú voga okkur út á þann hála
ís að athuga hvernig þetta hlutfall er í út-
flutningi okkar. Það kemur hvergi beint
fram í opinberum skýrslum, en það getur
gefið okkur nokkuð skýra vísbendingu um
hversu langt við erum komin á þróunar-
brautinni í áttina að iðnríki.
Það kemur með öðrum orðum í Ijós að
útflutningur fullunninar iðnaðarvöru, er
ekki nema 3,6 % af heildarútfluttningi okk-
ar, og þar af eru afurðir ullariðnaðarins
62