Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 55
UMHVERFI Sigurbjörg Gísladóttir. Viö munum hvetja faldlega bannaðar. En væntanlega munu atr- iði eins og þessi ráðast af því hvað gerist í þeim löndum, þar sem bílarnir eru fram- leiddir og hvað gerist á stærri markaðssvæð- um. Bandaríkjamenn og Evrópubandalagið eru óðum að taka upp strangar reglur og staðla um hreinsibúnaðinn og þar af leiðandi munu þessar reglur verða af sjálfu sér teknar upp hér á landi. Jónas kvað það hljóta að koma til álita að draga úr sköttum á blýlaust bensín til að hvetja bifreiðaeigendur til að nota það. „Skattlagning á bensín er annars fullkom- lega út í hött hérlendis, allt upp að 70%. Þau lönd sem við erum að bera okkur saman við eru með vel upp byggð vegakerfi, þar sem 100% vega eru með bundnu slitlagi. Hér á alla til að nota blýlaust bensín. landi eru 12.8% þjóðvega með bundnu slit- lagi, þannig að við erum bókstaflega vanþró- uð í þessum samanburði. í þessu ljósi væri hugsanlega réttlætanlegt að skattleggja svona eins og gert er til uppbyggingar á vega- kerfinu. En því miður er allt öðru að heilsa. Skattpíningin er notuð í ríkissjóð, — og al- þingi og ríkisstjórn veita í ár lægsta hlutfall af þjóðarframleiðslu sem sést hefur í meira en tvo áratugi til vegaframkvæmda. Stjórnvöld líta enn svo á að bíllinn sé lúxus, þrátt fyrir að hann sé heimilistæki á íslandi, algengara heimilistæki en þvottavél og eldavél", sagði Jónas Bjarnason. Óskar Guðmundsson Mengun hverfur með hvarfa Blýlausa bensínið er einungis fyrsta skrefið í átt til meiri umhverfisverndar en til að það komi að fullum notum þarf hreinsibúnað, sem nefnist „katalysator" á erlendum málum. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þýðingar á orðinu t.d, með orðunum efnahverfill og hvarfi. Til að hægt sé að hafa gagn af efna- hverfli í bflum þarf blýlaust bensín að koma til. Með hvarfa hefur tekist að draga úr mengun af útblæstri bifreiða og ná allt að 95% af skaðlegu efnunum. í útblæstrinum eru nefnilega margvísleg mengandi efni auk blýs, sem valdið hafa ómældu tjóni á umhverfinu. Þannig er t.d. súra regnið sem valdið hefur skóga- dauða í Evrópu rakið til mengunar frá útblæstri. Umhverfisógnir og fréttir af þeim hafa hraðað mjög ráðstöfunum víða um heim til að draga úr menguninni. í Bandaríkj- unum og á meginlandi Evrópu er fyrir löngu farið að framleiða bfla útbúnum „katalysator", hvarfa. í stað mengunar- efnanna blæs bfllinn skaðlausu koldíoxíði og vatnsgufu. í Evrópu er reiknað með að hvarfi verði kominn í alla nýja bfla 1989. Upplýsingar um verð á hvarfa eru mjög misvísandi en talað hefur verið um að hann kosti á milli 20 og 30 þúsund, en endingartíminn mun vera á milli 50 og 90 þúsund kflómetrar. Samkvæmt upplýsingum frá bifreiða- umboðum yrði hreinsibúnaðurinn enn dýrari hingað kominn, þar sem tilheyr- andi álögur ríkisins legðust ofan á inn- kaupsverð. Hins vegar væri þess að vænta þegar stjórnvöld vakna til lífsins í málinu, að allar álögur yrðu felldar niður til að fá neytendur til að kaupa nýja bfla með hreinsibúnaði, hvarfa. Fagmenn tala einnig um það að nauð- synlegt sé fyrst að flytja inn 95-98 oktana blýlaust bensín áður en hvarfi verður lög- leiddur. Um þessar mundir munu engir íslendingar aka um á bflum með hvarfa en samkvæmt upplýsingum á verkstæði Kristins Guðnasonar hefur umboðið selt nokkra BMW með hvarfa Bandaríkja- mönnum sem hér hafa dvalið og flutt hafa bflana til heimalands síns, þar sem skyld- að er að haga notum bfla með tilliti til umhverfisverndar. -óg 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.