Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 13
INNLENT
Bræðratunga, hið ágæta heimili, sem ekki getur starfað með fullnægjandi hætti.
Vanbúin starfsemi í
Bræðratungu
Páll Ásgeirsson á ísafirði skrifar
Ein best útbúna
þjónustustofnun fyrir
fatlaða á landinu nær
ónothæf vegna skorts á
faglærðu starfsfólki.
Bræðratunga, þjálfunar og þjónustumiðstöð
fyrir fatlaða á Vestfjörðum var tekin í notk-
un vorið 1984. Bræðratunga samanstendur
annars vegar af meðferðarheimili fyrir
þroskahefta, þar sem eru 6 einstaklingar í
langtímavist og fjórir í dagvistun. Hins vegar
er nokkurs konar sambýli, eða „halfway
house“ en þar búa fimm einstaklingar.
Bræðratunga mun vera ein best útbúna
stofnun fyrir vangefna á landinu. Kunnugir
segja að Styrktarfélag vangefinna hafi með
byggingu heimilisins lyft Grettistaki. Það
kemur hinsvegar fyrir lítið því skortur á fag-
lærðu fólki til starfa kemur í veg fyrir að þessi
góða aðstaða komi þeim að gagni sem á
þurfa að halda. Nú er enginn þroskaþjálfi
starfandi í Bræðratungu og hefur ekki verið
um nokkurt skeið. Ef vel ætti að vera þyrftu
að vinna þar 6-8 þroskaþjálfar eða fólk með
sambærilega menntun. Starfsfólk Bræðra-
tungu er því að mestu leyti ómenntað til
þeirra starfa sem það gegnir.'ínillmenntaður
þroskaþjálfi er búsettur á ísafirði en kveðst
hafa gefist upp á að vinna í Bræðratungu
vegna skilningsleysis Svæðisstjórnar og for-
stöðumanna.
Meðan málum er þannig háttað er stofn-
unin ekkert annað en geymslustaður fyrir
vangefna, þar sem þeir fá litla sem enga
markvissa þjálfun. Aukinheldur eru 4 starfs-
menn í Bræðratungu útlendingar sem ekki
skilja íslensku.
A Austurlandi er rekið heimili sem heitir
Vonarland og er það að mörgu leyti sam-
bærilegt við Bræðratungu. Á Austurlandi
starfa alls 8 þroskaþjálfar á vegum Svæðis-
stjórnar. Auk Vonarlands rekur Svæðis-
stjórn á Austurlandi sambýli og á Egilsstöð-
um er verndaður vinnustaður. Aðstæður á
Austurlandi eru um margt svipaðar því sem
þekkist á Vestfjörðum og Svæðisstjórn
eystra getur ekki boðið faglærðu fólki upp á
ívilnanir af neinu tagi.
Vantar fagfólk
„Frá faglegu sjónarmiði er Bræðratunga
gullnáma. Þetta er ný stofnun, vel útbúin á
flestan hátt, mjög heimilisleg. Parna býr
skemmtilegt heimilisfólk sem gaman er að
vinna með. Fjölmörg verkefni sem sett hafa
verið af stað hafa lent milli stafs og hurðar
vegna yfirmannaskipta. í Bræðratungu er til
vísir að leikfangasafni sem er ónothæft vegna
þess að enginn hefur menntun til þess að
nýta það.
Það sem er stærsti bletturinn á Bræðra-
tungu er starfsmannahaldið og hvernig stað-
ið er að því. Starfsfólkið er allt ófaglært. Það
má einu gilda hversu vel fólk er innrætt og
vinnur við aðhlynningu vangefinna af alúð.
Gísli Hjartarson í ræðustól.
Þegar alla faglega stjórn skortir, eins og í
Bræðratungu, þá verður þetta að geymslu-
stofnun en ekki heimili. Ekki bætir jjað úr
skák að hluti af ófaglærðu starfsfólki eru út-
lendingar, sem eru mismunandi vel talandi.
Slíkt er auðvitað alveg ófært.
í þessu felst ekki gagnrýni á starfsfólkið
persónulega, en því má ekki gleyma að
þarna er fólk sem er unnið við en ekki fisk-
ur.“ Þessi orð lét þroskaþjálfi sem unnið hef-
ur í Bræðratungu falla í viðtali við greinar-
höfund.
13