Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 22
INNLENT Hin umdeiida skepna dregin að landi. Hvalveiðar Islenskir hagsmunir Vaxandi þrýstingur er nú á íslensk stjórnvöld að hætta við hvalveiðarnar í kjölfar álits- hnekkis sem málstaður stjórnvalda varð fyrir í málinu á fundi Alþjóðhvalveiðiráðsins og í kjölfar sífellt fyrirferðarmeiri mótmæla- aðgerða gegn hvalveiðunum á erlendum vett- vangi. íslensk útflutningsfyrirtæki eru og mjög á varðbergi, enda rekja margir hnign- andi gengi íslenskrar vöru og þjónustu í Vest- urálfu m.a. til afstöðu stjórnvalda í hval- veiðimálinu. Nýverið urðu íslendingar af stórum viðskiptasamningi í Bandaríkjunum einungis með tilvísun til hvalveiðistefnunnar. Fyrirhugað var að hefja hvalveiðar enn að nýju 12.júní en þeim hafði þá verið frestað vegna fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Auckland í Nýja Sjálandi. Og eftir almenna andstöðu við íslensk stjórnvöld á fundinum var enn ákveðið að fresta byrjun veiðanna um ótilgreindan tíma. Heimildir herma að íslensk stjórnvöld reyni nú að átta sig á því hver sé raunverulegur bakgrunnur þeirrar yfirlýsingar formanns bandarísku sendi- nefndarinnar í Auckland um að íslendingar myndu líklega fá á sig staðfestingarkæru ef þeir héldu áfram uppteknum hætti, vegná ítrekaðra samþykkta hvalveiðiráðsins gegn veiðunum. Með staðfestingarkæru er átt við það að viðskiptaráðherra Bandaríkjanna til- kynni forsetanum að viðkomandi þjóð, brjóti samþykktir náttúruverndarlaga í Bandaríkjunum, og beri því að meina íslend- ingum að flytja út vörur til Bandaríkjanna. Málið er því enn einu sinni komið í algeran hnút og yfirvofandi eru meiri þvinganir en íslendingar hafa þekkt „síðan á dögum hörmangara", eins og einn heimildarmanna Þjóðlífs komst að orði. A veiðilistanum í sumar eru 80 langreyðar og 20 sandreyðar eða sami fjöldi dýra og veiddist í fyrra. Herferð gegn fisk- og flugi Grænfriðungar beggja vegna Atlantsála hafa ekki látið deigan síga í aðgerðum sínum og hafa aðhafst ýmislegt til að vekja athygli á hvalveiðum íslendinga, þrátt fyrir að lítið hafi heyrst um það hér á landi. Þannig hefur Þjóðlíf áreiðanlegar heimildir fyrir því að Grænfriðungar hafi sl. vetur gert tilraunir til að ná fundi forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur þegar hún var á ferð í Banda- ríkjunum. í>á hafa Grænfriðungar staðið fyrir herferðum í Boston og víðar í Banda- ríkjunum gegn Flugleiðum. Þeir hafa skrifað söluskrifstofum og heimsótt þær. Auk þess hafa þeir verið í flughöfnum, dreift ljós- myndum af hvalaslátrun og öðrum áróðri til að vekja athygli ferðamanna á hvalveiðum Islendinga. Flugleiðamenn munu margir hverjir hafa áhyggjur af þessu og samkvæmt heimildum Þjóðlífs hefur fyrirtækið ítrekað vakið máls á þeim viðskiptahagsmunum sem í húfi eru við ríkisstjórn landsins. m.a. í bréfi til ríkisstjórnarinnar í ágúst í fyrra. Bogi Ágústsson blaðafulltrúi Flugleiða, kvað ekki annað hafa verið gert af hálfu fyrirtækisins, og í bréfinu segi ekki annað en að fyrirtækið hafi orðið vart við mótmæli erlendis vegna stefnu stjórnvalda í hvalveiðimálum. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.