Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 13
INNLENT Bræðratunga, hið ágæta heimili, sem ekki getur starfað með fullnægjandi hætti. Vanbúin starfsemi í Bræðratungu Páll Ásgeirsson á ísafirði skrifar Ein best útbúna þjónustustofnun fyrir fatlaða á landinu nær ónothæf vegna skorts á faglærðu starfsfólki. Bræðratunga, þjálfunar og þjónustumiðstöð fyrir fatlaða á Vestfjörðum var tekin í notk- un vorið 1984. Bræðratunga samanstendur annars vegar af meðferðarheimili fyrir þroskahefta, þar sem eru 6 einstaklingar í langtímavist og fjórir í dagvistun. Hins vegar er nokkurs konar sambýli, eða „halfway house“ en þar búa fimm einstaklingar. Bræðratunga mun vera ein best útbúna stofnun fyrir vangefna á landinu. Kunnugir segja að Styrktarfélag vangefinna hafi með byggingu heimilisins lyft Grettistaki. Það kemur hinsvegar fyrir lítið því skortur á fag- lærðu fólki til starfa kemur í veg fyrir að þessi góða aðstaða komi þeim að gagni sem á þurfa að halda. Nú er enginn þroskaþjálfi starfandi í Bræðratungu og hefur ekki verið um nokkurt skeið. Ef vel ætti að vera þyrftu að vinna þar 6-8 þroskaþjálfar eða fólk með sambærilega menntun. Starfsfólk Bræðra- tungu er því að mestu leyti ómenntað til þeirra starfa sem það gegnir.'ínillmenntaður þroskaþjálfi er búsettur á ísafirði en kveðst hafa gefist upp á að vinna í Bræðratungu vegna skilningsleysis Svæðisstjórnar og for- stöðumanna. Meðan málum er þannig háttað er stofn- unin ekkert annað en geymslustaður fyrir vangefna, þar sem þeir fá litla sem enga markvissa þjálfun. Aukinheldur eru 4 starfs- menn í Bræðratungu útlendingar sem ekki skilja íslensku. A Austurlandi er rekið heimili sem heitir Vonarland og er það að mörgu leyti sam- bærilegt við Bræðratungu. Á Austurlandi starfa alls 8 þroskaþjálfar á vegum Svæðis- stjórnar. Auk Vonarlands rekur Svæðis- stjórn á Austurlandi sambýli og á Egilsstöð- um er verndaður vinnustaður. Aðstæður á Austurlandi eru um margt svipaðar því sem þekkist á Vestfjörðum og Svæðisstjórn eystra getur ekki boðið faglærðu fólki upp á ívilnanir af neinu tagi. Vantar fagfólk „Frá faglegu sjónarmiði er Bræðratunga gullnáma. Þetta er ný stofnun, vel útbúin á flestan hátt, mjög heimilisleg. Parna býr skemmtilegt heimilisfólk sem gaman er að vinna með. Fjölmörg verkefni sem sett hafa verið af stað hafa lent milli stafs og hurðar vegna yfirmannaskipta. í Bræðratungu er til vísir að leikfangasafni sem er ónothæft vegna þess að enginn hefur menntun til þess að nýta það. Það sem er stærsti bletturinn á Bræðra- tungu er starfsmannahaldið og hvernig stað- ið er að því. Starfsfólkið er allt ófaglært. Það má einu gilda hversu vel fólk er innrætt og vinnur við aðhlynningu vangefinna af alúð. Gísli Hjartarson í ræðustól. Þegar alla faglega stjórn skortir, eins og í Bræðratungu, þá verður þetta að geymslu- stofnun en ekki heimili. Ekki bætir jjað úr skák að hluti af ófaglærðu starfsfólki eru út- lendingar, sem eru mismunandi vel talandi. Slíkt er auðvitað alveg ófært. í þessu felst ekki gagnrýni á starfsfólkið persónulega, en því má ekki gleyma að þarna er fólk sem er unnið við en ekki fisk- ur.“ Þessi orð lét þroskaþjálfi sem unnið hef- ur í Bræðratungu falla í viðtali við greinar- höfund. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.