Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 63

Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 63
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Japan sækir fram Bandaríkjamenn hafa misst forystuna í efnahagsþróuninni. Hagfræðin reynist lítilsmegnug ein og sér. Áhættufjármagnsfyrirtæki setja ekki fjármagn í hátækniiðnað. Vestur- Þýskaland og Norðurlönd standa skár að vígi en önnur vesturlönd. helmingur. Við erum því farin að tala um frekar lág hlutföll og upphæðir þegar miðað er við nágrannalöndin. í vöruflokknum aðrar iðnaðarvörur eru um 75 % vörur sem tengjast fiskiðnaðinum beint, og seljast meðal annars vegna þess orðs sem af okkur fer og þeirrar reynslu sem við búum yfir sem fiskveiðiþjóð. Pannig eru vélar og tæki til fiskiðnaðar, tölvustýrðar vogir og handfærarúllur, fiskinet alls konar ásamt plastkössum og körum til fiskiðnaðar- ins stærstu vöruflokkarnir í þessum útflutn- ingi. Þau 25 % sem eftir standa eru að verðmæti rúmlega 200 milljóna króna, eða ekki nema um 0,5 % af heildarútflutningi okkar. Þetta eru vörur sem gætu verið frá hvaða Vestur-Evrópska landi sem væri. Þær eru framleiddar í þeim hluta íslensks iðnaðar sem ekki styður sig við sjávarútveginn á neinn hátt. Þessi útflutningur skiptir miklu máli fyrir þau fyrirtæki sem að honum standa, en hann hefur lítil áhrif á heildina. í fæstum tilfellum er um „frjóanga" að ræða - vöruútflutning sem innan skamms vex með hröðum skrefum. Fremur ber að líta á þenn- an hluta útflutningsins sem viðbótargetu framleiðslufyrirtækjanna, sem eru með sinn aðal markað innanlands. Aftur á móti hafa vörur tengdar sjávarútvegi mikla vaxtar- möguleika. Enda sýnir það sig að þar hefur vöxturinn orðið undanfarin ár. Það er því ljóst að við eigum þó nokkuð langt í land með að geta farið að kalla okkur iðnaðarþjóð, í evrópskum skilningi þess orðs. Niðurstaðan er þó ekki eins svört og ofan- ritaðar tölur gefa til kynna, og kemur þar tvennt til. { fyrsta lagi hefur framleiðsluiðnaður inn- anlands staðist aukna samkeppni frá inn- flutningi með aðdáunarverðum hætti. Þann- ig eru fyrirtæki í matvæla-, húsgagna-, prent- og efnaiðnaði nokkuð vel stödd bæði hvað varðar vélvæðingu og vöruþróun miðað við þann þrönga stakk sem þeim er sniðinn af innanlandsmarkaði. í öðru lagi er sjávarútvegur ekki einhæf frumvinnslugrein í sama skilningi og banana- og kaffirækt þriðjaheims landanna. Veiðar og vinnsla eru orðnar háþróaðar tæknilega séð. Fiskur og fiskafurðir fara á mjög marga markaði, sem hafa sín séreinkenni og eru oft á tíðum óháðir hvor öðrum. Fjölbreytni útflutnings er markmið sem hefur náðst, en ekki vegna þess að iðnaður hafi komið til viðbótar frumvinnslunni. Heldur vegna þess að frumvinnslan er orðin iðnvædd. Ásgeir Júlíusson. (Höfundur greinarinnar skrifar magistersrit- gerð sína við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn um útflutningsverslun. Hann vinnur nú hjá Iðntœknistofnun). Efnahagssérfræðingar Evrópubandalags- ins spáðu með miklum fyrirvara í efnahags- spá sinni sem birt var í byrjun október, að hagvöxtur í bandalagsríkjunum yrði ekki meiri en 2% á þessu ári og myndi ekki draga verulega úr atvinnuleysi sem nú er um 12% því um 20 milljónir eru atvinnulausar í Evrópubandalagsríkjunum. Þetta var fyrir verðhrunið og jafnvel þá vöruðu höfundarn- ir við því að þessi spá væri e.t.v. of bjartsýn, hafandi í huga hættuna á nýju falli dollarans og auknum verndartollum á alþjóðamörk- uðum. í dag óttast hagfræðingar Evrópubanda- lagsins eins og hagfræðingar OECD, að verðhrunið geti leitt til djúptæks samdráttar ef ekki verði gripið til sérstakra aðgerða til að vega á móti áhrifum verðhrunsins á neyslu og fjárfestingar. Þess vegna dusta menn þessa dagana rykið af gömlum áætlun- um um sameiginlegar þensluaðgerðir ríkja bandalagsins, áætlunum sem gera ráð fyrir að fjárfestingar verði auknar á fyrirfram völdum sviðum, í grunngerð eða „infrasturc- ture“ efnahagslífsins og sem gera ráð fyrir neysluhvetjandi aðgerðum. Hefðbundin stefna keynesismans, hins blandaða hagkerf- is, að stemma stigu við samdrætti í efnahags- lífinu með þensluaðgeðum í einu landi eru í dag úreltar vegna þess að utanríkisviðskipti eru nú mun umfangsmeiri en fyrir nokkrum áratugum. Aðgerðir verða því að vera sam- eiginlegar ef þær eiga ekki að renna út í sandinn. Aukin vitund um nauðsyn sameig- inlegra þensluaðgerða á þó auðvitað erfitt uppdráttar nú um stundir meðan markaðs- og frjálshyggja er ríkjandi hugmyndafræði vestrænna ríkisstjórna. Velgengni Japana og ójafnvægið á verðbréfamörkuðunum Ójafnvægið á verðbréfamörkuðunum stafar af sveiflum í tiltrú á styrk bandarískra fyrirtækja samanborið við evrópsk og eink- um japönsk fyrirtæki. Þessi óvissa mun ríkja þar til nýr efnahagslegur leiðtogi hefur tryggt sig í sessi og allt bendir til þess að Japanir muni taka yfir þetta hlutverk. Ástæðan er sú að Japanir færa sér mun hraðar í nyt hina nýju upplýsinga- og sjálfvirknitækni en keppinautar þeirra. Skýringanna er að leita í samspili félagslegra og efnahagslegra þátta. Það er einmitt vegna þess hversu þróunin er í eðli sínu samfélagsleg sem hagfræðin er nú á dögum svo lítilsmegnug. I ljósi ójafnvægisins er því afar lærdóms- ríkt að skoða megin ástæður velgengni Jap- ana og spá í hvernig Bandaríkjamönnum og Evrópubúum mun farnast í aðlögun sinni að hinni nýju tækni og möguleikum hennar. Segja má að megin einkenni hinnar nýju tækni sé, 1) hámarks hagnýting upplýsinga- tækninnar; 2) mikill hreyfanleiki í fram- leiðslu og markaðssetningu og; 3) kerfis- bundin samþættun hönnunar, rannsókna- og þróunarstarfsemi og markaðssetningar þar sem upplýsingatæknin eru nýtt til hins ítrasta. Helstu ástæður þess að Japanir hagnýta sér hina nýju tækni miklu hraðar en sam- keppnislöndin eru vafalaust þessar: í fyrsta lagi höfðu þeir þegar á sjötta og sjöunda áratugnum tekið í sína þjónustu svokallaða lárétta stjórnun sem ólíkt hinum ríkjandi 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.