Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 38
MENNING hlakka til þessarar fyrirhuguðu íslandsferð- ar, þar sem Armanir hitta trúbræður sína frá Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Stóra- Bretlandi, auk þess sem von er á fáeinum Aríum frá Vesturheimi. Þegar við höfðum skrafað um ísland um stund dró hún fram forláta veggteppi, sem hún sagðist ætla að færa íslendingum að gjöf. Teppið sagði Sig- rún að væri ofið af armanskri konu, sem ætti heima á Indlandi. í það eru ofin ýmis tákn úr norrænni goðafræði, sem eiga að minna landann á þá gullnu tíð, þegar Óðinn, Þór og aðrir vaskir guðir voru í heiðri hafðir á Sögu- eyjunni. Eftir að hafa útlistað fyrir mér leyndar- dóma teppisins býðst Sigrún til að leggja fyrir mig rúnastafi og spyrja goðin um hagi mína á ókomnum tímum. Ég er dálítið hikandi, en vinkona mín frá Svíaríki sem er með í för tekur af skarið og dreifir úr rúnastöfunum yfir sérstakan þar til gerðan rúnableðil. Sig- rún raðar stöfunum upp eftir settum reglum og því næst tekur hún til við að ráða örlög okkar úr rúnunum. Við getum vel við unað, því guðirnir virðast vongóðir um að okkur gangi flest í haginn ... Eftir að hafa hlýtt á mál guðanna, sem Sigrún ræður af mikilli innlifun, búumst við til brottferðar. Áður en við kveðjum stingur spákonan að okkur vænni flösku, fylltri með torkennilegum vökva, sem hún segir að sé heimatilbúinn mjöður. Jafnframt sýnir hún okkur vænt nautshorn, sem Armanir teyga mjöðinn úr, þegar þeir gera sér dagamun. Og það er ekki sjaldan, því eins og sönnum guðavinum sæm- ir eru Armanir hneigðir fyrir ölteiti og annað glens.... Armanareglan er sem fyrr segir einn þeirra safnaða, sem á okkar tímum leggja rækt við ásatrú í Þýskalandi. í bók sinni „Oð- inn snýr aftur" (Wotans Wiederkehr) rekur þýski klerkurinn Friðrik Vilhjálmur Haack sögu þessara hópa allt til síðari hluta 19du aldar. Haack, sem er eins konar „sértrúar- fræðingur" mótmælenda í Bæjaralandi, segir í bók sinni að þessir hópar séu að hluta gróðrarstíur andlýðræðislegra hneigða og öfgafullrar „hægri-stefnu“. Hann tíundar starfsemi þessara trúarhópa á uppgangstím- um nasista, en þessir vinir germönsku goð- anna létu töluvert að sér kveða í „andlegu“ lífi Þjóðverja á 3. og 4. áratugnum. Helstu forsprakkar nasistaflokksins, svo sem Hitler, Göring, Hess, Himmler og Rosenberg, voru félagar í svonefndum Thúle-söfnuði, sem lagði rækt við forngermanska helgisiði og goðatrú og gaf út tímaritið „Runen“ (Rúnir). 1918 skreytti hakakrossinn forsíðu „Rúna“, en það voru einmitt Thúle-menn og „trú- bræður" þeirra sem gerðu þetta forna tákn að ímynd þýskrar þjóðernishyggju. Það kemur fram í bók Haacks, að litróf þessara aría- og germanavina er æði fjöl- breytt í Þýskalandi samtímans. Þar má nefna „Víkingana“, sem klæðast eins og fornkapp- ar á hátíðum og skemmta sér við sverða- glamur, „Lærisveina Gylfa konungs“, (Kön- igs Gylfis Glaubens-Jiinger). Þeir síðar- nefndu, sem einnig kalla sig „gylfunga“ (Gylfiliten) segjast trúa á „Óðin og bræður hans, herra himins og jarðar" og lifa eftir þeim lífsreglum, sem geymdar eru í Eddu- kvæðum. Gylfungar sem lúta stjórn Wolf- gangs nokkurs Kantelbergs (öðru nafni „bróðir Vali“) eru dálítið sér á parti fyrir það, að þeir bjuggu til nýtt tungumál til að nota í sínum hópi, sem þeir kalla „díútísku". í inngangi bróður Vala að þessu kostulega máli sem prentaður var í tímariti Gylfunga, Óðröri, lýkur höfundur skrifum sínum með svofelldum orðum: „mith woudanos heili enti wihi luhha iha, —iuwir bruodar: Wali“ (með Óðins náð og blessun kveð ég, ykkar bróðir Vali). Það má nefna, að höfundar þessa nýja tungumáls, díútískunnar, fara ekki beinlínis leynt með hrifningu sína á brúnstökkum. Á „þingi“ sem Gylfungar héldu fyrir 10 árum tóku þeir sjálfan Adolf Hitler í guðatölu fyrir að hafa gengið milli bols og höfuðs á óvinum Þriðja ríkisins „á sama hátt og Móses vann á óvinum Israels og Jehóvas.“ (Wotans Wiederkehr, Múnchen 1981, bls. 117). í samtali sem ég átti við rithöfundinn og klerkinn Haack kom fram, að hann telur ásatrúarmenn hér í Þýskalandi skiptast í tvær meginfylkingar. Annars vegar séu þeir, sem láta sig stjórnmálavafstur litlu skipta og blóta goðin einungis fyrir ánægjuna. Til þeirra telj- ist áðurnefndir Armanir. Hins vegar séu hópar á borð við „samtök þýsktrúaðra“ (Deutschgláubige Gemeinschaft), sem séu nokkurs konar eldistöðvar fyrir öfgafulla þjóðernissinna og nýnasíska ofbeldisseggi. Slíkir hópar eru að dómi Haacks hættuleg kýli, sem nauðsynlegt er að krukka í, svo að þau eitri ekki út frá sér. Haack telur að nú séu um 20-25 þúsund ásatrúarmenn í Þýska- landi. Þá séu með taldir allir þeir, sem leggja umræddum söfnuðum lið, án þess að vilja vera á skrá eða láta nafns síns getið. Það var á klerknum Haack að skilja, að það væru einkum rokkarar, skallahausar og aðrir ringlaðir utangarðsmenn sem væru ginn- keyptir fyrir ásatrú og þjóðernishyggju á okkar tímum. Þetta væri í flestum tilvikum ungt fólk í leit að fjöri og í söfnuðum ása- trúarmanna fyndi það spenning og pólitískt húllumhæ. Hugmyndafræðin skipti í því sambandi minna máli. Þess má geta, að fyrir utan fyrrnefnda bók klerksins Haacks hefur saga ásatrúar í Þýskalandi lítt verið könnuð. Þó er hér ótví- rætt um að ræða verðugt rannsóknarefni, ekki síst fyrir okkur Norðurlandabúa. Túlk- anir útlendinga á Eddukvæðum og öðrum fornnorrænum skáldskap hljóta alla vega að vera okkur áhugaefni, hver svo sem afstaða okkar er til þeirra Óðins, Þórs og annarra fornra „herra himins og jarðar.“ Arthúr Björgvin Bollason/Múnchen 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.